Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 11:24 Mikil ólga er í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um þessar mundir. Visir/Pjetur „Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði