Löggæsla efld í fjárlögum en um leið skorið niður í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. desember 2017 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. vísir/anton brink Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts. Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þrátt fyrir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á eflingu löggæslunnar er ekki gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til fangelsismála í nýju fjárlagafrumvarpi. Þvert á móti er fjárheimild til málaflokksins lækkuð um 2,4 milljónir króna til að mæta aðhaldskröfum. Lögreglan fær hins vegar aukin fjárframlög og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um aukna áherslu á rannsóknir kynferðisbrota og styrkingu aðgerða gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Ekki er minnst á fangelsi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Það er alltaf verið að byrja á vitlausum enda,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Hann telur vænlegast til árangurs að vinna gegn síbrotaþróun með aukinni áherslu á betrun og leggur áherslu á að ef eigi að berjast gegn glæpum þurfi að stórauka framlög til fangelsismála ekki síður en til lögreglu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur í svipaðan streng og Guðmundur Ingi. „Þegar löggæslan er efld og árangur lögreglu eykst þá hefur það í för með sér aukið álag á fangelsiskerfið, það segir sig sjálft.“ Um það bil 580 manns eru á boðunarlista Fangelsismálastofnunar og bíða afplánunar. Unnið hefur verið að því að stytta boðunarlistann, bæði með byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og með nýjum lögum um fullnustu refsinga sem fjölga úrræðum til afplánunar utan fangelsa, til dæmis með aukinni notkun rafræns eftirlits. Fangelsið á Hólmsheiði er hins vegar ekki í fullri notkun þar sem ekki hefur verið unnt að manna fjögur stöðugildi fangavarða vegna fjárskorts.
Dómsmál Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira