Deilt um bætur eftir að kýr varð fyrir bíl í Kjós Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Guðveigur Ómarsson mætti ásamt ömmu sinni, Guðlaugu Guðveigsdóttur, til skýrslutöku á lögreglustöðina í Grafarholti í dag. vísir/Ernir „Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira