Lífið

Thelma snappaði sig í gegnum sorgina eftir sjálfsvíg kærastans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thelma Hilmarsdóttir er thelmafjb á Snapchat.
Thelma Hilmarsdóttir er thelmafjb á Snapchat.
Thelma Hilmarsdóttir (thelmafjb) sjúkraliði býr ásamt tveimur sonum sínum í litlum bílskúr í Laugarneshverfinu. Fyrir rúmu ári svipti kærastinn hennar og sambýlismaður, Adam, sig lífi.

Thelma hafði þá verið með opinn Snapchat reikning um nokkurt skeið þar sem hún var fyrst og fremst að fíflast með vinum sínum og Adam en eftir að hann lést breyttist snappið hjá henni.  

„Ég er upphaflega skemmti- og hláturssnappari og það sem var fyndnast á snappinu, það sem fólk elskaði, var þegar ég var að rugla í Adam,” segir Thelma.

Leitaði til fagmanna

En eftir þennan örlagaríka dag í nóvember í fyrra, breyttist snappið hennar. Thelma fór í veikindaleyfi og leitaði hjálpar fagmanna til að vinna sig út úr sorginni. Og deildi því sem gekk á með fylgjendum sínum. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í myndbandinu sem hér fylgir.

Lokaþáttur Snappara er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20. Þar kynnumst við þremur snöppurum, hver öðrum ólíkari. Sigrún Sigurpáls (sigrunsigurpals) þrifsnappari hefur flesta fylgjendur en 13-15 þúsund manns fylgjast daglega með lífi og heimilisverkum þessarar fjögurra barna móður á Egilsstöðum, Thelmu og Aldísi Björk (aldisdk) sem festist eitt sinn í Smáralindinni í einn og hálfan klukkutíma þegar aðdáendur flykktust að henni og vildu eiginhandaráritun, mynd eða knús.  

Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.


Tengdar fréttir

„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“

"Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat.

Snapparar: Binni lætur allt flakka á Snapchat

Brynjólfur Löve Mogensen atvinnusnappari og brettagaur (binnilove á Snapchat) og Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðinemi (ernuland á Snapchat) eru viðmælendur kvöldsins í þættinum Snapparar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×