Viðskipti innlent

Ný stjórn Samtaka leikjaframleiðenda skipuð

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Hér má sjá nýja stjórn IGI, ásamt Ólafi Andra Ragnarssyni, einum stofnenda samtakanna.
Hér má sjá nýja stjórn IGI, ásamt Ólafi Andra Ragnarssyni, einum stofnenda samtakanna. samtök iðnaðarins
Í gærkvöldi var ný stjórn Samtaka leikjaframleiðenda (Icelandic Gaming Industry), skipuð á aðalfundi sem fram fór á Bryggjunni brugghús. Greint er frá stjórnarskiptunum á vef Samtaka iðnaðarins.

Hana skipa:

Vignir Örn Guðmundsson, CCP, formaður, Stefán Björnsson, Solid Clouds, varaformaður, Ívar Kristjánsson, 1939 Games, Haukur Steinn Logason, Radiant Games, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Rosamosi.

Varamenn eru Alexandra Diljá Bjargardóttir, CCP, og Jóhann Helgi Ólafsson, Mousetrap.

Samtök leikjaframleiðenda, IGI, voru stofnuð árið 2009 af tíu fyrirtækjum Samtaka iðnaðarins. IGI er ætlað að vera öflugur vettvangur sem veitir leikjaframleiðendum stuðning og margvíslega þjónustu. Sem dæmi má nefna aðstoð við innlend og erlend almannatengsl, tengsl við skóla og atvinnulíf og aðstoð við umsókn styrkja. Hlutverk samtakanna er að stuðla að auknu samstarfi hagsmunaaðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×