Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. desember 2017 09:36 Kristrún Frostadóttir, nýr aðalhagfræðingur Kviku. kvika Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Um er að ræða nýtt starf sem miðar að því að efla efnahagsgreiningu innan Kviku og styrkja þjónustu við viðskiptavini. Aðalhagfræðingur mun jafnframt vera talsmaður bankans vegna mála sem snúa að fjármálamarkaði og efnahagsmálum. Síðastliðið ár hefur Kristrún starfað sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og tekið þátt í að móta málefnastarf ráðsins, en þangað kom hún frá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þar vann hún sem sérfræðingur í greiningardeild, fyrst í New York og síðan í London. Sérsvið Kristrúnar í London sneri að greiningu á evrópskum netverslunarfyrirtækjum. Í New York sinnti hún greiningarvinnu í tengslum við bandarísk eignastýringar- og orkufyrirtæki. Þá hefur Kristrún starfað meðal annars sem hagfræðingur í greiningardeild Arion banka og sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Hún gegnir formennsku í verðlagsnefnd búvara hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og hefur áður starfað sem hagfræðingur í starfshóp á vegum forsætisráðuneytisins. Kristrún er með meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál, og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla. Þá er hún með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Greint var frá því fyrr í dag að Konráð S. Guðjónsson hefði verið ráðinn til Viðskiptaráðs Íslands en hann tekur við starfinu af Kristrúnu. Ráðningar Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Um er að ræða nýtt starf sem miðar að því að efla efnahagsgreiningu innan Kviku og styrkja þjónustu við viðskiptavini. Aðalhagfræðingur mun jafnframt vera talsmaður bankans vegna mála sem snúa að fjármálamarkaði og efnahagsmálum. Síðastliðið ár hefur Kristrún starfað sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og tekið þátt í að móta málefnastarf ráðsins, en þangað kom hún frá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þar vann hún sem sérfræðingur í greiningardeild, fyrst í New York og síðan í London. Sérsvið Kristrúnar í London sneri að greiningu á evrópskum netverslunarfyrirtækjum. Í New York sinnti hún greiningarvinnu í tengslum við bandarísk eignastýringar- og orkufyrirtæki. Þá hefur Kristrún starfað meðal annars sem hagfræðingur í greiningardeild Arion banka og sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Hún gegnir formennsku í verðlagsnefnd búvara hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og hefur áður starfað sem hagfræðingur í starfshóp á vegum forsætisráðuneytisins. Kristrún er með meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál, og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla. Þá er hún með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Greint var frá því fyrr í dag að Konráð S. Guðjónsson hefði verið ráðinn til Viðskiptaráðs Íslands en hann tekur við starfinu af Kristrúnu.
Ráðningar Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira