Leiðtogakjör í Suður-Afríku í skugga þráláts orðróms um atkvæðakaup Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 14:32 Nkosazana Dlamini-Zuma og Cyril Ramaphosa ræða saman. Myndin er tekin árið 2015. Vísir/AFP Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News Suður-Afríka Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News
Suður-Afríka Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira