Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 13:41 Frá minningarathöfninni um Klevis í gær sem haldin var við Reykjavíkurtjörn. vísir/eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins miði í rétta átt. Enn sé verið að bíða eftir gögnum og niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum í tengslum við málið, meðal annars niðurstöðu úr krufningu svo hægt sé að segja til um dánarorsök. Aðspurður kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hvort að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.Beðið eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn Þá segir Margeir ekki tímabært að fara út í hvað hefur komið eiturefnarannsókn sem gerð var á hinum grunaða til að úrskurða um hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna þegar árásin var gerð. Verið sé að bíða eftir staðfestingu á því. Margeir vill heldur ekkert fara út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum, til að mynda hvort að játning liggi fyrir. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um aðdraganda árásarinnar en segir að það sé meðal þess sem sé til rannsóknar. Vísir greindi frá því í liðinni viku að lögreglan hefði yfirheyrt um tíu manns vegna málsins og þá væri verið að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Austurvelli til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í viku eftir árásina þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Lögreglan hefur ekkert viljað tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í gær við tjörnina í Reykjavík. Hann var fæddur 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins miði í rétta átt. Enn sé verið að bíða eftir gögnum og niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum í tengslum við málið, meðal annars niðurstöðu úr krufningu svo hægt sé að segja til um dánarorsök. Aðspurður kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hvort að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.Beðið eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn Þá segir Margeir ekki tímabært að fara út í hvað hefur komið eiturefnarannsókn sem gerð var á hinum grunaða til að úrskurða um hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna þegar árásin var gerð. Verið sé að bíða eftir staðfestingu á því. Margeir vill heldur ekkert fara út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum, til að mynda hvort að játning liggi fyrir. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um aðdraganda árásarinnar en segir að það sé meðal þess sem sé til rannsóknar. Vísir greindi frá því í liðinni viku að lögreglan hefði yfirheyrt um tíu manns vegna málsins og þá væri verið að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Austurvelli til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í viku eftir árásina þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Lögreglan hefur ekkert viljað tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í gær við tjörnina í Reykjavík. Hann var fæddur 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44