Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 16:12 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum stjórnarmaður Pressunnar. Vísir/Ernir Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu en það staðfestir hann í samtali við fréttastofu Vísis sem og Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður Pressunnar. Krafan um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta kemur frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja samkvæmt Kristjáni, en Stundin greindi einnig frá því í gær. Þar kemur fram að ekki hafi verið greidd iðgjöld starfsmanns og sé krafan upp á 2,8 milljónir króna. Þá greindi Fréttablaðið frá því að nýkjörin stjórn Pressunnar hafi kært Björn Inga og Arnar Ægisson, viðskiptafélaga Björns og fyrrverandi stjórnarmann Pressunnar. Kæran byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld.Sjá einnig: Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Björn Ingi sagði í Facebook færslu í kjölfarið að um væri að ræða „brjálaðan hefndarleiðangur“. Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Pressunnar, sakaði Björn Inga um bílstuld og krafðist hann þess að hann myndi sem fyrrverandi eigandi fyrirtækisins skila bílnum, annars yrði bifreiðin tilkynnt stolin. Sagði Björn Ingi að hann hefði fyrir löngu tekið yfir leigusamning bílsins.Allar eignirnar settar á söluÍ lok nóvember var það tilkynnt að allar eignir félagsins hefðu verið settar á sölu og tveimur starfsmönnum félagsins sagt upp. Um væri að ræða landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Sagði Ómar að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. Kristján var skipaður skiptastjóri fyrr í dag og segist nú vera að setja sig inn í mál félagsins. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu en það staðfestir hann í samtali við fréttastofu Vísis sem og Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður Pressunnar. Krafan um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta kemur frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja samkvæmt Kristjáni, en Stundin greindi einnig frá því í gær. Þar kemur fram að ekki hafi verið greidd iðgjöld starfsmanns og sé krafan upp á 2,8 milljónir króna. Þá greindi Fréttablaðið frá því að nýkjörin stjórn Pressunnar hafi kært Björn Inga og Arnar Ægisson, viðskiptafélaga Björns og fyrrverandi stjórnarmann Pressunnar. Kæran byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld.Sjá einnig: Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Björn Ingi sagði í Facebook færslu í kjölfarið að um væri að ræða „brjálaðan hefndarleiðangur“. Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Pressunnar, sakaði Björn Inga um bílstuld og krafðist hann þess að hann myndi sem fyrrverandi eigandi fyrirtækisins skila bílnum, annars yrði bifreiðin tilkynnt stolin. Sagði Björn Ingi að hann hefði fyrir löngu tekið yfir leigusamning bílsins.Allar eignirnar settar á söluÍ lok nóvember var það tilkynnt að allar eignir félagsins hefðu verið settar á sölu og tveimur starfsmönnum félagsins sagt upp. Um væri að ræða landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Sagði Ómar að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. Kristján var skipaður skiptastjóri fyrr í dag og segist nú vera að setja sig inn í mál félagsins.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58