ÍBV lenti ekki í neinum vandræðum er liðið sótti botnlið Gróttu heim í Olís-deild kvenna í kvöld.
Lokatölur 24-34 en ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik, 10-19.
Sandra Erlingsdóttir var óstöðvandi í liði ÍBV og skoraði ellefu mörk í kvöld. Karólína Bæhrenz einnig mjög öflug með níu mörk. Lovísa Thompson skoraði sex mörk fyrir Gróttu og Tinna Valgerður Gísladóttir fimm.
ÍBV er nú með 15 stig í þriðja sæti deildarinnar. Fimm stigum á eftir toppliði Vals. Grótta er sem fyrr á botninum með tvö stig.
ÍBV fór upp í þriðja sætið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
