New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 16:25 Teikning af nærflugi New Horizons hjá MU69 um áramótin 2018 til 2019. NASA/JHUAPL/SwRI Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Vísindi Plútó Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni.
Vísindi Plútó Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira