Áhugi fjárfesta á að nýta jarðvarma eykst 19. desember 2017 06:00 Gísli Hauksson forstjóri Gamma, segir miklu máli skipta að Bill Gates sé farinn að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum. Aðrir muni fylgja á eftir. vísir/gva Aukinn áhugi stórra alþjóðlegra fjárfesta á að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum getur skapað mikil tækifæri fyrir Íslendinga, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns GAMMA. Einn þekktasti fjárfestir í heimi, Bill Gates, hefur stofnað sjóð sem mun fjárfesta í slíkum verkefnum. „Notkun jarðvarma á heimsvísu er undir einu prósenti af orku sem við notum, þrátt fyrir vitneskju um mikla nýtanlega jarðvarmaorku víðs vegar um heiminn. Ástæðan fyrir þessu lága nýtingarhlutfalli er tvíþætt; annars vegar voru framfarir í bortækni, að geta borað nógu djúpt, hægfara en mikil breyting er að verða þar á nú. Hins vegar er meiri óvissa á undirbúningsstigi þegar verið er að leita að nýtanlegum jarðvarma samanborið við aðra orkukosti. Margar dýrar tilraunaboranir þarf til að finna orkuna en þegar hún finnst er nýting hennar hlutfallslega ódýrari en aðrir orkukostir, og stöðug,“ segir Gísli. „Um leið og þú veist að það er nýtanlegt heitt vatn og gufa sem getur knúið túrbínu eða hitað hús dregur hratt úr áhættu verkefnisins. Óvissan er mest á fyrsta stiginu,“ segir Gísli til útskýringar. Hann segir að á allra síðustu árum hafi stórir alþjóðlegir sjóðir, sem eru yfirleitt með einum eða öðrum hætti fjármagnaðir af hinu opinbera, komið að rannsóknum á jarðhitasvæðum á fyrstu stigum. Þetta séu áhættusamar fjárfestingar. Það hafi mikla þýðingu að Bill Gates sé farinn að fjárfesta á þessu sviði, því reynslan sýni að aðrir öflugir fjárfestar feti jafnan í fótspor hans. „Þegar fjármögnun rannsókna á þessu sviði er ekki bara á hendi opinberra stofnana heldur jafnframt fjársterkra einkaaðila opnast tækifæri fyrir hefðbundna fjárfesta, lífeyrissjóði, tryggingafélög og aðra til að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum,“ segir Gísli. Þessi áherslubreyting feli í sér að draga úr áhættu í þessum fjárfestingum. Gísli bendir á að því hafi verið spáð að eftir tíu ár verði jarðvarminn jafn mikið nýttur og sólarorkan er í dag. Þetta hafi mikla þýðingu fyrir Ísland. „Heimurinn er í fyrsta lagi að átta sig betur á mikilvægi jarðvarma í aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku í framtíðinni og hversu hagkvæm tæknin er. En ekki nóg með það heldur eru margir helstu vísindamenn og verkfræðingar í jarðvarmatækni Íslendingar, sem annaðhvort starfa á Íslandi eða fyrir íslensk fyrirtæki erlendis. Íslendingar eru mjög framarlega í þessum geira,“ segir hann.Fjármagna tilraunaboranir í Suður-Ameríku GAMMA Capital Management er í samstarfi á sviði jarðvarmafjárfestinga við Interlink Capital Strategies, bandarískt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun og viðskiptaþróun í nýmarkaðsríkjum. Samstarfið felur í sér rekstur þróunarsjóðsins Geothermal Development Facility, sem veitir styrki til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku. Sjóðurinn er að mestu fjármagnaður af þýska þróunarbankanum KfW í samstarfi við Evrópusambandið. Markmið sjóðsins er að fjármagna yfirborðskönnun og tilraunaboranir í Suður-Ameríku. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vísindi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aukinn áhugi stórra alþjóðlegra fjárfesta á að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum getur skapað mikil tækifæri fyrir Íslendinga, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns GAMMA. Einn þekktasti fjárfestir í heimi, Bill Gates, hefur stofnað sjóð sem mun fjárfesta í slíkum verkefnum. „Notkun jarðvarma á heimsvísu er undir einu prósenti af orku sem við notum, þrátt fyrir vitneskju um mikla nýtanlega jarðvarmaorku víðs vegar um heiminn. Ástæðan fyrir þessu lága nýtingarhlutfalli er tvíþætt; annars vegar voru framfarir í bortækni, að geta borað nógu djúpt, hægfara en mikil breyting er að verða þar á nú. Hins vegar er meiri óvissa á undirbúningsstigi þegar verið er að leita að nýtanlegum jarðvarma samanborið við aðra orkukosti. Margar dýrar tilraunaboranir þarf til að finna orkuna en þegar hún finnst er nýting hennar hlutfallslega ódýrari en aðrir orkukostir, og stöðug,“ segir Gísli. „Um leið og þú veist að það er nýtanlegt heitt vatn og gufa sem getur knúið túrbínu eða hitað hús dregur hratt úr áhættu verkefnisins. Óvissan er mest á fyrsta stiginu,“ segir Gísli til útskýringar. Hann segir að á allra síðustu árum hafi stórir alþjóðlegir sjóðir, sem eru yfirleitt með einum eða öðrum hætti fjármagnaðir af hinu opinbera, komið að rannsóknum á jarðhitasvæðum á fyrstu stigum. Þetta séu áhættusamar fjárfestingar. Það hafi mikla þýðingu að Bill Gates sé farinn að fjárfesta á þessu sviði, því reynslan sýni að aðrir öflugir fjárfestar feti jafnan í fótspor hans. „Þegar fjármögnun rannsókna á þessu sviði er ekki bara á hendi opinberra stofnana heldur jafnframt fjársterkra einkaaðila opnast tækifæri fyrir hefðbundna fjárfesta, lífeyrissjóði, tryggingafélög og aðra til að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum,“ segir Gísli. Þessi áherslubreyting feli í sér að draga úr áhættu í þessum fjárfestingum. Gísli bendir á að því hafi verið spáð að eftir tíu ár verði jarðvarminn jafn mikið nýttur og sólarorkan er í dag. Þetta hafi mikla þýðingu fyrir Ísland. „Heimurinn er í fyrsta lagi að átta sig betur á mikilvægi jarðvarma í aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku í framtíðinni og hversu hagkvæm tæknin er. En ekki nóg með það heldur eru margir helstu vísindamenn og verkfræðingar í jarðvarmatækni Íslendingar, sem annaðhvort starfa á Íslandi eða fyrir íslensk fyrirtæki erlendis. Íslendingar eru mjög framarlega í þessum geira,“ segir hann.Fjármagna tilraunaboranir í Suður-Ameríku GAMMA Capital Management er í samstarfi á sviði jarðvarmafjárfestinga við Interlink Capital Strategies, bandarískt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun og viðskiptaþróun í nýmarkaðsríkjum. Samstarfið felur í sér rekstur þróunarsjóðsins Geothermal Development Facility, sem veitir styrki til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku. Sjóðurinn er að mestu fjármagnaður af þýska þróunarbankanum KfW í samstarfi við Evrópusambandið. Markmið sjóðsins er að fjármagna yfirborðskönnun og tilraunaboranir í Suður-Ameríku.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vísindi Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira