Viðskipti innlent

Gurrý hættir hjá Reebok fitness

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Guðríður Erla Torfadóttir er þjálfari í þáttunum Biggest loser.
Guðríður Erla Torfadóttir er þjálfari í þáttunum Biggest loser. ÞORKATLA ELÍN SIGURÐARDÓTTIR
Biggest loser þjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, hefur ákveðið að segja skilið við Reebok fitness líkamsræktarstöðvarnar. Gurrý hefur starfað í mörg ár hjá líkamsræktarstöðvunum, meðal annars sem framkvæmdastjóri Reebok fitness frá árinu 2014 þangað til núna í vor. Hún er einnig vinsæll þjálfari og kennir líka hóptíma.

„Eftir frábær ár hjá Reebok Fitness hef ég ákveðið að hætta þar störfum. Ástríða mín liggur í því að hjálpa öðrum að ná árangri og setja upp umhverfi sem hvetur til heilbrigðs lífs og viðhorfs,“ skrifaði Gurrý á Facebook í dag.

„Það var bara kominn tími til þess að breyta til,“ sagði Gurrý í samtali við Vísi en hún vildi ekki gefa upp að svo stöddu hvert hún fer næst. 

Starfsstöðvar Reebok fitness eru í Holtagörðum, Urðarhvarfi, Tjarnarvöllum, Kópavogslaug og svo opnaði nýlega Reebok fitness stöð í Faxafeni.

„Ég mun halda áfram að vinna með fólki í einkaþjálfun, fjarþjálfun gurry.is, yoga og Nýtt Líf námskeið á nýjum stað á nýju ári. Ævintýrin eru handan við hornið en fyrst jólafrí í sólinni með frábæru fólki. Hlakka til að vinna með ykkur á nýju ári.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×