Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 21:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017 Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017
Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira