Sport

Heimir valinn þjálfari ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Valið var kunngjört á hófi samtakanna í Hörpu í kvöld, en Heimir hafði betur gegn Elísabet Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í sænsku kvennaknattspyrnunni, og Þóri Hergeirssyni, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Heimir stýrði íslenska karlalandsliðinu í fótbolta til sigurs í undanriðli sínum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018 og tryggði Íslandi þar með sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni.

Heimir tók við liðinu að loknu Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016, en hann hafði þá þjálfað liðið með Lars Lagerbäck sem steig til hliðar að loknu Evrópumótinu.

Heimir er fimmtugur Vestmanneyingur sem hefur komið að þjálfun karlalandsliðsins síðan árið 2011. Þetta er í annað sinn sem Heimir fær þennan titil, en verðlaunin hafa verið veitt síðustu fimm ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×