Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. desember 2017 21:37 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. Vísir/getty Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira