Hátt í helmingur les smáskilaboð undir stýri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 19:15 Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús. Samgöngur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús.
Samgöngur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira