Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 11:24 Mikil ólga er í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um þessar mundir. Visir/Pjetur „Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
„Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira