Slitförin er fallegasta bókarkápan árið 2017 Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 10:00 Bókarkápurnar eru órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur. Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og skálda að ógleymdum kápuhönnuðum. Bókarkápurnar eru nefnilega órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur, þó svo að maður ætti auðvitað aldrei að dæma bók eftir kápunni. Til gamans var því sett saman sveit sex smekkvísra álitsgjafa sem tók að sér að velja þrjár fallegstu og þrjár ljótustu bókarkápur jólafljóðsins í ár.Sjá einnig:Ljótasta bókakápan 2017Fallegasta bókarkápan 20171. sæti Slitförin Höfundur: Fríða Ísberg Kápuhönnun: Luke Allan Mynd á kápu: Dýrfinna Benita Útgefandi: Partus „Falleg mynd og fallegt letur sem tala vel saman. Það hefði verið hægt að skella nánast hvaða lit í bakgrunn og hún hefði gengið upp.“ „Ákaflega vel heppnuð kápa með fallegum litum og leturmeðferð. Teikningin minnir á kápu Kvennafræðarans á ómótstæðilegan hátt. Kraftmikil og örvandi kápa fyrir spennandi höfund.“ „Öflug samsetning þar sem mynd og letur tala vel saman. Þetta er ekki bara spurning um einhverja óræða fegurð heldur að vera bæði áberandi og smekkleg og það tekst hér.“2. sæti Elín, ýmislegt Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Kápuhönnun: Halla Sigga Útgefandi: JPV „Úthugsuð, sensúal og hrollvekjandi kápa sem talast á við innihald og uppbyggingu í bókinni. Grænu litirnir brakandi og óvenjulegir. Svartur bakgrunnur myndar dýpt og leturgerðin á titlinum hressir mann.“ „Djörf, áferðarfalleg og eftirminnilegasta kápan þetta árið. Ég vil sökkva í þetta þétta, græn, blauta sóðafen Kristínar.“3. sæti Stofuhiti Höfundur: Bergur Ebbi Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Útgefandi: Mál og menning „Ég er sökker fyrir gult og svart og líka fyrir töff og svalt. Þetta er gult og svart og töff og svalt þannig að ég verð að fíla.“ „Þarna eignuðust minimalisminn og typpastælarnir fallegt afkvæmi. Þessi gula auðn heillar mig. Skilst hún sé, ásamt leturgerðinni, innblásin af Kraftwerk–umslagi. Þegar fólk vísar í þýskt tölvupopp er auðvelt að fá mig á vagninn. Svo gleður þessi æðislega ljósmynd af höfundi, sem gæti verið týndi Gallagher–bróðirinn sem er meiri fáviti en þeir Liam og Noel til samans.“ Álitsgjafar Fréttablaðsins: Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Snær Guðmundsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson Fréttir ársins 2017 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og skálda að ógleymdum kápuhönnuðum. Bókarkápurnar eru nefnilega órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur, þó svo að maður ætti auðvitað aldrei að dæma bók eftir kápunni. Til gamans var því sett saman sveit sex smekkvísra álitsgjafa sem tók að sér að velja þrjár fallegstu og þrjár ljótustu bókarkápur jólafljóðsins í ár.Sjá einnig:Ljótasta bókakápan 2017Fallegasta bókarkápan 20171. sæti Slitförin Höfundur: Fríða Ísberg Kápuhönnun: Luke Allan Mynd á kápu: Dýrfinna Benita Útgefandi: Partus „Falleg mynd og fallegt letur sem tala vel saman. Það hefði verið hægt að skella nánast hvaða lit í bakgrunn og hún hefði gengið upp.“ „Ákaflega vel heppnuð kápa með fallegum litum og leturmeðferð. Teikningin minnir á kápu Kvennafræðarans á ómótstæðilegan hátt. Kraftmikil og örvandi kápa fyrir spennandi höfund.“ „Öflug samsetning þar sem mynd og letur tala vel saman. Þetta er ekki bara spurning um einhverja óræða fegurð heldur að vera bæði áberandi og smekkleg og það tekst hér.“2. sæti Elín, ýmislegt Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Kápuhönnun: Halla Sigga Útgefandi: JPV „Úthugsuð, sensúal og hrollvekjandi kápa sem talast á við innihald og uppbyggingu í bókinni. Grænu litirnir brakandi og óvenjulegir. Svartur bakgrunnur myndar dýpt og leturgerðin á titlinum hressir mann.“ „Djörf, áferðarfalleg og eftirminnilegasta kápan þetta árið. Ég vil sökkva í þetta þétta, græn, blauta sóðafen Kristínar.“3. sæti Stofuhiti Höfundur: Bergur Ebbi Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Útgefandi: Mál og menning „Ég er sökker fyrir gult og svart og líka fyrir töff og svalt. Þetta er gult og svart og töff og svalt þannig að ég verð að fíla.“ „Þarna eignuðust minimalisminn og typpastælarnir fallegt afkvæmi. Þessi gula auðn heillar mig. Skilst hún sé, ásamt leturgerðinni, innblásin af Kraftwerk–umslagi. Þegar fólk vísar í þýskt tölvupopp er auðvelt að fá mig á vagninn. Svo gleður þessi æðislega ljósmynd af höfundi, sem gæti verið týndi Gallagher–bróðirinn sem er meiri fáviti en þeir Liam og Noel til samans.“ Álitsgjafar Fréttablaðsins: Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Snær Guðmundsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira