Hætta flugeldasölu vegna aukins álags Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 23:15 Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón. Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00