Gætu gert eigin samning um fríverslun við Bretland Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 13:39 Dóra Sif Tynes er fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Vísir/afp Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan. Brexit Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan.
Brexit Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira