Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur átt afar góðu gengi að fagna með Bergischer í þýsku B-deildinni í vetur.
Bergsicher er með sjö stiga forskot á toppnum og Arnór er næstmarkahæstur í deildinni með 152 mörk.
„Þetta hefur gengið vel og ég er ánægður með þetta, liðið í heild sinni. Það er blússandi gangur í þessu,“ sagði Arnór Þór í Sportpakkanum á Stöð 2 Sport.
„Ég er búinn að spila ágætlega og sáttur með mína spilamennsku.“
Arnór er nokkuð bjartsýnn á gott gengi á EM í Króatíu sem hefst í næsta mánuði.
„Við þurfum að vera rosalega agaðir og nota hraðaupphlaupsvopnin okkar vel,“ sagði Arnór.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Arnór Þór: Blússandi gangur í þessu
Tengdar fréttir

Guðjón Valur: þetta eru skemmtilegustu leikirnir
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í erfiðum riðli á EM í Króatíu sem hefst í næsta mánuði. Strákarnir okkar lentu í riðli með heimaliðinu, Serbíu og Svíþjóð.