Leiðtogakjör í Suður-Afríku í skugga þráláts orðróms um atkvæðakaup Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 14:32 Nkosazana Dlamini-Zuma og Cyril Ramaphosa ræða saman. Myndin er tekin árið 2015. Vísir/AFP Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News Suður-Afríka Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News
Suður-Afríka Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira