Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. desember 2017 17:18 Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. Tæplega sexhundruð flugfreyjur skrifa undir yfirlýsingu þar sem þær segja að kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun eigi sér stað í flugstéttinni rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Þær segja að þó að margir jafnréttissigrar hafi unnist með mikilli þrautsegju og vinnu starfssystra þeirra séu miklar leyfar af kynjamisrétti, stéttaskiptingu og hlutgervingu flugfreyja enn til staðar. Óprúttnir aðilar notfæri sér það til að lítillækka, misnota og áreita konur innan stéttarinnar. Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við stöndum saman og höfum hátt. Þolendur fella karla ekki undir grun með nafnlausum frásögnum. Gerendur fella aðra karla undir grun með hegðun sinni. Þar liggur ábyrgðin.“ Frásagnir kvenna í flugstétt: LENDING #metoo 1 Það var fyrsta sumarið mitt. Við fórum öll út að borða og alveg ágætt stemmning bara.Ég var ekki að drekka en umræddur flugstjóri og flugmaður voru orðnir vel drukknir. Ekkert daður var í gangi eða ekki sem ég tók eftir eða gaf í skyn. Við fórum upp á hótel eftir matinn, við stelpurnar fórum allar upp á herbergi en þeir urðu eftir á barnum niðri. Þegar ég er komin upp á herbergi og að græja mig í háttinn, þá hringir síminn. Ég hugsa með mér, þetta sé stelpan sem ég ætla með í mollið á morgunn til að mæla okkur mót en...það kom :"sælar... Hjarta mitt tók aukaslag en ég var sem betur fer sterk og svaraði honum að ég væri að fara sofa.. hann sagði ertu viss....ég sagði ja eg væri viss og hann endurtok sig, "ertu alveg viss um að þú viljir fara sofa" Ég sagði já og þá þakkaði hann fyrir kvöldið..ég kvaddi. Síminn hringdi tvisvar út aftur og eg svaraði ekki. Hann sendi mér svo skilaboð á Facebook strax eftir símtölin sem eg svaraði ekki og spurði hvort ég væri að fara sofa og þakkaði aftur fyrir kvöldið! Sem var bara út að borða með öllum í crewinu, svo engin ástæða til að þakka mér eitthvað sérstaklega fyrir. Facebook profile myndin var af honum og konunni hans! Daginn eftir var eins og ekkert hefði ískorist og á leiðinni heim hringdi hann aftur í og bað "íþróttastelpuna" að koma í heimsókn!! Ég fór ekki. Hann sá greinilega ekkert að þessu og ég hef heyrt margar sögur um hann síðastliðin ár! 2 Ég stóð inn á miðjum Saga class, snéri í raun baki í gangveginn þega honum fannst við hæfi að koma aftan að mér í annars góðu rými troða höndunum undir hendurnar á mér og klípa mig í bæði brjóstin, mér varð svo illa við að ég snéri mér við og gaf honum á kjaftinn með flötum lófa..hröklaðist inn í eldhús og fyrsta freyjan mín opnaði inn í flugstj.klefa og hálf henti mér þar inn.. þeir sem þar sátu urðu hálf kjafstopp að taka við hágrátandi vinnufélaga sem gat ekki útskýrt afhverju... ég náði þó að jafna mig það mikið að ég gat klárað flugið...en þarna urðu engar afleiðingar..ekki fyrir þennan ógeðsmann og enginn alvöru vinnubrögð hjá áhöfn, önnur en þau að finna bara til með mér í þessari stöðu.. ég hét því við sjálfa mig að ég myndi aldrei standa svona aðgerðarlaus hjá ef vinnufélagi lenti í viðlíka ógeði.. 3 Þetta gerðist fyrir mörgum árum í nokkuð langri áhafnarhvíld í erlendri borg. Flugstjórinn var þekktur fyrir að fá sér vel neðan í því og var engin undantekning á því í þessu stoppi. Það fór síðan þannig í þessari ferð að mikill tími minn fór í að flýja undan ágangi þessa manns. Fyrsta kvöldið fór ég með honum, ásamt fleirum úr áhöfninni, út að borða og hann var stöðugt með óviðeigandi athugasemdir um útlit mitt og reynandi að snerta mig. Hann hékk svo á hótelherbergishurðinni minni, bankandi og kallandi og viðbrögð mín og samstarfskonu minnar voru þau að reyna að láta sem minnst fyrir okkur fara svo hann héldi að við værum úti. Á þessum tíma var ég nýbyrjuð að vinna sem flugfreyja og óörugg með hvernig ég ætti að höndla þetta. Velti því fyrir mér að hringja upp á skrifstofu og tala við yfirmenn mína um þetta en ákvað svo bara að aðhafast ekkert. Vildi ekki „gera neitt vesen“ úr þessu. Á leiðinni heim talaði viðkomandi ekkert um hegðun sína og baðst aldrei afsökunar. Þessi karl er hættur að fljúga og í dag eigum við ekki að hika við að „gera vesen“ úr því þegar við verðum fyrir kynbundinni áreitni. 4 Ég var að aðstoða frammí og á leið til USA. Var búin að fljúga áður með captaininum og reyndar heyra sögur af honum áður. Fannst hann gefa mér óþægilegt “vibe” og meðvitað forðaðist ég það að gefa mig nokkuð að honum. Það rifjaðist raunar upp fyrir mér þegar ég hugsa tilbaka að í stoppinu þegar við fengum okkur að borða skyldi ég hálfa máltíðina og drykk eftir þegar hinar stelpurnar sögðust ætla upp á herbergi. Vildi alls ekki verða eftir með captaininum og coaranum. Svo tók heimleiðin við. Þetta var á þeim tíma þegar “klósettvaktin” var enn í gangi og ekki mátti skilja þá eina eftir. Ég er kölluð fram í og þegar ég sest í sætið fyrir aftan coarann stendur captaininn upp og stendur fyrir aftan mig. Ég gerði ráð fyrir að hann væri að teygja úr sér og ætlaði svo út. Þá finn ég að hann leggur hendurnar á axlirnar á mér og byrjar að NUDDA mig! Ég gjörsamlega fraus og hugsaði: Ég trúi ekki að þetta sé að gerast! Svo fann ég hendurnar á honum strjúkast niður bakið á mér og þá var loks eins og ég fengi kraft og ég skipaði honum að hætta, ég vildi þetta ekki. Og þá sagði hann; hvaaaa.. látt ekki svona! Þá stendur Coarinn upp, hafandi verið vitni að þessu öllu, og fer á klósettið!!! Og skilur mig eftir!! Ég hef sjaldan fundið til eins mikils vanmáttar, hræðslu og reiði. Þegar coarinn er kominn fram snýr captainninn sér að mér og grípur í fótinn á mér og segir; Jæja fyrst þú vilt ekki baknudd þá gef ég þér fótanudd! Ég sagði nei og við tóku þvinguðustu og óþægilegustu mínútur lífs míns. Hvað hafði ég gert til að fá hann til að halda að hann mætti stíga svona inn á mitt svæði? Ekkert! Ég skammaðist mín samt og tilkynnti þetta ekki. Þetta er giftur maður. Ég vildi ekki valda usla. Hugsið ykkur!? Ég er reið út í þennan captain og líka reið út í coarann fyrir að hafa ekki staðið með mér. Og líka út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki staðið betur með mér. 5 Ég ætlaði að taka vinkonu mína með mér í stopp í sumar og var búin að senda póst á flugstjórann tvisvar sinnum án þess að fá svar svo ég ákvað að senda honum sms í staðinn þar sem ég spyr hvort vinkona mín fengi að fljóta með ef vélin myndi fyllast og svaraði hann um hæl: Ekkert mál ef hún sefur hjá mér Áður en ég sendi smsið hafði vinkona mín sem hafði flogið með honum áður sagt mér frá frekar óviðeigandi hegðun þessa flugstjóra þannig að ég túlkaði smsið ekki sem djók, heldur væri hann að sjá hvar mörkin lægju. Ég er alls ekki viðkvæm fyrir því þegar fólk er að grínast en þetta finnst mér mjög óviðeigandi. Maður sem er 30 árum eldri en ég og í yfirmannsstöðu nýtir sér stöðu sína og segir að ég megi taka vinkonu mína með ef hún sefur hjá honum, sjá hvort hún stökkvi ekki bara til. Ég svaraði honum bara að ég myndi bóka miðann en þorði ekki að segja honum hvað mér þætti þetta óviðeigandi þar sem ég vildi ekki skemma möguleikann á því að taka vinkonu mína með í þessa ferð. Svo þegar ég mæti í flugið og við erum að funda þá kynnir hann sig fyrir öllum og spyr aðra freyju hvort það hafi verið hún sem ætlaði að taka vinkonu sína með og ég segi að það sé ég og hann segir bara ókei og lætur eins og ekkert sé. Þegar við erum mætt á hótelið þá fær hann að skipta um herbergi og kemur svo að áhöfninni og segir ‘ég er núna í þessu herbergi ef einhver vill banka’, sem vinkona mín tók auðvitað til sín. Alla ferðina minntist hann ekkert á þetta sms og þegar ég neyddist til þess að kíkja inn í cockpit á leiðinni heim hélt ég að hann myndi kannski biðjast afsökunar á þessu smsi en hann leit varla á mig. 6 Ég er að stíga upp í crew bíl í USA. Flugstjórinn stendur á götunni og horfir á eftir mér inn. Þegar hann svo kemur inn í bílinn, segir hann hátt: Ég sé ekki betur en þú sért nærbuxnalaus ? Notarðu ekki nærbuxur ? 7 Við erum í groundstoppi. Það er mikil umræða búin að vera um hina svokölluðu súlustaði. Þ.e. hvort það eigi að banna þá. Flugstjórinn situr og rífst og skammast yfir þessum kellingum sem vilja banna allt og hvað sé að því þótt það séu einhverjar stelpur að vinna sér inn smá pening með því að dansa allsberar. Hann er mjög frekjulegur á meðan hann þusar þetta yfir hópinn. Síðan spyr hann okkur hvort við séum ekki sammála en allar þegja þunnu hljóði. Ég ákveð að segja að mér finnist strippklúbbar frekar ógeðslegir og mér þættir bara gott að þeir yrðu bannaðir. Ég myndi allavega ekki sakna þeirra. Þá horfir hann á mig með fyrirlitningu og segir: ekki datt mér í hug að þú værir SVONA kvenmaður ! 8 Þegar ég var nýbyrjuð að fljúga, hringdi flugstjórinn í aftara eldhús og biður um að ég komi í heimsókn í cockpit. Ég hafði ekki fengið gott "vibe" frá honum í byrjun flugs og langaði þessvegna ekkert sérstaklega til að heimsækja hann. Þegar ég kom, byrja hann strax að yfirheyra mig. Hann byrjaði á því að athuga hvort ég ætti mann. Ég sagði nei, að ég væri skilin. Þá þarf ég að svara, af hverju ég sé skilin því það sé ótrúlegt að svona glæsielg kona sé einhleyp ! Hvort ég hafi skilað "kallinum" eða hann mér. Hvort ég sé svona erfið. Hvort ég sé búin að vera ein lengi ? Hvort ég sé lesbísk. Hvað ég geri þá í sambandi við kynlíf ? Allir þurfi nú að fá það annað slagið. Hvort ég mæti stundum með titrara í stopp ? Ég reyndi bara að snúa útúr og hlæja, en mér leið virkilega illa eftir þessa yfirheyrslu. Þetta er ekki í eina skiptið sem maður hefur lent í óþægilegri yfirheyrslu frammí, þótt þessi hafi verið verst. Það er alveg magnað hvað þeim sumum finnst þeir þurfa að vita allt um einkalíf manns. 9 Þetta var fyrsta sumarið mitt og fyrsta tveggja nátta stoppið mitt. Öll áhöfnin fór saman út að borða og fengum okkur smá í glas. Við dönsuðum og sungum og skemmtum okkur vel. Þegar haldið var heim á hótelið þá hélt ég að flugliðinn sem fór með mér í lyftuna væri að fara inn á sitt herbergi og ég pældi ekki í því að hann væri að elta mig. Þegar ég er að draga fyrir gardínurnar á herberginu mínu hefur hann elt mig inn á herbergi, tekur um mittið á mér og snýr mér við. Reynir að kyssa mig og tekur þétt utanum mig. Ég öskra á hann og verð mjög reið, næ að henda honum út með afli og skelli á eftir mér. Ég hef aldrei verið jafn hrædd þar sem þetta var manneskja sem ég hélt ég ætti að treysta. Í fluginu út hafði hann verið að sýna mér myndir af konunni sinni og börnum. Eftir stutta stund þegar ég var búin að átta mig á því hvað gerðist hringdi síminn minn. Það var þá önnur freyja sem var með í stoppinu og hún spurði hvort það væri í lagi með mig. Þá hafði vinur þessa flugliða sem elti mig inn á herbergi elt hina stelpuna inná hennar herbergi en ekki komist inn á herbergið. Við hittumst daginn eftir og ræddum þetta saman. Flugliðinn lét eins og ekkert væri og þetta var ekki rætt meir á fluginu heim. Ég hef rekist á hann síðan og þá fer hjartað á fullt og ég fæ vanmáttartilfinningu. Það var ekkert gefið undir fótinn og vorum við báðar freyjurnar á fyrsta sumrinu okkar, við ræddum atburðarrásina fram og aftur og gátum ekki fundið neina skýringu á þessu athæfi þeirra. Finnst líka mjög leiðinlegt að hugsa til þess að báðir þessir menn sem eru tengdir inn í flugheiminn séu giftir og eigi nokkur börn, finnst mjög erfitt að vita til þess að þeir skuli haga sér svona erlendis og finnist þetta bara allt í lagi. Ég hef áður lent í áreiti á vinnustað oftar en einu sinni og ef ég hefði ekki verið búin að byggja mig upp eftir það veit ég ekki hvernig þetta hafði orðið, kannski hefði ég bara frosið eins og ég gerði í fyrsta skipti sem ég lenti í mjög alvarlegu áreiti á vinnustað þar sem ég þurfti að fara í gegnum langt og erfitt ferli. Við þurfum að standa saman og ekki að leyfa þessu að líðast á vinnustaðnum okkar. Okkur á að líða vel í vinnunni. En eftir þetta atvik er ég á varðbergi alltaf. 10 Fyrsta sumarið mitt í fluginu gerðist það að flugstjórinn hringir í yfirfreyju og óskar eftir nýliðanum frammí til sín. Ég fæ þau skilaboð að flugmennirnir vilji tala við mig og fer frammí. Ég geng inn, loka og segi hæ. Þess má geta að ég hafði ekki átt nein samskipti við þá áður og þekkti þá ekkert. Ég var á þessum tíma 24 ára og flugstjórinn ca 30 árum eldri. Þegar ég kem þangað inn þá stendur flugstjórinn fyrir aftan sæti flugmannsinns og án þess að hika eða segja eitt einasta orð þá gengur hann alveg uppað mér, tekur utan um mig, beygir sig yfir mig og sleikir á mér eyrað. Á meðan á þessu stóð sat flugmaðurinn og horfði glottandi á í sætinu sínu. Svo hlógu þeir bara. Ég get ekki munað hver flugmaðurinn var en man bara hvað ég varð hissa og hversu misboðið mér var. Þó ég sé ekki tepra og svari nær undantekningarlaust fyrir mig ef mér finnst að mér vegið þá fraus ég bara og sagði ekki orð og talaði ekki um þetta við neinn í mörg ár. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan þetta gerðist og ég velti stundum fyrir mér hvað ætli myndi gerast ef ef þetta gerðist á flugi í dag. 11 Í umræddu flugi lendi ég í því að bæði flugstjóri og flugmaður reyna við mig, báðir giftir og með börn. Áreitið byrjar nánast um leið og ég kem um borð. Ég undirbý klassann fyrir ferð vestur. Mér þótti heldur óvenjulegt að flugstjórinn stæði inn í eldhúsi á meðan byrðingu stóð. Hann stóð við dyr í fremra eldhúsi og því sást ekki til hans frá cabínunni, allt með ráðum gert að ég held. Hann horfði á mig, upp og niður. Á meðan velti ég fyrir mér hvort þetta væri í raun að gerast. Ég segi fyrstu freyjunni frá þessari tilfinningu minni. Hún tók því vel og bað mig um að láta sig vita ef eitthvað meira ætti sér stað. Ég fer inn í cabínu, kem aftur og þá segir hann “Ertu að stunda lyftingar”.. ég svara játandi og fæ þá svar “Þú ert ótrúlega stælt, sérstaklega afturendinn á þér”. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði ekki að sýna óöryggi heldur myndi ég svara honum eins og mér væri sama um þessi komment hans… svo ég svaraði stuttu og laggóðu svari “Já okay” og veiti þessu þar með enga athygli. Ég fer og kem aftur.. og þá segir hann “Ertu til í að gera þessa hreyfingu aftur, sem þú varst að gera”… Ég spyr hvað hann hafi átt við og þá vísar hann til þess þegar ég beygði mig niður og aðstoðaði eldri konu með handfarangur sinn. Aftur læt ég fyrstu freyjuna vita og hún býður mér að skipta við aðra freyju, en ég ákvað að halda minni stöðu. Ég er jaxl þegar á reynir og ég ætlaði ekki að láta þennan mann tala svona við mig. Þessi umræddur flugstjóri hefur sýnt þessi tilþrif áður og oftar en einu sinni var mér tjáð. Á meðan fluginu stóð komu ýmsar aðrar spurningar en það sem gerði útslagið var að hann tilkynnti mér að hann ætlaði ekki að kalla mig nafni mínu, heldur kaus hann að kalla mig “beib”. Þetta var sagt við mig inn í flugstjórnarklefa í viðurvist flugmannsins. Þá erum við lent úti. Ég finn að flugmaðurinn er alltaf nálægt mér í gegnum allt ferlið, frá því við förum út úr vélinni og þar til við erum komin út í crew bíl. Hann langar endilega að aðstoða mig með töskuna mína. Ég var komin með nóg og treð mér því á aftasta bekk í bílnum í góðri von um að vera laus við hann. Nei, hann kemur og sest við hliðina á mér sem er heldur óvenjulegt þar sem þeir sitja yfirleitt á fremsta bekk. Af stað við förum, og þá byrjar hann að spyrja mig að því hvort ég eigi mann og fl. en hann passaði sig á því að lækka róminn svo enginn heyrði þessar óviðeigandi spurningar, enda giftur maður. Hann endar samtalið á að spyrja mig hvort ég hefði áhuga á því að koma með sér út í einn bjór en ég sagðist vera upptekin í stað þess að segja það sem mig langaði að segja, að ég hefði ekki áhuga. Hefði þetta gerst utan vinnu veit ég að ég hefði svarað fyrir mig og lagt mörk. Það hefur margsinnis sannað sig. Aftur á móti er raunin önnur þegar ég kem í vinnuna. Ég hef ekki þessa sterku rödd gagnvart flugáhöfn sem ég hef dagsdaglega. Umhverfið er öðruvísi, því miður og því þarf að breyta. Umrætt dæmi sýnir bæði kynferðislega áreitni sem og þá stéttaskiptingu sem viðgengst hjá áhafnarmeðlimum. Ég tel stéttarskiptinguna sýnilega þar sem ég þori ekki að svara fyrir mig vegna hræðslu við yfirvaldið. Ég talaði við yfirmann en málið fór ekki lengra vegna þess að ég kaus að ljúka því. Ég lauk því þar sem samstarfsmaður benti mér góðfúslega á það myndi breyta litlu sem engu fyrir mig að fara með þetta lengra. 13 Ég er að ganga frá eftir þjónustu á saga var sccm, flugstjórinn kemur inn í eldhús og ég var búin að beygja mig niður til að setja bakka inn í trolley þá sest hann klofvega yfir mig og byrjar að nudda sér upp við mig og segist ekki ráða við sig, sem sagt var að humpast á mér, mér brá svo að ég bara byrja að hlæja og þetta varð verulega vandræðalegt hann fer svo af baki og sagði “fyrirgefðu ég réði bara ekki við mig” og svo var þetta ekki rætt frekar. 14 Ég var að vinna í fremri hluta vélarinnar með yfirfreyjunni. „Turnaroundið“ hafði dregist mjög lengi vegna bilunar og farþegarnir orðnir mjög pirraðir yfir að komast ekki heim til sín. Margir Íslendingar voru á leiðinni heim og orðnir mjög óþreyjufullir. Einhverjir farþegar höfðu varið tímanum, sem seinkunin tók, í að þjóra á barnum og voru orðnir óeðlilega hressir miðað við hvað flestir leyfa sér þegar fyrir liggur að ferðast í „litlu röri“. Þegar flugstjórinn hafði sagt að búið væri að gera við bilunina og við gætum farið komu farþegar um borð. Flestir fegnir, aðrir mjög pirraðir og létu okkur flugfreyjur „heyra það“ - eins og gerist oftar en ekki ef hlutir ganga ekki sinn vanagang. Aðrir voru drukknir og var nokkuð sama um seinkun. Þar á meðal einn „gullari“ sem var færður upp á Saga Class og þar með inn á vinnurýmið sem tilheyrði mér (þótt við vinnum auðvitað í öllu rýminu). Maðurinn, sem er giftur fjölskyldumaður, tjáði sig mjög opinskátt um hversu ánægður hann væri að ég væri þarna, kallaði: „Hey, sæta! Komdu hérna!“ Ég reyndi að láta þetta ekki slá mig út af laginu og vissi að allra augu sem voru á Saga Class beindust að mér og hvernig ég myndi bregðast við. Í hvert sinn sem ég gekk framhjá honum horfði hann greddulegum löngunaraugum á mig og í einhver skipti sló hann í rassinn á mér. Þegar ég var í þjónustu „fyrir aftan tjald“ og ég sneri baki í hann og var í miðri afgreiðslu, birtist hann allt í einu og stóð svo þétt upp við mig að mér leið hrikalega. Hvíslaði að mér hvort ég væri ekki að koma frammí. Ég lét eins og ég sæi hann ekki. Um það bil 20 mínútum fyrir lendingu, þegar við erum að undirbúa farþega og okkur fyrir að lenda, þarf ég að ganga frá dóti upp í farangurshólf sem er því miður staðsett fyrir ofan hans sæti. Hann stendur upp úr sætinu, lætur eins og hann ætli að segja mér eitthvað (ég kurteisin uppmáluð!) og reynir að kyssa mig! Segir í hálfum hljóðum: „Djöfull langar mig að ríða þér.“ Ég beygi mig, vík mér undan honum og dríf mig í burtu. Get ekki beðið eftir að komast úr þessu litla rými og frá þessum ógeðslega manni. Ég sagði ekkert við yfirmenn mína og enginn af farþegum skipti sér af. Flestir létu reyndar eins og þeir sæju ekki hvað væri í gangi. Ég hef oft séð þennan mann síðan og fæ ónotatilfinningu í hvert sinn. 15 Flugmaðurinn spyr hvort ég eigi börn, ég svaraði neitandi. Þá spyr hann hvort ég eigi kærsta og ég svaraði játandi. Þá segir flugmaðurinn ,,er kærasti þinn með ónýtt typpi” Ég var niðurbrotinn og sár eftir ummæli hans. Ég og maðurinn minn vorum búin að reyna eignast barn í nokkur ár en ekki tekist það. Núna eigum við þrjú dásamleg börn, en ég gleymi aldrei þessum flugmanni og dónaskapnum og niðurlægingunni sem hann beitti mér í vinnunni. 16 Því miður hef ég úr mörgum sögum að velja til að segja frá þrátt fyrir stuttan starfsaldur. Mín fyrstu kynni af kynferðislegri áreitni sem flugfreyja var í fyrrasumar, eftir mitt fyrsta flug sem flugfreyja, en um var að ræða Evrópuflug fram og til baka. Ég hafði farið í heimsókn til flugmannanna í flugstórnarklefann á meðan fluginu stóð og fannst mér þeir báðir hressir og skemmtilegir. Á leiðinni heim í rútunni settist ég á aftasta bekkinn og mér til undrunar sest flugstjórinn þar hjá mér. Mér brá örlítið þar sem ég hafði heyrt af þeirri hefð að flugmennirnir sætu vanalega fremst í rútunni en hugsaði síðan ekki meira um það. Þegar hann settist hjá mér voru mörg sæti laus enn i rútunni en fljótlega flykktust aðrar áhafnir úr öðrum Evrópuflugum inn í rútuna þar til öll sætin voru upptekin. Flugstjórinn talaði mikið við mig og spurði mig helst til óþægilegra spurninga, sem ég reyndi að leiða hjá mér og svaraði stuttlega þangað til ég tek eftir að hann setur höndina ofarlega á lærið mitt. Ég ýti höndinni frá og segi honum að þetta sé ekki í boði. Hann setur hana hins vegar aftur á lærið, klípur í það og heldur fast um mig. Ég bið hann hátt og skýrt um að hætta þessu og renni augunum yfir sæti framar í rútunni svo ég gæti skipt um sæti en þau voru öll upptekin. Nokkrar flugfreyjur sjá þetta en virðast ekki kippa sér upp við athæfið, mér til mikillar örvæntingar. Ég tek fram að þetta var mitt fyrsta flug og ég var nýliði sem vildi vera með allt sitt á hreinu og gera allt rétt. Ég hafði ekki hugmynd um hvort þetta væri venjuleg hegðun sem tíðkaðist hjá fyrirtækinu, þar sem enginn virtist kippa sér sérstaklega upp við þetta. Í dag hefði ég gjörsamlega brjálast, en í ljósi aðstæðna þá lét ég þar við sitja að biðja hann um að hætta aftur og aftur og svaraði spurningunum hans, en hann hélt áfram að spjalla um daginn og veginn með óviðeigandi spurningum inn á milli. Þegar rútan stoppaði í Hafnarfirði fór stór hluti áhafnameðlimanna úr rútunni, nokkrar flugfreyjurnar köstuðu kveðju á umræddan flugmann, horfðu ásakandi á mig meðan þær sögðu við hann ,,bið að heilsa frúnni”. Mig langar að ítreka að þær sem segja sögurnar og rjúfa þögnina eru ekki að fella alla karlmenn stéttarinnar undir grun heldur liggur sú ábyrgð hjá gerendunum, það er fráleitt að halda öðru fram. Hvað varðar ábendingar um að þetta gefi slúðrurum landsins eitthvað til að tala um, hvernig stoppin séu nú hjá flugfreyjunum og ýta undir staðalímyndir sem stimplaðar hafa verið á flugáhafnir þá er það svo hlægilega lítilvægt ,,vandamál” miðað við þetta risavaxna samfélagslega mein sem kynferðisbrot eru að það er vanvirðing við þá fjölmörgu þolendur að ætla láta það draga úr sögunum sem sagðar eru. 17 Ég var í stoppi þar sem fleiri en ein áhöfn var saman komin. Það æxlaðist svo að samtíningur úr áhöfnum fór saman út að borða. Hópurinn náði vel saman og ákveðið var að kíkja á annan stað eftir matinn og halda áfram að spjalla og njóta samverunnar. Eftir einhvern tíma ákveður hluti af hópnum að fara uppá hótel. Ég var ekkert þreytt og hugsaði með mér að ég færi uppá hótel með næsta holli. Það vill þannig til að ég endaði ein með strákunum. Allt í lagi með það, frábærir vinnufélagar og ég sá ekkert að því að vera lengur með þeim. Svo er mér tilkynnt að þeir ætli að fara á annan stað og mér boðið með. Við röltum af stað. Enginn þeirra vildi segja mér hvert við værum að fara, það kæmi í ljós. Þegar inn er komið átta ég mig á því að ég hefði jafnvel átt að fara bara uppá hótel þar sem við vorum komin á strippstað. Ég tjái mig um að mér finnist þetta alls ekki í lagi. Langaði helst bara að koma mér út en hvað gat ég gert? Ein um kvöld og alls ekki viss um það hvernig ég ætti að rata til baka á hótelið. Ég ákvað því að láta mig hafa það að vera með þeim og einn strákanna tekur mig svolítið uppá arminn. Við sitjum tvö við borð að spjalla. Allt í einu er strippari mætt og farin að dansa upp við mig. Ég varð mjög hissa og lít í kringum mig. Sé ég þá hvernig restin af strákunum eru búnir að koma sér fyrir gagngert til þess að horfa á strippara dansa upp við mig. Ég mun aldrei gleyma hversu hræðilega mér leið! Þarna voru þeir búnir að plotta að nota mig til þess að veita sér kynferðislega spennu. Ég hefði klárlega átt að standa upp og labba út. En hvað gerði ég? Reyndi einhvernvegin að dreifa huganum á meðan þetta gekk yfir. Ég fæ óbragð í munninn þegar ég sé einhvern þeirra. Mér finnst ég hafa verið notuð á ógeðslegan hátt. Ætli þeir geri sér grein fyrir því hversu mikilli vanlíðan þeir hafa valdið mér? Ætli þeir átti sig á því að nærvera þeirra vekji hjá mér viðbjóð? 18 Maður hefur upplifað bæði kynferðislega áreitni og mikinn sexisma af ýmsum toga í þessari vinnu, hvort sem það er af samstarfsaðilum eða farþegum. Þrátt fyrir að hafa upplifað margt þá er eitt atvik sem situr sérstaklega í mér sem átti sér stað á árinu. Flugstjóri nokkur sem ég hafði aðeins einu sinni áður flogið með en taldi vera ágætan, var farþegi hjá okkur á heimleið. Hann kíkir inn til strákanna í fluginu og er þar þegar ég er send þangað inn í einhverja erindagjörð. Eins og við könnumst allar við þá reynir maður að sjálfsögðu að loka hurðinni eins snögglega og maður getur á eftir sér og þegar maður er með fullar hendur þá er oft lítið annað í stöðinni en að reyna einhvern vegin að skella hurðinni á eftir sér. Flugstjórinn, sem í þetta skipti var farþegi, hvæsir á mig:Afhverju!? Afhverju þurfið þið stelpurnar alltaf að skella hurðinni!? Ha!?". Þetta kom skiljanlega mjög flatt upp á mig og ég byrja að útskýra eitthvað sem ég taldi liggja í augum uppi þegar hann grípur fram í fyrir mér: "Ég meina, hvernig þætti þér að ég slái þig? Ha? Finnst þér kannski gott að vera slegin?!!Finnst þér það gott?!!" Og svona hélt hann áfram, í heila eilíf að mér fannst, við hlátursköll flugstjórans og coarans. Þarna var karlmaður, með augljósa valdastöðu yfir mér og sem undir öðrum kringumstæðum myndi teljast yfirmaður minn, að niðurlægja mig með condescending og ofbeldisfullum athugasemdum með kynferðislegum blæ. Og hvað geri ég? Ég geri það nákvæmlega sama og við höfum eflaust allar staðið sjálfar okkur að gera því ekki viljum við nú gera óþægilegar aðstæður óþægilegri; Ég hló. Ég hló og ég reyndi að slá þessu upp í grín því einhverra hluta vegna teljum við kvenfólk það vera á okkar ábyrgð að gera andrúmsloftið ekki óbærilegt fyrir aðra þrátt fyrir að það sé búið að nota öll brögð til þess að gera það óbærilegt fyrir okkur. En ekki lengur. Ekki aftur. Ég er hætt að hlífa mönnum óþægindin sem þeir sjálfir skapa. 19 Ég var að læra einkaflugmanninn og kennarinn minn var alltaf að "rekast í" rassinn á mér og jafnvel ýta undir hann þegar ég var að stíga upp í vélina. Svo þegar á leið þjálfun var hann farinn að taka af sér giftarhringinn fyrir flug og sagði mér frá því. Ég var nýorðin tvítug og reyndi að vera ekkert að gera mál úr þessu. Enda "grjóthörð pía". Ég hef svo heyrt sögur frá fleiri stelpum sem hann kenndi sem voru á sama veg og mínar, sumar verri. Síðar varð þessi maður samstarfsmaður minn þegar ég fór að fljúga í utanlandsflugi. Í fyrsta þjálfunarfluginu mínu að simulator-þjálfun lokinni sagði þjálfunarflugstjórinn meðal annars við mig; Ég veit þú fílar að vera flengd. Þú verður kannski ekki kærastan mín, en ég get samt verið pabbi þinn! Þetta var mjög erfitt start í flugbransanum og ýtti af stað atburðarrás sem varð til þess að ég starfa ekki við það lengur í dag. 20 Námskeið í kynferðislegri áreitni var sett af stað á námskeiðsdögum fyrir starfsmenna. Fyrsti hópurinn sem var sendur á námskeið voru flugmenn og flugstjórar. Ég var í flugi þar sem námskeiðið barst í tali. Ég man ekki samræður orðrétt en flugstjóri og flugmaður hneyksluðust mikið á þessu. Að það ætti að senda þá á dónakarlanámskeið. Hvort það mætti bara ekkert segja lengur. Ég sagði fátt, reyndi að benda á að eflaust þyrftu einhverir í flotanum á leiðsögn að halda um það hvar mörkin liggja og það væri alltaf gott að opna á umræðuna. En var þögguð niður “hvaða voðalega viðkvæmni þetta væri eignlega í fólki?, má bara ekkert grínast” voru viðbrögðin sem ég fékk. Ég var illa upplögð og ákvað að taka ekki slaginn. Restina af fluginu gerðu mennirnir í því að segja klúra brandara og bættu oft við “eða má ég kanski ekki segja þetta og hlógu”. Þarna fyrst áttaði ég mig á því hvað karlkyns samstarfsfélagar mínur eru blindir fyrir þeirri áreitni sem konur eru útsettar fyrir og umfangi þeirrar áreitni. Mennirnir sýndu ekki kynferðislega áreitni gagnvart mér en þeir gerðu lítið úr umræðuefninu og gáfu í skyn að hún ætti ekki rétt á sér. Ég tel að það stafi að þekkingarleysi á aðstæðum sem birtist síðan í skort á að setja sig í spor kvenna. Einmitt með þessum dæmisögum öllum getum við opnað augu þeirra. 21 Þetta var fyrsta sumarið mitt þar sem ég fékk hringingu frá flugstjóranum í einu stoppinu ca 3 tímum fyrir p.u. Hann segir þetta er nú frekar vandræðalegt en ég var að spila golf í morgun og brann svo á bakinu og næ ekki að bera aftersun á mig, má eg koma við hjá þér og byðja þig um að hjálpa mér. Ég svona líka hjálpleg segi já og hann bankar eftir nokkrar mínútur og þessi athöfn fer fram. Ég í pínu losti yfir beiðninni og hann pínu glottandi þegar hann kemur. Eg hespa þessu af hugsandi út í hvað er ég komin, get sem betur fer kvatt hann strax eftir að ég bar á hann og segi sjáumst niðri á eftir. Eftir á var ég bara í hverju lenti ég og fannst þetta mjög óviðeigandi þar sem það var greinlegt að hann vonaðist eftir einhverju meiru. 22 Í flugi til usa gekk allt sinn vanagang. Við vorum 6 í cabin crew þar af einn strákur. Virkaði ágætur, nýbakaður faðir sem ræddi ítrekað um fjölskylduhagi sína og nýfætt barn sitt. Við vorum á stærri vél með 2 göngum. Í hvert sinn sem ég mætti honum á ganginum þá gerði hann í því að þrýsta miðsvæðinu sínu að mér í stað þess að snúa sér frá eða “gera sig minni” auk þess sem hann gerði í því að nýta hvert tækfæri til að snerta mig eða strjúka á mér bakið. Þegar á leið á flugið var ég orðin frekar lasin og eins og gerist, mjög viðkvæm fyrir snertingu. Það stöðvaði hann þó ekki svo ég var farin að snúa við á ganginum þegar ég sá fyrir að við myndum mætast og gæta þess að snúa ekki bakinu í hann til þess að forðast óþarfa strokur og mittiskáf. Í lendingu sitjum við hlið við hlið en rétt áður en hjólin snerta jörðina grípur hann þéttingsfast í lærið á mér svo mér krossbrá. Ýtti ég hendinni hans rakleiðis í burtu. Þegar í rútuna var komið gætti ég þess að við myndum ekki sitja hlið við hlið en hann settist fyrir aftan mig. Hann suðaði alla leið uppá hótel og að herberginu mínu en við vorum á sömu hæð hvort ég væri ekki til í að fá mér drykk með honum en ég sagði honum að ég kærði mig ekki um það. Það var ekki fyrr en ég nánast skellti hurðinni á andlitið á honum sem ég fékk frið. Ég ræddi þetta ekki við neinn í áhöfninni þrátt fyrir að mér leið illa með þetta alla ferðina en þá fannst mér eitthvað alveg út út korti að maður sem er nýbakaður faðir og í sambandi myndi brjóta gegn nokkrum með þessum hætti. Í dag veit ég betur. 23 Ég stend við neyðarvæng og heyri tvo menn sem þar sitja ræða um hvað flugfreyjurnar í dag séu myndalegar. Mjög sexí, heppnir þeir. Ég læt sem ég heyrði þetta ekki enda var þessu ekki beint til mín, þó þeir væru að ræða þetta í minni návist (stóð í hinumegin í sætisganginum).Það var mitt hlutverk að kynna fyrir þeim öryggisreglur og þær skyldur sem fylgja því að setja á neyðarvæng svo ég færi mig til þeirra og er í miðri setningu þegar annar tekur síman á loft og fer að mynda mig, ég er svo undrandi að ég frís. Ég átta mig svo á aðstæðum og bið manninn vinsamlegast um að eyða myndinni, ég sé að útskýra fyrir þeim mikilvæg öryggisatriði sem þeir eigi að hlusta á og kæri mig ekki um neinar myndatökur. Hann lítur á vin sinn hissa og glottir en eyðir myndinni. Maður í næstu röð sem var að ferðast í sama hópi reynir að afsaka hann og hughreysta mig með þeirri afsökun að þeir sjái bara svo sjaldan svona fallegt kvenfólk. Mér fannst uppákoman svo smávægileg að ég minntist ekki á hana við aðra í áhöfninni. 24 Með matarvagninn inní miðri vél að afgreiða farþega þegar ég finn að hendi klípur í rassinn á mér. Ég frís og sný mér svo við en er of sein til að sjá hvaðan hendin kom. Held mínu striki afgreiði næsta kúnna. Þarna misnotaði farþegi aðstæður. 25 Ég var nýbyrjuð og þetta var fimmta flugið sem ég fór í. Ég var í aftara eldhúsi og freyjan með mér var karlmaður. Hann kom vel fyrir fyrst og var skemmtilegur og hress. Hann var búin að segja nokkra klúra brandara og ég sem er öllu jafna ekkert mjög viðkvæm fyrir svoleiðis tali tók vel í grínið. Dónatalið ágerðist þó og það var orðið þannig að ég gat ekki sagt neitt nema að hann snéri því upp í eitthvað dónalegt sama hversu fáránlegt það var t.d. Ég: “Viltu rétta mér bollana?” Hann: “Hvað langar þig að gera við þessa grjótharða og stinna kaffibolla?” Í turnaround-inu var bongó blíða og öll áhöfnin settist út á stiga að sóla sig. Hann hélt áfram með dónatalið sem beindist allt að mér. Yfirfreyjan sagði á endanum að hann skildi nú hætta með þetta tal, þetta væri komið yfir strikið. Hann svaraði einhverju á það leið að það þyrfti að kenna nýliðunum hvernig þessi flugbransi virkaði. Það væri ekki hægt að vera með einhverjar teprur í vinnu og hann væri að herða mig. Enginn úr áhöfninni sagði neitt við þessu svari hans. Við förum svo að gera klárt fyrir heimflugið og ég er aftur í eldhúsi þegar hann kemur út af klósettinu aftur í og kominn úr vinnuskyrtunni, á hlýrabol. Hann sagðist vera að drepast úr hita því ég væri svo heit og spurði mig ítrekað hvort mér þætti hann ekki sexy bara á hlýrabolnum. Ég reyndi að eyða öllu þessu tali og var fegin þegar hann drullaðist aftur í skyrtuna áður en farþegarnir mættu um borð. Svo hélt dónatalið áfram endalaust og meðal annars spurði hann mig hvort að kærastinn minn væri að ná að fullnægja mér og hvort ég hefði hugsað mér að nýta nýja starfið til þess að halda framhjá. Hann notaði hvert tækifæri til þess að standa mjög nálægt mér og koma við mig. Hann ákvað á einum tímapunkti að fá pennann minn lánaðan sem ég var með fastan í hálsmálinu án þess að spurja. Hann strauk bara allt í einu upp eftir bringunni á mér og hálsinn á mér áður en hann náði pennanum af mér og sagði svo þegar ég spurði hvað hann væri eiginlega að gera:”Hvað má eg ekki fá pennann þinn lánaðan í smá stund, ekki vera svona viðkvæm!” Svona gekk þetta endalaust áfram á heimleiðinni og ég reyndi að vera sem minnst nálægt honum. Ég var búin að biðja hann amk 3 sinnum að hætta þessu tali en hann lét sem hann heyrði það ekki. Þegar við settumst niður fyrir lendingu, bað ég hann mjög ákveðið um að hætta þessu tali, þetta væri orðið alltof mikið og mér liði illa með þetta. Hann hló og sagði að það væri sexy að ég væri svona reið yfir þessu og hann sagðist þakka fyrir að vera beltaður niður því annars myndi hann örugglega fara bara á mig núna. Svo sagðist hann var rosa fúll yfir því að við hefðum ekki fengið neitt stopp saman í mánuðinum því hann ætlaði sko pottþétt að banka hjá mér og sýna mér hvernig hægt væri að halda framhjá í þessari vinnu án þess að neinn kæmist að því. Já þessi maður er giftur! Flugið kláraðist loksins og hvað gerði ég? Ekkert! Ég ætlaði nú ekki að vera viðkvæmi nýliðinn sem færi að klaga samstarfsfélaga sinn eftir 5 flug. Nokkrum árum síðar er það ennþá mitt fyrsta verk þegar ég fæ skrána að athuga hvort ég hafi nokkuð fengið flug með þessum manni. Sjúkt! 26 Ég er að aðstoða frammí og fer inn í flugstjórnarklefa í byrðingu og býð flugmönnunum upp á vatn og kaffi. Flugstjórinn svarar "já, en bara ef þú sleikir stútinn á vatnsflöskunni vel fyrst". Þetta voru mín allra fyrstu samskipti við þennan mann. Seinna á fluginu, þegar ég fer inn til að fylla út gen deckið, segir hann mér að hann sé með lausa tölu á buxunum sínum og snýr sér til að sýna mér á sér klofið. Spyr hvort ég gæti ekki lagað þetta fyrir hann. 27 Erum að ganga frá borði í lok dags þar sem ég hafði unnið sem 4R. Flugstjóri vísar okkur öllum á undan sér út og ég segi eitthvað á þá leið hvað hann sé kurteis að hleypa okkur fyrst frá borði. Þá svarar hann „Ég er bara að þessu svo ég geti horft á rassana á ykkur öllum.“ 28 Þetta er á venjulegu Evrópuflugi og ég er að aðstoða frammí. Ég fer inn til strákanna eftir flugtak, sest og spyr hvort þeir vilji borða og drekka. Flugstjórinn snýr sér að mér og mælir mig út. „Áttu börn? Spyr hann. Ég svara neitandi. „En áttu mann?“ Ég svara játandi. Hann tekur síðan í upphandlegginn á mér og kreistir. „Þú hlýtur að vera að æfa eitthvað svona stælt og sterk!“ Þarna er mér farið að finnast þetta frekar óþægilegt og lít yfir til kóarans sem segir ekkert. Ég tuldra eitthvað um að jú, ég sé nú eitthvað að æfa. „Já, þá veit ég alveg af hverju þú átt engin börn!“ Ég horfi bara á manninn og segi „ha?“ Hann svarar: „Kallinn þinn þorir pottþétt aldrei upp á þig því þú ert svo sterk, hann er örugglega bara hræddur við þig.“ Hann hlær að eigin fyndni og bætir við „Þarf kallinn þinn ekki bara að gefa þér roophies nokkrum sinnum í viku til að komast upp á þig án þess að þú lemjir hann?“ Svo hlær hann meira. Ég horfði orðlaus á hann og náði loksins að koma út úr mér að mér fyndist hann hafa farið langt yfir strikið núna og ég ætlaði að fara. Enn sagði kóarinn ekkert. Ég fór fram og sagði yfirflugfreyjunni frá þessu. Hann var sammála mér að þetta væri óviðeigandi og bætti við að honum fyndist þessi flugstjóri frekar „pathetic.“ Í turnaroundinu kemur flugstjórinn fram og fer að spjalla við áhöfnina. Ég hafði ekki áhuga á að tala við hann svo ég stóð upp og fór að dunda við að brjóta saman teppi. Þá heyri ég að flugstórinn hlær við og segir við hina í áhöfninni „Sjáiði þessa, hún er móðguð út í mig, hahaha!“ Ég sagði þá við hann að mér fyndist hann hafa verið virkilega dónalegur og farið langt yfir strikið með því sem hann sagði. Hann svaraði engu, hló bara meira og hélt áfram að spjalla. Enginn í áhöfninni sagði neitt þrátt fyrir að ég hefði sagt þeim hvað hafði gerst. Mér leið ömurlega allt flugið og fæ alltaf smá hroll þegar ég sé þennan mann. Ég vil bæta við að þó nokkru seinna þegar ég flaug aftur með kóaaranum af þessu flugi þá talaði hann við mig og bað mig afsökunar á að hafa ekki skorist í leikinn og sagt eitthvað við flugstjórann. MeToo Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Tæplega sexhundruð flugfreyjur skrifa undir yfirlýsingu þar sem þær segja að kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun eigi sér stað í flugstéttinni rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Þær segja að þó að margir jafnréttissigrar hafi unnist með mikilli þrautsegju og vinnu starfssystra þeirra séu miklar leyfar af kynjamisrétti, stéttaskiptingu og hlutgervingu flugfreyja enn til staðar. Óprúttnir aðilar notfæri sér það til að lítillækka, misnota og áreita konur innan stéttarinnar. Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við stöndum saman og höfum hátt. Þolendur fella karla ekki undir grun með nafnlausum frásögnum. Gerendur fella aðra karla undir grun með hegðun sinni. Þar liggur ábyrgðin.“ Frásagnir kvenna í flugstétt: LENDING #metoo 1 Það var fyrsta sumarið mitt. Við fórum öll út að borða og alveg ágætt stemmning bara.Ég var ekki að drekka en umræddur flugstjóri og flugmaður voru orðnir vel drukknir. Ekkert daður var í gangi eða ekki sem ég tók eftir eða gaf í skyn. Við fórum upp á hótel eftir matinn, við stelpurnar fórum allar upp á herbergi en þeir urðu eftir á barnum niðri. Þegar ég er komin upp á herbergi og að græja mig í háttinn, þá hringir síminn. Ég hugsa með mér, þetta sé stelpan sem ég ætla með í mollið á morgunn til að mæla okkur mót en...það kom :"sælar... Hjarta mitt tók aukaslag en ég var sem betur fer sterk og svaraði honum að ég væri að fara sofa.. hann sagði ertu viss....ég sagði ja eg væri viss og hann endurtok sig, "ertu alveg viss um að þú viljir fara sofa" Ég sagði já og þá þakkaði hann fyrir kvöldið..ég kvaddi. Síminn hringdi tvisvar út aftur og eg svaraði ekki. Hann sendi mér svo skilaboð á Facebook strax eftir símtölin sem eg svaraði ekki og spurði hvort ég væri að fara sofa og þakkaði aftur fyrir kvöldið! Sem var bara út að borða með öllum í crewinu, svo engin ástæða til að þakka mér eitthvað sérstaklega fyrir. Facebook profile myndin var af honum og konunni hans! Daginn eftir var eins og ekkert hefði ískorist og á leiðinni heim hringdi hann aftur í og bað "íþróttastelpuna" að koma í heimsókn!! Ég fór ekki. Hann sá greinilega ekkert að þessu og ég hef heyrt margar sögur um hann síðastliðin ár! 2 Ég stóð inn á miðjum Saga class, snéri í raun baki í gangveginn þega honum fannst við hæfi að koma aftan að mér í annars góðu rými troða höndunum undir hendurnar á mér og klípa mig í bæði brjóstin, mér varð svo illa við að ég snéri mér við og gaf honum á kjaftinn með flötum lófa..hröklaðist inn í eldhús og fyrsta freyjan mín opnaði inn í flugstj.klefa og hálf henti mér þar inn.. þeir sem þar sátu urðu hálf kjafstopp að taka við hágrátandi vinnufélaga sem gat ekki útskýrt afhverju... ég náði þó að jafna mig það mikið að ég gat klárað flugið...en þarna urðu engar afleiðingar..ekki fyrir þennan ógeðsmann og enginn alvöru vinnubrögð hjá áhöfn, önnur en þau að finna bara til með mér í þessari stöðu.. ég hét því við sjálfa mig að ég myndi aldrei standa svona aðgerðarlaus hjá ef vinnufélagi lenti í viðlíka ógeði.. 3 Þetta gerðist fyrir mörgum árum í nokkuð langri áhafnarhvíld í erlendri borg. Flugstjórinn var þekktur fyrir að fá sér vel neðan í því og var engin undantekning á því í þessu stoppi. Það fór síðan þannig í þessari ferð að mikill tími minn fór í að flýja undan ágangi þessa manns. Fyrsta kvöldið fór ég með honum, ásamt fleirum úr áhöfninni, út að borða og hann var stöðugt með óviðeigandi athugasemdir um útlit mitt og reynandi að snerta mig. Hann hékk svo á hótelherbergishurðinni minni, bankandi og kallandi og viðbrögð mín og samstarfskonu minnar voru þau að reyna að láta sem minnst fyrir okkur fara svo hann héldi að við værum úti. Á þessum tíma var ég nýbyrjuð að vinna sem flugfreyja og óörugg með hvernig ég ætti að höndla þetta. Velti því fyrir mér að hringja upp á skrifstofu og tala við yfirmenn mína um þetta en ákvað svo bara að aðhafast ekkert. Vildi ekki „gera neitt vesen“ úr þessu. Á leiðinni heim talaði viðkomandi ekkert um hegðun sína og baðst aldrei afsökunar. Þessi karl er hættur að fljúga og í dag eigum við ekki að hika við að „gera vesen“ úr því þegar við verðum fyrir kynbundinni áreitni. 4 Ég var að aðstoða frammí og á leið til USA. Var búin að fljúga áður með captaininum og reyndar heyra sögur af honum áður. Fannst hann gefa mér óþægilegt “vibe” og meðvitað forðaðist ég það að gefa mig nokkuð að honum. Það rifjaðist raunar upp fyrir mér þegar ég hugsa tilbaka að í stoppinu þegar við fengum okkur að borða skyldi ég hálfa máltíðina og drykk eftir þegar hinar stelpurnar sögðust ætla upp á herbergi. Vildi alls ekki verða eftir með captaininum og coaranum. Svo tók heimleiðin við. Þetta var á þeim tíma þegar “klósettvaktin” var enn í gangi og ekki mátti skilja þá eina eftir. Ég er kölluð fram í og þegar ég sest í sætið fyrir aftan coarann stendur captaininn upp og stendur fyrir aftan mig. Ég gerði ráð fyrir að hann væri að teygja úr sér og ætlaði svo út. Þá finn ég að hann leggur hendurnar á axlirnar á mér og byrjar að NUDDA mig! Ég gjörsamlega fraus og hugsaði: Ég trúi ekki að þetta sé að gerast! Svo fann ég hendurnar á honum strjúkast niður bakið á mér og þá var loks eins og ég fengi kraft og ég skipaði honum að hætta, ég vildi þetta ekki. Og þá sagði hann; hvaaaa.. látt ekki svona! Þá stendur Coarinn upp, hafandi verið vitni að þessu öllu, og fer á klósettið!!! Og skilur mig eftir!! Ég hef sjaldan fundið til eins mikils vanmáttar, hræðslu og reiði. Þegar coarinn er kominn fram snýr captainninn sér að mér og grípur í fótinn á mér og segir; Jæja fyrst þú vilt ekki baknudd þá gef ég þér fótanudd! Ég sagði nei og við tóku þvinguðustu og óþægilegustu mínútur lífs míns. Hvað hafði ég gert til að fá hann til að halda að hann mætti stíga svona inn á mitt svæði? Ekkert! Ég skammaðist mín samt og tilkynnti þetta ekki. Þetta er giftur maður. Ég vildi ekki valda usla. Hugsið ykkur!? Ég er reið út í þennan captain og líka reið út í coarann fyrir að hafa ekki staðið með mér. Og líka út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki staðið betur með mér. 5 Ég ætlaði að taka vinkonu mína með mér í stopp í sumar og var búin að senda póst á flugstjórann tvisvar sinnum án þess að fá svar svo ég ákvað að senda honum sms í staðinn þar sem ég spyr hvort vinkona mín fengi að fljóta með ef vélin myndi fyllast og svaraði hann um hæl: Ekkert mál ef hún sefur hjá mér Áður en ég sendi smsið hafði vinkona mín sem hafði flogið með honum áður sagt mér frá frekar óviðeigandi hegðun þessa flugstjóra þannig að ég túlkaði smsið ekki sem djók, heldur væri hann að sjá hvar mörkin lægju. Ég er alls ekki viðkvæm fyrir því þegar fólk er að grínast en þetta finnst mér mjög óviðeigandi. Maður sem er 30 árum eldri en ég og í yfirmannsstöðu nýtir sér stöðu sína og segir að ég megi taka vinkonu mína með ef hún sefur hjá honum, sjá hvort hún stökkvi ekki bara til. Ég svaraði honum bara að ég myndi bóka miðann en þorði ekki að segja honum hvað mér þætti þetta óviðeigandi þar sem ég vildi ekki skemma möguleikann á því að taka vinkonu mína með í þessa ferð. Svo þegar ég mæti í flugið og við erum að funda þá kynnir hann sig fyrir öllum og spyr aðra freyju hvort það hafi verið hún sem ætlaði að taka vinkonu sína með og ég segi að það sé ég og hann segir bara ókei og lætur eins og ekkert sé. Þegar við erum mætt á hótelið þá fær hann að skipta um herbergi og kemur svo að áhöfninni og segir ‘ég er núna í þessu herbergi ef einhver vill banka’, sem vinkona mín tók auðvitað til sín. Alla ferðina minntist hann ekkert á þetta sms og þegar ég neyddist til þess að kíkja inn í cockpit á leiðinni heim hélt ég að hann myndi kannski biðjast afsökunar á þessu smsi en hann leit varla á mig. 6 Ég er að stíga upp í crew bíl í USA. Flugstjórinn stendur á götunni og horfir á eftir mér inn. Þegar hann svo kemur inn í bílinn, segir hann hátt: Ég sé ekki betur en þú sért nærbuxnalaus ? Notarðu ekki nærbuxur ? 7 Við erum í groundstoppi. Það er mikil umræða búin að vera um hina svokölluðu súlustaði. Þ.e. hvort það eigi að banna þá. Flugstjórinn situr og rífst og skammast yfir þessum kellingum sem vilja banna allt og hvað sé að því þótt það séu einhverjar stelpur að vinna sér inn smá pening með því að dansa allsberar. Hann er mjög frekjulegur á meðan hann þusar þetta yfir hópinn. Síðan spyr hann okkur hvort við séum ekki sammála en allar þegja þunnu hljóði. Ég ákveð að segja að mér finnist strippklúbbar frekar ógeðslegir og mér þættir bara gott að þeir yrðu bannaðir. Ég myndi allavega ekki sakna þeirra. Þá horfir hann á mig með fyrirlitningu og segir: ekki datt mér í hug að þú værir SVONA kvenmaður ! 8 Þegar ég var nýbyrjuð að fljúga, hringdi flugstjórinn í aftara eldhús og biður um að ég komi í heimsókn í cockpit. Ég hafði ekki fengið gott "vibe" frá honum í byrjun flugs og langaði þessvegna ekkert sérstaklega til að heimsækja hann. Þegar ég kom, byrja hann strax að yfirheyra mig. Hann byrjaði á því að athuga hvort ég ætti mann. Ég sagði nei, að ég væri skilin. Þá þarf ég að svara, af hverju ég sé skilin því það sé ótrúlegt að svona glæsielg kona sé einhleyp ! Hvort ég hafi skilað "kallinum" eða hann mér. Hvort ég sé svona erfið. Hvort ég sé búin að vera ein lengi ? Hvort ég sé lesbísk. Hvað ég geri þá í sambandi við kynlíf ? Allir þurfi nú að fá það annað slagið. Hvort ég mæti stundum með titrara í stopp ? Ég reyndi bara að snúa útúr og hlæja, en mér leið virkilega illa eftir þessa yfirheyrslu. Þetta er ekki í eina skiptið sem maður hefur lent í óþægilegri yfirheyrslu frammí, þótt þessi hafi verið verst. Það er alveg magnað hvað þeim sumum finnst þeir þurfa að vita allt um einkalíf manns. 9 Þetta var fyrsta sumarið mitt og fyrsta tveggja nátta stoppið mitt. Öll áhöfnin fór saman út að borða og fengum okkur smá í glas. Við dönsuðum og sungum og skemmtum okkur vel. Þegar haldið var heim á hótelið þá hélt ég að flugliðinn sem fór með mér í lyftuna væri að fara inn á sitt herbergi og ég pældi ekki í því að hann væri að elta mig. Þegar ég er að draga fyrir gardínurnar á herberginu mínu hefur hann elt mig inn á herbergi, tekur um mittið á mér og snýr mér við. Reynir að kyssa mig og tekur þétt utanum mig. Ég öskra á hann og verð mjög reið, næ að henda honum út með afli og skelli á eftir mér. Ég hef aldrei verið jafn hrædd þar sem þetta var manneskja sem ég hélt ég ætti að treysta. Í fluginu út hafði hann verið að sýna mér myndir af konunni sinni og börnum. Eftir stutta stund þegar ég var búin að átta mig á því hvað gerðist hringdi síminn minn. Það var þá önnur freyja sem var með í stoppinu og hún spurði hvort það væri í lagi með mig. Þá hafði vinur þessa flugliða sem elti mig inn á herbergi elt hina stelpuna inná hennar herbergi en ekki komist inn á herbergið. Við hittumst daginn eftir og ræddum þetta saman. Flugliðinn lét eins og ekkert væri og þetta var ekki rætt meir á fluginu heim. Ég hef rekist á hann síðan og þá fer hjartað á fullt og ég fæ vanmáttartilfinningu. Það var ekkert gefið undir fótinn og vorum við báðar freyjurnar á fyrsta sumrinu okkar, við ræddum atburðarrásina fram og aftur og gátum ekki fundið neina skýringu á þessu athæfi þeirra. Finnst líka mjög leiðinlegt að hugsa til þess að báðir þessir menn sem eru tengdir inn í flugheiminn séu giftir og eigi nokkur börn, finnst mjög erfitt að vita til þess að þeir skuli haga sér svona erlendis og finnist þetta bara allt í lagi. Ég hef áður lent í áreiti á vinnustað oftar en einu sinni og ef ég hefði ekki verið búin að byggja mig upp eftir það veit ég ekki hvernig þetta hafði orðið, kannski hefði ég bara frosið eins og ég gerði í fyrsta skipti sem ég lenti í mjög alvarlegu áreiti á vinnustað þar sem ég þurfti að fara í gegnum langt og erfitt ferli. Við þurfum að standa saman og ekki að leyfa þessu að líðast á vinnustaðnum okkar. Okkur á að líða vel í vinnunni. En eftir þetta atvik er ég á varðbergi alltaf. 10 Fyrsta sumarið mitt í fluginu gerðist það að flugstjórinn hringir í yfirfreyju og óskar eftir nýliðanum frammí til sín. Ég fæ þau skilaboð að flugmennirnir vilji tala við mig og fer frammí. Ég geng inn, loka og segi hæ. Þess má geta að ég hafði ekki átt nein samskipti við þá áður og þekkti þá ekkert. Ég var á þessum tíma 24 ára og flugstjórinn ca 30 árum eldri. Þegar ég kem þangað inn þá stendur flugstjórinn fyrir aftan sæti flugmannsinns og án þess að hika eða segja eitt einasta orð þá gengur hann alveg uppað mér, tekur utan um mig, beygir sig yfir mig og sleikir á mér eyrað. Á meðan á þessu stóð sat flugmaðurinn og horfði glottandi á í sætinu sínu. Svo hlógu þeir bara. Ég get ekki munað hver flugmaðurinn var en man bara hvað ég varð hissa og hversu misboðið mér var. Þó ég sé ekki tepra og svari nær undantekningarlaust fyrir mig ef mér finnst að mér vegið þá fraus ég bara og sagði ekki orð og talaði ekki um þetta við neinn í mörg ár. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan þetta gerðist og ég velti stundum fyrir mér hvað ætli myndi gerast ef ef þetta gerðist á flugi í dag. 11 Í umræddu flugi lendi ég í því að bæði flugstjóri og flugmaður reyna við mig, báðir giftir og með börn. Áreitið byrjar nánast um leið og ég kem um borð. Ég undirbý klassann fyrir ferð vestur. Mér þótti heldur óvenjulegt að flugstjórinn stæði inn í eldhúsi á meðan byrðingu stóð. Hann stóð við dyr í fremra eldhúsi og því sást ekki til hans frá cabínunni, allt með ráðum gert að ég held. Hann horfði á mig, upp og niður. Á meðan velti ég fyrir mér hvort þetta væri í raun að gerast. Ég segi fyrstu freyjunni frá þessari tilfinningu minni. Hún tók því vel og bað mig um að láta sig vita ef eitthvað meira ætti sér stað. Ég fer inn í cabínu, kem aftur og þá segir hann “Ertu að stunda lyftingar”.. ég svara játandi og fæ þá svar “Þú ert ótrúlega stælt, sérstaklega afturendinn á þér”. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði ekki að sýna óöryggi heldur myndi ég svara honum eins og mér væri sama um þessi komment hans… svo ég svaraði stuttu og laggóðu svari “Já okay” og veiti þessu þar með enga athygli. Ég fer og kem aftur.. og þá segir hann “Ertu til í að gera þessa hreyfingu aftur, sem þú varst að gera”… Ég spyr hvað hann hafi átt við og þá vísar hann til þess þegar ég beygði mig niður og aðstoðaði eldri konu með handfarangur sinn. Aftur læt ég fyrstu freyjuna vita og hún býður mér að skipta við aðra freyju, en ég ákvað að halda minni stöðu. Ég er jaxl þegar á reynir og ég ætlaði ekki að láta þennan mann tala svona við mig. Þessi umræddur flugstjóri hefur sýnt þessi tilþrif áður og oftar en einu sinni var mér tjáð. Á meðan fluginu stóð komu ýmsar aðrar spurningar en það sem gerði útslagið var að hann tilkynnti mér að hann ætlaði ekki að kalla mig nafni mínu, heldur kaus hann að kalla mig “beib”. Þetta var sagt við mig inn í flugstjórnarklefa í viðurvist flugmannsins. Þá erum við lent úti. Ég finn að flugmaðurinn er alltaf nálægt mér í gegnum allt ferlið, frá því við förum út úr vélinni og þar til við erum komin út í crew bíl. Hann langar endilega að aðstoða mig með töskuna mína. Ég var komin með nóg og treð mér því á aftasta bekk í bílnum í góðri von um að vera laus við hann. Nei, hann kemur og sest við hliðina á mér sem er heldur óvenjulegt þar sem þeir sitja yfirleitt á fremsta bekk. Af stað við förum, og þá byrjar hann að spyrja mig að því hvort ég eigi mann og fl. en hann passaði sig á því að lækka róminn svo enginn heyrði þessar óviðeigandi spurningar, enda giftur maður. Hann endar samtalið á að spyrja mig hvort ég hefði áhuga á því að koma með sér út í einn bjór en ég sagðist vera upptekin í stað þess að segja það sem mig langaði að segja, að ég hefði ekki áhuga. Hefði þetta gerst utan vinnu veit ég að ég hefði svarað fyrir mig og lagt mörk. Það hefur margsinnis sannað sig. Aftur á móti er raunin önnur þegar ég kem í vinnuna. Ég hef ekki þessa sterku rödd gagnvart flugáhöfn sem ég hef dagsdaglega. Umhverfið er öðruvísi, því miður og því þarf að breyta. Umrætt dæmi sýnir bæði kynferðislega áreitni sem og þá stéttaskiptingu sem viðgengst hjá áhafnarmeðlimum. Ég tel stéttarskiptinguna sýnilega þar sem ég þori ekki að svara fyrir mig vegna hræðslu við yfirvaldið. Ég talaði við yfirmann en málið fór ekki lengra vegna þess að ég kaus að ljúka því. Ég lauk því þar sem samstarfsmaður benti mér góðfúslega á það myndi breyta litlu sem engu fyrir mig að fara með þetta lengra. 13 Ég er að ganga frá eftir þjónustu á saga var sccm, flugstjórinn kemur inn í eldhús og ég var búin að beygja mig niður til að setja bakka inn í trolley þá sest hann klofvega yfir mig og byrjar að nudda sér upp við mig og segist ekki ráða við sig, sem sagt var að humpast á mér, mér brá svo að ég bara byrja að hlæja og þetta varð verulega vandræðalegt hann fer svo af baki og sagði “fyrirgefðu ég réði bara ekki við mig” og svo var þetta ekki rætt frekar. 14 Ég var að vinna í fremri hluta vélarinnar með yfirfreyjunni. „Turnaroundið“ hafði dregist mjög lengi vegna bilunar og farþegarnir orðnir mjög pirraðir yfir að komast ekki heim til sín. Margir Íslendingar voru á leiðinni heim og orðnir mjög óþreyjufullir. Einhverjir farþegar höfðu varið tímanum, sem seinkunin tók, í að þjóra á barnum og voru orðnir óeðlilega hressir miðað við hvað flestir leyfa sér þegar fyrir liggur að ferðast í „litlu röri“. Þegar flugstjórinn hafði sagt að búið væri að gera við bilunina og við gætum farið komu farþegar um borð. Flestir fegnir, aðrir mjög pirraðir og létu okkur flugfreyjur „heyra það“ - eins og gerist oftar en ekki ef hlutir ganga ekki sinn vanagang. Aðrir voru drukknir og var nokkuð sama um seinkun. Þar á meðal einn „gullari“ sem var færður upp á Saga Class og þar með inn á vinnurýmið sem tilheyrði mér (þótt við vinnum auðvitað í öllu rýminu). Maðurinn, sem er giftur fjölskyldumaður, tjáði sig mjög opinskátt um hversu ánægður hann væri að ég væri þarna, kallaði: „Hey, sæta! Komdu hérna!“ Ég reyndi að láta þetta ekki slá mig út af laginu og vissi að allra augu sem voru á Saga Class beindust að mér og hvernig ég myndi bregðast við. Í hvert sinn sem ég gekk framhjá honum horfði hann greddulegum löngunaraugum á mig og í einhver skipti sló hann í rassinn á mér. Þegar ég var í þjónustu „fyrir aftan tjald“ og ég sneri baki í hann og var í miðri afgreiðslu, birtist hann allt í einu og stóð svo þétt upp við mig að mér leið hrikalega. Hvíslaði að mér hvort ég væri ekki að koma frammí. Ég lét eins og ég sæi hann ekki. Um það bil 20 mínútum fyrir lendingu, þegar við erum að undirbúa farþega og okkur fyrir að lenda, þarf ég að ganga frá dóti upp í farangurshólf sem er því miður staðsett fyrir ofan hans sæti. Hann stendur upp úr sætinu, lætur eins og hann ætli að segja mér eitthvað (ég kurteisin uppmáluð!) og reynir að kyssa mig! Segir í hálfum hljóðum: „Djöfull langar mig að ríða þér.“ Ég beygi mig, vík mér undan honum og dríf mig í burtu. Get ekki beðið eftir að komast úr þessu litla rými og frá þessum ógeðslega manni. Ég sagði ekkert við yfirmenn mína og enginn af farþegum skipti sér af. Flestir létu reyndar eins og þeir sæju ekki hvað væri í gangi. Ég hef oft séð þennan mann síðan og fæ ónotatilfinningu í hvert sinn. 15 Flugmaðurinn spyr hvort ég eigi börn, ég svaraði neitandi. Þá spyr hann hvort ég eigi kærsta og ég svaraði játandi. Þá segir flugmaðurinn ,,er kærasti þinn með ónýtt typpi” Ég var niðurbrotinn og sár eftir ummæli hans. Ég og maðurinn minn vorum búin að reyna eignast barn í nokkur ár en ekki tekist það. Núna eigum við þrjú dásamleg börn, en ég gleymi aldrei þessum flugmanni og dónaskapnum og niðurlægingunni sem hann beitti mér í vinnunni. 16 Því miður hef ég úr mörgum sögum að velja til að segja frá þrátt fyrir stuttan starfsaldur. Mín fyrstu kynni af kynferðislegri áreitni sem flugfreyja var í fyrrasumar, eftir mitt fyrsta flug sem flugfreyja, en um var að ræða Evrópuflug fram og til baka. Ég hafði farið í heimsókn til flugmannanna í flugstórnarklefann á meðan fluginu stóð og fannst mér þeir báðir hressir og skemmtilegir. Á leiðinni heim í rútunni settist ég á aftasta bekkinn og mér til undrunar sest flugstjórinn þar hjá mér. Mér brá örlítið þar sem ég hafði heyrt af þeirri hefð að flugmennirnir sætu vanalega fremst í rútunni en hugsaði síðan ekki meira um það. Þegar hann settist hjá mér voru mörg sæti laus enn i rútunni en fljótlega flykktust aðrar áhafnir úr öðrum Evrópuflugum inn í rútuna þar til öll sætin voru upptekin. Flugstjórinn talaði mikið við mig og spurði mig helst til óþægilegra spurninga, sem ég reyndi að leiða hjá mér og svaraði stuttlega þangað til ég tek eftir að hann setur höndina ofarlega á lærið mitt. Ég ýti höndinni frá og segi honum að þetta sé ekki í boði. Hann setur hana hins vegar aftur á lærið, klípur í það og heldur fast um mig. Ég bið hann hátt og skýrt um að hætta þessu og renni augunum yfir sæti framar í rútunni svo ég gæti skipt um sæti en þau voru öll upptekin. Nokkrar flugfreyjur sjá þetta en virðast ekki kippa sér upp við athæfið, mér til mikillar örvæntingar. Ég tek fram að þetta var mitt fyrsta flug og ég var nýliði sem vildi vera með allt sitt á hreinu og gera allt rétt. Ég hafði ekki hugmynd um hvort þetta væri venjuleg hegðun sem tíðkaðist hjá fyrirtækinu, þar sem enginn virtist kippa sér sérstaklega upp við þetta. Í dag hefði ég gjörsamlega brjálast, en í ljósi aðstæðna þá lét ég þar við sitja að biðja hann um að hætta aftur og aftur og svaraði spurningunum hans, en hann hélt áfram að spjalla um daginn og veginn með óviðeigandi spurningum inn á milli. Þegar rútan stoppaði í Hafnarfirði fór stór hluti áhafnameðlimanna úr rútunni, nokkrar flugfreyjurnar köstuðu kveðju á umræddan flugmann, horfðu ásakandi á mig meðan þær sögðu við hann ,,bið að heilsa frúnni”. Mig langar að ítreka að þær sem segja sögurnar og rjúfa þögnina eru ekki að fella alla karlmenn stéttarinnar undir grun heldur liggur sú ábyrgð hjá gerendunum, það er fráleitt að halda öðru fram. Hvað varðar ábendingar um að þetta gefi slúðrurum landsins eitthvað til að tala um, hvernig stoppin séu nú hjá flugfreyjunum og ýta undir staðalímyndir sem stimplaðar hafa verið á flugáhafnir þá er það svo hlægilega lítilvægt ,,vandamál” miðað við þetta risavaxna samfélagslega mein sem kynferðisbrot eru að það er vanvirðing við þá fjölmörgu þolendur að ætla láta það draga úr sögunum sem sagðar eru. 17 Ég var í stoppi þar sem fleiri en ein áhöfn var saman komin. Það æxlaðist svo að samtíningur úr áhöfnum fór saman út að borða. Hópurinn náði vel saman og ákveðið var að kíkja á annan stað eftir matinn og halda áfram að spjalla og njóta samverunnar. Eftir einhvern tíma ákveður hluti af hópnum að fara uppá hótel. Ég var ekkert þreytt og hugsaði með mér að ég færi uppá hótel með næsta holli. Það vill þannig til að ég endaði ein með strákunum. Allt í lagi með það, frábærir vinnufélagar og ég sá ekkert að því að vera lengur með þeim. Svo er mér tilkynnt að þeir ætli að fara á annan stað og mér boðið með. Við röltum af stað. Enginn þeirra vildi segja mér hvert við værum að fara, það kæmi í ljós. Þegar inn er komið átta ég mig á því að ég hefði jafnvel átt að fara bara uppá hótel þar sem við vorum komin á strippstað. Ég tjái mig um að mér finnist þetta alls ekki í lagi. Langaði helst bara að koma mér út en hvað gat ég gert? Ein um kvöld og alls ekki viss um það hvernig ég ætti að rata til baka á hótelið. Ég ákvað því að láta mig hafa það að vera með þeim og einn strákanna tekur mig svolítið uppá arminn. Við sitjum tvö við borð að spjalla. Allt í einu er strippari mætt og farin að dansa upp við mig. Ég varð mjög hissa og lít í kringum mig. Sé ég þá hvernig restin af strákunum eru búnir að koma sér fyrir gagngert til þess að horfa á strippara dansa upp við mig. Ég mun aldrei gleyma hversu hræðilega mér leið! Þarna voru þeir búnir að plotta að nota mig til þess að veita sér kynferðislega spennu. Ég hefði klárlega átt að standa upp og labba út. En hvað gerði ég? Reyndi einhvernvegin að dreifa huganum á meðan þetta gekk yfir. Ég fæ óbragð í munninn þegar ég sé einhvern þeirra. Mér finnst ég hafa verið notuð á ógeðslegan hátt. Ætli þeir geri sér grein fyrir því hversu mikilli vanlíðan þeir hafa valdið mér? Ætli þeir átti sig á því að nærvera þeirra vekji hjá mér viðbjóð? 18 Maður hefur upplifað bæði kynferðislega áreitni og mikinn sexisma af ýmsum toga í þessari vinnu, hvort sem það er af samstarfsaðilum eða farþegum. Þrátt fyrir að hafa upplifað margt þá er eitt atvik sem situr sérstaklega í mér sem átti sér stað á árinu. Flugstjóri nokkur sem ég hafði aðeins einu sinni áður flogið með en taldi vera ágætan, var farþegi hjá okkur á heimleið. Hann kíkir inn til strákanna í fluginu og er þar þegar ég er send þangað inn í einhverja erindagjörð. Eins og við könnumst allar við þá reynir maður að sjálfsögðu að loka hurðinni eins snögglega og maður getur á eftir sér og þegar maður er með fullar hendur þá er oft lítið annað í stöðinni en að reyna einhvern vegin að skella hurðinni á eftir sér. Flugstjórinn, sem í þetta skipti var farþegi, hvæsir á mig:Afhverju!? Afhverju þurfið þið stelpurnar alltaf að skella hurðinni!? Ha!?". Þetta kom skiljanlega mjög flatt upp á mig og ég byrja að útskýra eitthvað sem ég taldi liggja í augum uppi þegar hann grípur fram í fyrir mér: "Ég meina, hvernig þætti þér að ég slái þig? Ha? Finnst þér kannski gott að vera slegin?!!Finnst þér það gott?!!" Og svona hélt hann áfram, í heila eilíf að mér fannst, við hlátursköll flugstjórans og coarans. Þarna var karlmaður, með augljósa valdastöðu yfir mér og sem undir öðrum kringumstæðum myndi teljast yfirmaður minn, að niðurlægja mig með condescending og ofbeldisfullum athugasemdum með kynferðislegum blæ. Og hvað geri ég? Ég geri það nákvæmlega sama og við höfum eflaust allar staðið sjálfar okkur að gera því ekki viljum við nú gera óþægilegar aðstæður óþægilegri; Ég hló. Ég hló og ég reyndi að slá þessu upp í grín því einhverra hluta vegna teljum við kvenfólk það vera á okkar ábyrgð að gera andrúmsloftið ekki óbærilegt fyrir aðra þrátt fyrir að það sé búið að nota öll brögð til þess að gera það óbærilegt fyrir okkur. En ekki lengur. Ekki aftur. Ég er hætt að hlífa mönnum óþægindin sem þeir sjálfir skapa. 19 Ég var að læra einkaflugmanninn og kennarinn minn var alltaf að "rekast í" rassinn á mér og jafnvel ýta undir hann þegar ég var að stíga upp í vélina. Svo þegar á leið þjálfun var hann farinn að taka af sér giftarhringinn fyrir flug og sagði mér frá því. Ég var nýorðin tvítug og reyndi að vera ekkert að gera mál úr þessu. Enda "grjóthörð pía". Ég hef svo heyrt sögur frá fleiri stelpum sem hann kenndi sem voru á sama veg og mínar, sumar verri. Síðar varð þessi maður samstarfsmaður minn þegar ég fór að fljúga í utanlandsflugi. Í fyrsta þjálfunarfluginu mínu að simulator-þjálfun lokinni sagði þjálfunarflugstjórinn meðal annars við mig; Ég veit þú fílar að vera flengd. Þú verður kannski ekki kærastan mín, en ég get samt verið pabbi þinn! Þetta var mjög erfitt start í flugbransanum og ýtti af stað atburðarrás sem varð til þess að ég starfa ekki við það lengur í dag. 20 Námskeið í kynferðislegri áreitni var sett af stað á námskeiðsdögum fyrir starfsmenna. Fyrsti hópurinn sem var sendur á námskeið voru flugmenn og flugstjórar. Ég var í flugi þar sem námskeiðið barst í tali. Ég man ekki samræður orðrétt en flugstjóri og flugmaður hneyksluðust mikið á þessu. Að það ætti að senda þá á dónakarlanámskeið. Hvort það mætti bara ekkert segja lengur. Ég sagði fátt, reyndi að benda á að eflaust þyrftu einhverir í flotanum á leiðsögn að halda um það hvar mörkin liggja og það væri alltaf gott að opna á umræðuna. En var þögguð niður “hvaða voðalega viðkvæmni þetta væri eignlega í fólki?, má bara ekkert grínast” voru viðbrögðin sem ég fékk. Ég var illa upplögð og ákvað að taka ekki slaginn. Restina af fluginu gerðu mennirnir í því að segja klúra brandara og bættu oft við “eða má ég kanski ekki segja þetta og hlógu”. Þarna fyrst áttaði ég mig á því hvað karlkyns samstarfsfélagar mínur eru blindir fyrir þeirri áreitni sem konur eru útsettar fyrir og umfangi þeirrar áreitni. Mennirnir sýndu ekki kynferðislega áreitni gagnvart mér en þeir gerðu lítið úr umræðuefninu og gáfu í skyn að hún ætti ekki rétt á sér. Ég tel að það stafi að þekkingarleysi á aðstæðum sem birtist síðan í skort á að setja sig í spor kvenna. Einmitt með þessum dæmisögum öllum getum við opnað augu þeirra. 21 Þetta var fyrsta sumarið mitt þar sem ég fékk hringingu frá flugstjóranum í einu stoppinu ca 3 tímum fyrir p.u. Hann segir þetta er nú frekar vandræðalegt en ég var að spila golf í morgun og brann svo á bakinu og næ ekki að bera aftersun á mig, má eg koma við hjá þér og byðja þig um að hjálpa mér. Ég svona líka hjálpleg segi já og hann bankar eftir nokkrar mínútur og þessi athöfn fer fram. Ég í pínu losti yfir beiðninni og hann pínu glottandi þegar hann kemur. Eg hespa þessu af hugsandi út í hvað er ég komin, get sem betur fer kvatt hann strax eftir að ég bar á hann og segi sjáumst niðri á eftir. Eftir á var ég bara í hverju lenti ég og fannst þetta mjög óviðeigandi þar sem það var greinlegt að hann vonaðist eftir einhverju meiru. 22 Í flugi til usa gekk allt sinn vanagang. Við vorum 6 í cabin crew þar af einn strákur. Virkaði ágætur, nýbakaður faðir sem ræddi ítrekað um fjölskylduhagi sína og nýfætt barn sitt. Við vorum á stærri vél með 2 göngum. Í hvert sinn sem ég mætti honum á ganginum þá gerði hann í því að þrýsta miðsvæðinu sínu að mér í stað þess að snúa sér frá eða “gera sig minni” auk þess sem hann gerði í því að nýta hvert tækfæri til að snerta mig eða strjúka á mér bakið. Þegar á leið á flugið var ég orðin frekar lasin og eins og gerist, mjög viðkvæm fyrir snertingu. Það stöðvaði hann þó ekki svo ég var farin að snúa við á ganginum þegar ég sá fyrir að við myndum mætast og gæta þess að snúa ekki bakinu í hann til þess að forðast óþarfa strokur og mittiskáf. Í lendingu sitjum við hlið við hlið en rétt áður en hjólin snerta jörðina grípur hann þéttingsfast í lærið á mér svo mér krossbrá. Ýtti ég hendinni hans rakleiðis í burtu. Þegar í rútuna var komið gætti ég þess að við myndum ekki sitja hlið við hlið en hann settist fyrir aftan mig. Hann suðaði alla leið uppá hótel og að herberginu mínu en við vorum á sömu hæð hvort ég væri ekki til í að fá mér drykk með honum en ég sagði honum að ég kærði mig ekki um það. Það var ekki fyrr en ég nánast skellti hurðinni á andlitið á honum sem ég fékk frið. Ég ræddi þetta ekki við neinn í áhöfninni þrátt fyrir að mér leið illa með þetta alla ferðina en þá fannst mér eitthvað alveg út út korti að maður sem er nýbakaður faðir og í sambandi myndi brjóta gegn nokkrum með þessum hætti. Í dag veit ég betur. 23 Ég stend við neyðarvæng og heyri tvo menn sem þar sitja ræða um hvað flugfreyjurnar í dag séu myndalegar. Mjög sexí, heppnir þeir. Ég læt sem ég heyrði þetta ekki enda var þessu ekki beint til mín, þó þeir væru að ræða þetta í minni návist (stóð í hinumegin í sætisganginum).Það var mitt hlutverk að kynna fyrir þeim öryggisreglur og þær skyldur sem fylgja því að setja á neyðarvæng svo ég færi mig til þeirra og er í miðri setningu þegar annar tekur síman á loft og fer að mynda mig, ég er svo undrandi að ég frís. Ég átta mig svo á aðstæðum og bið manninn vinsamlegast um að eyða myndinni, ég sé að útskýra fyrir þeim mikilvæg öryggisatriði sem þeir eigi að hlusta á og kæri mig ekki um neinar myndatökur. Hann lítur á vin sinn hissa og glottir en eyðir myndinni. Maður í næstu röð sem var að ferðast í sama hópi reynir að afsaka hann og hughreysta mig með þeirri afsökun að þeir sjái bara svo sjaldan svona fallegt kvenfólk. Mér fannst uppákoman svo smávægileg að ég minntist ekki á hana við aðra í áhöfninni. 24 Með matarvagninn inní miðri vél að afgreiða farþega þegar ég finn að hendi klípur í rassinn á mér. Ég frís og sný mér svo við en er of sein til að sjá hvaðan hendin kom. Held mínu striki afgreiði næsta kúnna. Þarna misnotaði farþegi aðstæður. 25 Ég var nýbyrjuð og þetta var fimmta flugið sem ég fór í. Ég var í aftara eldhúsi og freyjan með mér var karlmaður. Hann kom vel fyrir fyrst og var skemmtilegur og hress. Hann var búin að segja nokkra klúra brandara og ég sem er öllu jafna ekkert mjög viðkvæm fyrir svoleiðis tali tók vel í grínið. Dónatalið ágerðist þó og það var orðið þannig að ég gat ekki sagt neitt nema að hann snéri því upp í eitthvað dónalegt sama hversu fáránlegt það var t.d. Ég: “Viltu rétta mér bollana?” Hann: “Hvað langar þig að gera við þessa grjótharða og stinna kaffibolla?” Í turnaround-inu var bongó blíða og öll áhöfnin settist út á stiga að sóla sig. Hann hélt áfram með dónatalið sem beindist allt að mér. Yfirfreyjan sagði á endanum að hann skildi nú hætta með þetta tal, þetta væri komið yfir strikið. Hann svaraði einhverju á það leið að það þyrfti að kenna nýliðunum hvernig þessi flugbransi virkaði. Það væri ekki hægt að vera með einhverjar teprur í vinnu og hann væri að herða mig. Enginn úr áhöfninni sagði neitt við þessu svari hans. Við förum svo að gera klárt fyrir heimflugið og ég er aftur í eldhúsi þegar hann kemur út af klósettinu aftur í og kominn úr vinnuskyrtunni, á hlýrabol. Hann sagðist vera að drepast úr hita því ég væri svo heit og spurði mig ítrekað hvort mér þætti hann ekki sexy bara á hlýrabolnum. Ég reyndi að eyða öllu þessu tali og var fegin þegar hann drullaðist aftur í skyrtuna áður en farþegarnir mættu um borð. Svo hélt dónatalið áfram endalaust og meðal annars spurði hann mig hvort að kærastinn minn væri að ná að fullnægja mér og hvort ég hefði hugsað mér að nýta nýja starfið til þess að halda framhjá. Hann notaði hvert tækifæri til þess að standa mjög nálægt mér og koma við mig. Hann ákvað á einum tímapunkti að fá pennann minn lánaðan sem ég var með fastan í hálsmálinu án þess að spurja. Hann strauk bara allt í einu upp eftir bringunni á mér og hálsinn á mér áður en hann náði pennanum af mér og sagði svo þegar ég spurði hvað hann væri eiginlega að gera:”Hvað má eg ekki fá pennann þinn lánaðan í smá stund, ekki vera svona viðkvæm!” Svona gekk þetta endalaust áfram á heimleiðinni og ég reyndi að vera sem minnst nálægt honum. Ég var búin að biðja hann amk 3 sinnum að hætta þessu tali en hann lét sem hann heyrði það ekki. Þegar við settumst niður fyrir lendingu, bað ég hann mjög ákveðið um að hætta þessu tali, þetta væri orðið alltof mikið og mér liði illa með þetta. Hann hló og sagði að það væri sexy að ég væri svona reið yfir þessu og hann sagðist þakka fyrir að vera beltaður niður því annars myndi hann örugglega fara bara á mig núna. Svo sagðist hann var rosa fúll yfir því að við hefðum ekki fengið neitt stopp saman í mánuðinum því hann ætlaði sko pottþétt að banka hjá mér og sýna mér hvernig hægt væri að halda framhjá í þessari vinnu án þess að neinn kæmist að því. Já þessi maður er giftur! Flugið kláraðist loksins og hvað gerði ég? Ekkert! Ég ætlaði nú ekki að vera viðkvæmi nýliðinn sem færi að klaga samstarfsfélaga sinn eftir 5 flug. Nokkrum árum síðar er það ennþá mitt fyrsta verk þegar ég fæ skrána að athuga hvort ég hafi nokkuð fengið flug með þessum manni. Sjúkt! 26 Ég er að aðstoða frammí og fer inn í flugstjórnarklefa í byrðingu og býð flugmönnunum upp á vatn og kaffi. Flugstjórinn svarar "já, en bara ef þú sleikir stútinn á vatnsflöskunni vel fyrst". Þetta voru mín allra fyrstu samskipti við þennan mann. Seinna á fluginu, þegar ég fer inn til að fylla út gen deckið, segir hann mér að hann sé með lausa tölu á buxunum sínum og snýr sér til að sýna mér á sér klofið. Spyr hvort ég gæti ekki lagað þetta fyrir hann. 27 Erum að ganga frá borði í lok dags þar sem ég hafði unnið sem 4R. Flugstjóri vísar okkur öllum á undan sér út og ég segi eitthvað á þá leið hvað hann sé kurteis að hleypa okkur fyrst frá borði. Þá svarar hann „Ég er bara að þessu svo ég geti horft á rassana á ykkur öllum.“ 28 Þetta er á venjulegu Evrópuflugi og ég er að aðstoða frammí. Ég fer inn til strákanna eftir flugtak, sest og spyr hvort þeir vilji borða og drekka. Flugstjórinn snýr sér að mér og mælir mig út. „Áttu börn? Spyr hann. Ég svara neitandi. „En áttu mann?“ Ég svara játandi. Hann tekur síðan í upphandlegginn á mér og kreistir. „Þú hlýtur að vera að æfa eitthvað svona stælt og sterk!“ Þarna er mér farið að finnast þetta frekar óþægilegt og lít yfir til kóarans sem segir ekkert. Ég tuldra eitthvað um að jú, ég sé nú eitthvað að æfa. „Já, þá veit ég alveg af hverju þú átt engin börn!“ Ég horfi bara á manninn og segi „ha?“ Hann svarar: „Kallinn þinn þorir pottþétt aldrei upp á þig því þú ert svo sterk, hann er örugglega bara hræddur við þig.“ Hann hlær að eigin fyndni og bætir við „Þarf kallinn þinn ekki bara að gefa þér roophies nokkrum sinnum í viku til að komast upp á þig án þess að þú lemjir hann?“ Svo hlær hann meira. Ég horfði orðlaus á hann og náði loksins að koma út úr mér að mér fyndist hann hafa farið langt yfir strikið núna og ég ætlaði að fara. Enn sagði kóarinn ekkert. Ég fór fram og sagði yfirflugfreyjunni frá þessu. Hann var sammála mér að þetta væri óviðeigandi og bætti við að honum fyndist þessi flugstjóri frekar „pathetic.“ Í turnaroundinu kemur flugstjórinn fram og fer að spjalla við áhöfnina. Ég hafði ekki áhuga á að tala við hann svo ég stóð upp og fór að dunda við að brjóta saman teppi. Þá heyri ég að flugstórinn hlær við og segir við hina í áhöfninni „Sjáiði þessa, hún er móðguð út í mig, hahaha!“ Ég sagði þá við hann að mér fyndist hann hafa verið virkilega dónalegur og farið langt yfir strikið með því sem hann sagði. Hann svaraði engu, hló bara meira og hélt áfram að spjalla. Enginn í áhöfninni sagði neitt þrátt fyrir að ég hefði sagt þeim hvað hafði gerst. Mér leið ömurlega allt flugið og fæ alltaf smá hroll þegar ég sé þennan mann. Ég vil bæta við að þó nokkru seinna þegar ég flaug aftur með kóaaranum af þessu flugi þá talaði hann við mig og bað mig afsökunar á að hafa ekki skorist í leikinn og sagt eitthvað við flugstjórann.
MeToo Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent