Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2017 20:45 Frá Hrafnseyrarheiði. Séð til suðurs til Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30