6,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 17:03 Uppsögnin olli mikilli ólgu í FV á sínum tíma. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24