Aron Örn Stefánsson bætti árangur sinn í 50 metra skriðsundi um sjö hundraðshluta úr sekúndu þegar hann synti í undanrásum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn í morgun. Aron synti á 22,47 sekúndum.
Auk þess að bæta sinn besta tíma færðist Aron nær Íslandsmeti Árna Más Árnasonar sem er 22,29 sekúndur.
Þessi tími dugði Aroni þó ekki til að komast í undanúrslitin. Hann endaði í 62. sæti af 79 keppendum. Aron keppir í sinni bestu grein, 100 metra skriðsundi, á morgun.
Kristinn Þórarinsson keppti í 200 metra fjórsundi í morgun. Hann synti á 2:01,95 og varð í 41. sæti af 51 keppenda.
Aron Örn færðist nær Íslandsmetinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



