„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. desember 2017 18:30 Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29