Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. desember 2017 17:58 Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #ekkiþagnarskylda. Vísir/Ernir Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Nú hafa 354 konur í læknastétt skrifað undir yfirlýsingu þar sem þær kalla eftir breytingum. „Frásagnirnar bera því miður vitni um kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi, jafnvel þannig að áhrif hafi haft á starfsferil viðkomandi konu. Það er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingu. Þær segja að gerendur séu oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, en að einnig séu dæmi um áreitni frá yngri samstarfsmönnum og frá skjólstæðingum. Þá séu dæmi þess að aðrar starfsstéttir taki þátt í kynbundnu áreitni og mismunun. „Svo virðist sem yngri kvenlæknar verði mest fyrir barðinu á kynbundnu áreiti og ofbeldi, en áreitni og mismunun gagnvart sérfræðilæknum birtist oftar í þöggun og jaðarsetningu.“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #ekkiþagnarskylda og vísa í 22. grein siðareglna lækna. Þar segir:Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu „Langflestir samstarfsmanna okkar eru heiðursmenn sem virða þessar reglur í hvívetna.“ „Til þessa hefur kynbundið áreiti, mismunun og kynferðisofbeldi sjaldan verið tilkynnt, líklega vegna þess að sá sem fyrir áreitinu verður er oft í veikri stöðu gagnvart geranda. Þessu verður að breyta og er mikilvægt að verkferlar séu aðgengilegir og tekið sé á málum af festu. Við væntum þess að allir samstarfsmenn okkar og stjórnendur taki höndum saman til að uppræta þennan ósóma. Kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annars staðar í samfélaginu.“ Undir þessa yfirlýsingu skrifa 354 konur í læknastétt.Meðfylgjandi eru 10 valdar frásagnir íslenskra kvenna í læknastétt hérlendis og erlendis 1/10 Var tiltölulega nýbyrjuð í sérnámi þegar ég fór ásamt nokkrum kollegum á þing. Þar sem ég hafði skráð mig frekar seint lenti ég á öðru hóteli en restin af hópnum. Eftir kvöldverð og hóflega víndrykkju labba allir samferða heim á leið en fljótlega eru bara ég og hæstráðandi á deildinni eftir þar sem okkar hótel voru lengra frá. Áður en ég veit af er hann búinn að troða tungunni upp í mig og útlistar hvað hann langi til að sofa hjá mér. Náði einhvern veginn að djóka þetta burt en þetta sat hrikalega í mér og ég var eiginlega skelfingu lostin því þessi maður hafði vald til að gera líf mitt að helvíti á deildinni og eyðileggja framtíð mína. Ef þetta hefði verið jafningi minn í sérnáminu hefði ég getað hellt mér yfir hann en þarna snýst þetta um gríðarlegt valdaójafnvægi og ótta í kjölfarið. 2/10 Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og læknanemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búningsklefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við tilhugsunina í dag. 3/10 Karlkyns sjúklingur á sextugsaldri greip traustataki um bæði brjóst á mér þegar ég var að hlusta hann -sagði svo; “ææ, ég réði ekki við freistinguna!!!” - Skítt með hann, hann var pínu ringlaður og lasinn. Verra með karlkyns kollega sem sögðu: “ já - ég skil hann vel!” Æi !! Ég varð miklu meira leið yfir að þeim fyndist þetta OK en nokkurn tíma sjálfu atvikinu. 4/10 Ég held að áhrifin af kynferðislegu áreiti og mismunum vegna kyns séu ekki svo ólík… Bæði gera mig óörugga og fá mig til ađ efast um ađ ég dugi eða passi sem læknir og kollegi. 5/10 Var boðuð í launaviðtal þegar sérfræðileyfið í var í höfn. Var vel undirbúin og búin að skoða launin sem voru í boði í kring. Mér voru boðin lægri laun en karlkyns kollega á sama reki og fannst viðkomandi karlkyns yfirmanni það bölvuð frekja og vanþakklæti í mér að “þiggja það ekki” enda alveg nóg fyrir svona stelpu… Ég gekk út. 6/10 Ef ég kem með kurteislegar athugasemdir er ég sögð "of viðkvæm". Ef ég mótmæli einhverju er ég sögð "of frek". 7/10 Ég var erlendis þar sem ég ætlaði að læra meira um sérhæfða aðferð af teymi í því landi. Pakkaði saman og labbaði út eftir að prófessorinn og yfirmaður deildarinnar lét hafa eftir sér að konur gætu aldrei orðið skurðlæknar! 8/10 Karlkyns sérfræðingur byrjaði eina kennslustundina á að segja bekknum að hann fyrirliti hvað það væru margar stelpur í Læknadeild. Hann endaði síðan á að segja; “jæja núna skulum við fara og hitta sjúklinginn, nema þið þurfið að fara fyrr heim að sækja börn á leikskólann”. 9/10 "Ungar, fertílar konur eru vonlaus vinnukraftur, þetta er alltaf fæðandi börn." "Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur ungu konurnar á klíníkinni." 10/10 Ég var stödd ásamt nokkrum öðrum læknanemum í verknámi á bráðamóttöku erlendis og karlkyns læknir var að fara yfir starfið þar. Segir hann svo okkur óvænt að auðvitað ættu konur ekki að verða bráðalæknar. Mér varð mjög brugðið og mótmæli honum. En þá hélt hann áfram að útskýra að konur gætu ekki hugsað eins og menn og þær gætu ekki unnið vaktir þegar þær ættu börn. Ég benti nú á það að við ættum nú kannski eiginmenn sem gætu tekið þátt og svo væru nú ekki allar konur sem vildu eignast börn. Þá varð hann bara reiður, sagðist eiga 6 börn og vissi sko alveg hvað hann væri að tala um, svo ef við myndum hugsa svona ættum við kannski að sleppa því að eignast börn því við yrðum afskaplega slæmar mæður. Hef fengið að heyra svipaðar athugasemdir um bæklunarskurðlækningar, almennar skurðlækningar, taugalækningar og fleiri sérgreinar - að konur ættu ekki að velja þær því þær þyrftu að hugsa um börnin! Kærastinn minn í sama námi hefur aldrei á 6 árum fengið neinar "ráðleggingar" um fjöskylduvæn störf eða verið efast um getu hans vegna kyns. MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Nú hafa 354 konur í læknastétt skrifað undir yfirlýsingu þar sem þær kalla eftir breytingum. „Frásagnirnar bera því miður vitni um kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi, jafnvel þannig að áhrif hafi haft á starfsferil viðkomandi konu. Það er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingu. Þær segja að gerendur séu oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, en að einnig séu dæmi um áreitni frá yngri samstarfsmönnum og frá skjólstæðingum. Þá séu dæmi þess að aðrar starfsstéttir taki þátt í kynbundnu áreitni og mismunun. „Svo virðist sem yngri kvenlæknar verði mest fyrir barðinu á kynbundnu áreiti og ofbeldi, en áreitni og mismunun gagnvart sérfræðilæknum birtist oftar í þöggun og jaðarsetningu.“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #ekkiþagnarskylda og vísa í 22. grein siðareglna lækna. Þar segir:Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu „Langflestir samstarfsmanna okkar eru heiðursmenn sem virða þessar reglur í hvívetna.“ „Til þessa hefur kynbundið áreiti, mismunun og kynferðisofbeldi sjaldan verið tilkynnt, líklega vegna þess að sá sem fyrir áreitinu verður er oft í veikri stöðu gagnvart geranda. Þessu verður að breyta og er mikilvægt að verkferlar séu aðgengilegir og tekið sé á málum af festu. Við væntum þess að allir samstarfsmenn okkar og stjórnendur taki höndum saman til að uppræta þennan ósóma. Kynbundið ofbeldi, áreiti og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annars staðar í samfélaginu.“ Undir þessa yfirlýsingu skrifa 354 konur í læknastétt.Meðfylgjandi eru 10 valdar frásagnir íslenskra kvenna í læknastétt hérlendis og erlendis 1/10 Var tiltölulega nýbyrjuð í sérnámi þegar ég fór ásamt nokkrum kollegum á þing. Þar sem ég hafði skráð mig frekar seint lenti ég á öðru hóteli en restin af hópnum. Eftir kvöldverð og hóflega víndrykkju labba allir samferða heim á leið en fljótlega eru bara ég og hæstráðandi á deildinni eftir þar sem okkar hótel voru lengra frá. Áður en ég veit af er hann búinn að troða tungunni upp í mig og útlistar hvað hann langi til að sofa hjá mér. Náði einhvern veginn að djóka þetta burt en þetta sat hrikalega í mér og ég var eiginlega skelfingu lostin því þessi maður hafði vald til að gera líf mitt að helvíti á deildinni og eyðileggja framtíð mína. Ef þetta hefði verið jafningi minn í sérnáminu hefði ég getað hellt mér yfir hann en þarna snýst þetta um gríðarlegt valdaójafnvægi og ótta í kjölfarið. 2/10 Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og læknanemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búningsklefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við tilhugsunina í dag. 3/10 Karlkyns sjúklingur á sextugsaldri greip traustataki um bæði brjóst á mér þegar ég var að hlusta hann -sagði svo; “ææ, ég réði ekki við freistinguna!!!” - Skítt með hann, hann var pínu ringlaður og lasinn. Verra með karlkyns kollega sem sögðu: “ já - ég skil hann vel!” Æi !! Ég varð miklu meira leið yfir að þeim fyndist þetta OK en nokkurn tíma sjálfu atvikinu. 4/10 Ég held að áhrifin af kynferðislegu áreiti og mismunum vegna kyns séu ekki svo ólík… Bæði gera mig óörugga og fá mig til ađ efast um ađ ég dugi eða passi sem læknir og kollegi. 5/10 Var boðuð í launaviðtal þegar sérfræðileyfið í var í höfn. Var vel undirbúin og búin að skoða launin sem voru í boði í kring. Mér voru boðin lægri laun en karlkyns kollega á sama reki og fannst viðkomandi karlkyns yfirmanni það bölvuð frekja og vanþakklæti í mér að “þiggja það ekki” enda alveg nóg fyrir svona stelpu… Ég gekk út. 6/10 Ef ég kem með kurteislegar athugasemdir er ég sögð "of viðkvæm". Ef ég mótmæli einhverju er ég sögð "of frek". 7/10 Ég var erlendis þar sem ég ætlaði að læra meira um sérhæfða aðferð af teymi í því landi. Pakkaði saman og labbaði út eftir að prófessorinn og yfirmaður deildarinnar lét hafa eftir sér að konur gætu aldrei orðið skurðlæknar! 8/10 Karlkyns sérfræðingur byrjaði eina kennslustundina á að segja bekknum að hann fyrirliti hvað það væru margar stelpur í Læknadeild. Hann endaði síðan á að segja; “jæja núna skulum við fara og hitta sjúklinginn, nema þið þurfið að fara fyrr heim að sækja börn á leikskólann”. 9/10 "Ungar, fertílar konur eru vonlaus vinnukraftur, þetta er alltaf fæðandi börn." "Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur ungu konurnar á klíníkinni." 10/10 Ég var stödd ásamt nokkrum öðrum læknanemum í verknámi á bráðamóttöku erlendis og karlkyns læknir var að fara yfir starfið þar. Segir hann svo okkur óvænt að auðvitað ættu konur ekki að verða bráðalæknar. Mér varð mjög brugðið og mótmæli honum. En þá hélt hann áfram að útskýra að konur gætu ekki hugsað eins og menn og þær gætu ekki unnið vaktir þegar þær ættu börn. Ég benti nú á það að við ættum nú kannski eiginmenn sem gætu tekið þátt og svo væru nú ekki allar konur sem vildu eignast börn. Þá varð hann bara reiður, sagðist eiga 6 börn og vissi sko alveg hvað hann væri að tala um, svo ef við myndum hugsa svona ættum við kannski að sleppa því að eignast börn því við yrðum afskaplega slæmar mæður. Hef fengið að heyra svipaðar athugasemdir um bæklunarskurðlækningar, almennar skurðlækningar, taugalækningar og fleiri sérgreinar - að konur ættu ekki að velja þær því þær þyrftu að hugsa um börnin! Kærastinn minn í sama námi hefur aldrei á 6 árum fengið neinar "ráðleggingar" um fjöskylduvæn störf eða verið efast um getu hans vegna kyns.
MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira