Deilt um bætur eftir að kýr varð fyrir bíl í Kjós Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Guðveigur Ómarsson mætti ásamt ömmu sinni, Guðlaugu Guðveigsdóttur, til skýrslutöku á lögreglustöðina í Grafarholti í dag. vísir/Ernir „Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira