Smyglaraskip í höndum Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 13:35 Olíuflutningaskipið Lighthouse Winmore. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu segja að þeir hafi tekið yfir stjórn olíuflutningaskips sem grunur leikur á að hafi verið notað til að smygla olíu til Norður-Kóreu, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og refsiaðgerðir. Talið er að um 600 tonnum af olíu hafi verið dælt úr skipinu Lighthouse Winmore, sem skráð er í Hong Kong, yfir í skip frá Norður-Kóreu á hafi úti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smyglinu. Þeir neita því þó. Skipið er í leigu félags frá Taívan.Sjá einnig: Trump reiður KínverjumSamkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar var skipið tekið yfir þar sem það var í höfn í Suður-Kóreu þann 24. nóvember. Smyglið er sagt hafa átt sér stað þann 19. október.Skipinu var siglt að landi í Yeosu í Suður-Kóreu þann 11. október. Þar var olía tekin um borð og stóð til að flytja hana til Taívan samkvæmt stjórnendum skipsins. Skipið náði hins vegar aldrei til Taívan. Þess í stað var Lighthouse Winmore siglt til móts við fjögur skip frá Norður-Kóreu í austur-Kínahafi. Þar var olían flutt um borð í þau skip. Olíuflutningarnir voru myndaðir með gervihnetti Bandaríkjanna og birti Fjármálaráðuneyti ríkisins myndir af þeim í nóvember.Myndir af meintum ólöglegum olíuflutningum úr skipinu Lighthouse WinmoreFjármálaráðuneyti BandaríkjannaÍ frétt BBC segir að ekki sé hægt að staðhæfa að Kínverjar hafi staðið í því að smygla olíu til Norður-Kóreu, eins og Trump hélt nýverið fram. Hins vegar hafi yfirvöld Bandaríkjanna grunað Kínverja sífellt meira.Vísað er í fréttir í Suður-Kóreu þar sem embættismenn segja gervihnetti hafa myndað um 30 atvik þar sem olía hafi verið flutt yfir í skip frá Norður-Kóreu með ólöglegum hætti síðan í október.Þá sagði Trump í nýlegu viðtali við New York Times að hann hefði hingað til „tekið vægt á“ Kínverjum í viðræðum þeirra um viðskipti á milli ríkjanna vegna þess að hann vildi fá aðstoð þeirra til að þvinga Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum ríkisins. Nú íhugar hins vegar að hætta því.„Olía er að fara til Norður-Kóreu. Það var ekki samkomulagið mitt. Ef þeir hjálpa okkur ekki með Norður-Kóreu, þá ætla ég að gera það sem ég hef sagt að ég ætli að gera,“ sagði Trump.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“