Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 13:48 Kim og Rodman horfa saman á körfubolta í Norður-Kóreu. Rodman sagði þá vera vini fyrir lífstíð. vísir/afp Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15
Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09
Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30
Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10