Ný nemakort Strætó veita aðgang að bílum Zipcar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2017 11:45 Nemakortið kostar 28.600 krónur. Strætó Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Samgöngur Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september.
Samgöngur Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira