Chelsea mætir Barcelona og PSG fékk Evrópumeistarana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2017 11:30 Hvaða lið vinnur bikarinn með stóru eyrun? vísir/getty Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Sjá meira