Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 20:11 Frá vettvangi slyssins í dag. Vísir/Vilhelm Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00