Erlent

FBI varaði Trump við Rússum í kosningabaráttunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump var varaður við því sérstaklega að erlendir aðilar myndu reyna að njósna um framboð hans eða lauma sér inn í raðir þess.
Trump var varaður við því sérstaklega að erlendir aðilar myndu reyna að njósna um framboð hans eða lauma sér inn í raðir þess. Vísir/AFP
Bandaríska alríkislögreglan FBI varaði Donald Trump við að erlend óvinaríki, þar á meðal Rússar, myndu reyna að njósna um eða lauma sér inn í forsetaframboð hans í fyrra. Á þeim tíma höfðu nokkrir starfsmenn framboðsins átt í samskiptum við Rússa. Þeir greindu FBI þó ekki frá þeim samskiptum.

NBC-fréttastöðin greinir frá þessu. Háttsettir fulltrúar FBI hafi fundað með Trump þegar hann var orðinn frambjóðandi repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þeir hafi sömuleiðis fundað með Hillary Clinton.

Fundunum var ætlað að fræða frambjóðendurna og nánustu aðstoðarmenn þeirra um hættuna á  erlendum njósnum. Frambjóðendurnir voru hvattir til þess að gera FBI viðvart um grunsamlegar umleitanir erlendra aðila.

Þegar framboðið fékk viðvörunina  höfðu að minnsta kosti sjö starfsmenn framboðsins átt í samskiptum við Rússa  eða einstaklinga sem tengjast Rússlandi. Engin gögn eru til um að framboðið hafi greint FBI frá þeim samskiptum, að sögn NBC.

Á þeim tíma er FBI sagt hafa þegar vitað af grunsamlegu mynstri samskipta starfsmanna framboðsins við Rússa. Rannsókn hafi þá verið á frumstigum.

Hvíta húsið segir að Trump hafi ekki vitað af samskiptum starfsmanna framboðsins við Rússa. Það sé ekki fréttnæmt að hann hafi fengið staðlaða kynningu frá alríkislögreglunni um leyniþjónustumál.


Tengdar fréttir

Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása

Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna.

Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu

Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×