Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:30 Festi á og rekur sautján verslanir Krónunnar. Vísir/Ernir Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira