Nokkrir eftirminnilegustu kjólar ársins 2017 Guðný Hrönn skrifar 19. desember 2017 12:00 Margir flottir og áhugaverðir kjólar sáust á rauðum dreglum þetta árið. NORDICPHOTOS/AFP Nú þegar styttist í áramótin er gaman að líta til baka og rifja upp nokkur eftirminnileg dress. Margir kjólar vöktu athygli á rauða dreglinum á árinu sem er að líða og þetta eru nokkrir þeirra.Dakota Johnson í Gucci Kjóllinn sem Dakota Johnson klæddist á Óskarnum í febrúar fékk misjöfn viðbrögð frá tískuspekúlöntum. Sumum þótti hann hrikalegur á meðan aðrir elskuðu hann.„Ég elska Gucci en kjóllinn sem Dakota Johnson var í var ekki góður 1920’s-kjóll. Hann var eiginlega eins og kjóllinn sem Sandra Bullock þurfti að gifta sig í (áður en hún breytti honum) í Proposal. Eins var liturinn ekki góður fyrir hana,“ sagði Gunnar Hilmarsson, álitsgjafi Fréttablaðsins, á sínum tíma.Zoe Kravitz í Dior Flestir virtust sammála um að leikkonan Zoe Kravits hefði unnið tískusigur á Emmy-hátíðinni í september.„Litirnir og áferðin á efninu klæddi hana ótrúlega vel, og setti hálsmenið punktinn yfir i-ið. Karakter hennar skein í gegn í þessum kjól, en hún er svo mikill töffari,“ sagði Edda Gunnlaugsdóttir, aðstoðartískuritstjóri Glamour.Nicole Kidman í Gucci Græni Gucci-kjóllinn sem Nicole Kidman klæddist á SAG-verðlaunahátíðinni í upphafi árs vakti mikla athygli. Kjóllinn kom Kidman á lista margra yfir verst klæddu stjörnur hátíðarinnar og í fjölmiðlum var kjólnum gjarnan líkt við dýragarð eða frumskóg.Priyanka Chopra NORDICPHOTOS/AFPPriyanka Chopra í Ralph Lauren Leikkonan Priyanka Chopra vakti mikla athygli í kjól frá Ralph Lauren á Met Gala-hátíðinni í sumar. Það virtust allir hafa skoðun á kjólnum sem líktist einna helst risastórum rykfrakka. Kjóllinn vakti bæði lukku og undrun og netverjar gerðu mikið grín að kjólnum dagana á eftir.Natalie Portman í Prada „Vintage“ Prada-kjóllinn sem Natalie Portman klæddist á Golden Globe-hátíðinni tryggði henni sæti á listum yfir bæði þær best og verst klæddu. Sumir tískuspekúlantar vildu meina að hún hefði stigið stórt feilspor með því að klæðast kjólnum en aðrir voru hrifnir. Eitt er víst, kjóllinn vakti umtal.Kendall Jenner í La Perla Fyrirsætan Kendall Jenner klæddist gegnsæjum kjól á Met Gala-hátíðinni í sumar og vakti að sjálfsögðu athygli. Kjóllinn, sem var skreyttur 85.000 kristöllum, tryggði Kendall sæti á nokkrum listum yfir þau verst klæddu.Cara Delevingne í Chanel Fyrirsætan Cara Delevingne klæddist silfurlitaðri dragt frá Chanel á Met Gala-hátíðinni. Dragtin vakti athygli en þó ekki eins mikla og skallinn á Cöru sem var málaður með silfurmálningu og skreyttur með skrautsteinum. Cara fékk mikið hrós fyrir að fara þessa frumlegu leið.Janelle Monae í Elie Saab Það voru skiptar skoðanir um Elie Saab-kjólinn sem Janelle Monae klæddist á Óskarnum. Sumir voru yfir sig hrifnir af honum á meðan öðrum þótti hann mislukkaður.„Eins mikið og ég held upp á Janelle, þá var þetta dress því miður aðeins of mikið af öllu,“ sagði Hildur Ragnarsdóttir, álitsgjafi Fréttablaðsins, um kjólinn. Rihanna í Dior Eins og Rihönnu einni er lagið vakti hún mikla eftirtekt á rauða dreglinum á Cannes-hátíðinni í sumar. Hún klæddist hvítum kjól frá Dior en punkturinn yfir i-ið voru hvítu Andy Wolf-sólgleraugun sem hún var með. Þetta dress tryggði Rihönnu mikið hrós frá sérfróðum á sviði tísku og hönnunar. Celine Dion í Stephane Rolland 2017 var sannkallað tískuár fyrir söngkonuna Celine Dion. Hún klæddist ótal kjólum sem vöktu athygli en hvíti Stephane Rolland-kjóllinn sem hún klæddist á Billboard-hátíðinni í sumar vakti hvað mesta athygli enda einstakur í sniðinu. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Nú þegar styttist í áramótin er gaman að líta til baka og rifja upp nokkur eftirminnileg dress. Margir kjólar vöktu athygli á rauða dreglinum á árinu sem er að líða og þetta eru nokkrir þeirra.Dakota Johnson í Gucci Kjóllinn sem Dakota Johnson klæddist á Óskarnum í febrúar fékk misjöfn viðbrögð frá tískuspekúlöntum. Sumum þótti hann hrikalegur á meðan aðrir elskuðu hann.„Ég elska Gucci en kjóllinn sem Dakota Johnson var í var ekki góður 1920’s-kjóll. Hann var eiginlega eins og kjóllinn sem Sandra Bullock þurfti að gifta sig í (áður en hún breytti honum) í Proposal. Eins var liturinn ekki góður fyrir hana,“ sagði Gunnar Hilmarsson, álitsgjafi Fréttablaðsins, á sínum tíma.Zoe Kravitz í Dior Flestir virtust sammála um að leikkonan Zoe Kravits hefði unnið tískusigur á Emmy-hátíðinni í september.„Litirnir og áferðin á efninu klæddi hana ótrúlega vel, og setti hálsmenið punktinn yfir i-ið. Karakter hennar skein í gegn í þessum kjól, en hún er svo mikill töffari,“ sagði Edda Gunnlaugsdóttir, aðstoðartískuritstjóri Glamour.Nicole Kidman í Gucci Græni Gucci-kjóllinn sem Nicole Kidman klæddist á SAG-verðlaunahátíðinni í upphafi árs vakti mikla athygli. Kjóllinn kom Kidman á lista margra yfir verst klæddu stjörnur hátíðarinnar og í fjölmiðlum var kjólnum gjarnan líkt við dýragarð eða frumskóg.Priyanka Chopra NORDICPHOTOS/AFPPriyanka Chopra í Ralph Lauren Leikkonan Priyanka Chopra vakti mikla athygli í kjól frá Ralph Lauren á Met Gala-hátíðinni í sumar. Það virtust allir hafa skoðun á kjólnum sem líktist einna helst risastórum rykfrakka. Kjóllinn vakti bæði lukku og undrun og netverjar gerðu mikið grín að kjólnum dagana á eftir.Natalie Portman í Prada „Vintage“ Prada-kjóllinn sem Natalie Portman klæddist á Golden Globe-hátíðinni tryggði henni sæti á listum yfir bæði þær best og verst klæddu. Sumir tískuspekúlantar vildu meina að hún hefði stigið stórt feilspor með því að klæðast kjólnum en aðrir voru hrifnir. Eitt er víst, kjóllinn vakti umtal.Kendall Jenner í La Perla Fyrirsætan Kendall Jenner klæddist gegnsæjum kjól á Met Gala-hátíðinni í sumar og vakti að sjálfsögðu athygli. Kjóllinn, sem var skreyttur 85.000 kristöllum, tryggði Kendall sæti á nokkrum listum yfir þau verst klæddu.Cara Delevingne í Chanel Fyrirsætan Cara Delevingne klæddist silfurlitaðri dragt frá Chanel á Met Gala-hátíðinni. Dragtin vakti athygli en þó ekki eins mikla og skallinn á Cöru sem var málaður með silfurmálningu og skreyttur með skrautsteinum. Cara fékk mikið hrós fyrir að fara þessa frumlegu leið.Janelle Monae í Elie Saab Það voru skiptar skoðanir um Elie Saab-kjólinn sem Janelle Monae klæddist á Óskarnum. Sumir voru yfir sig hrifnir af honum á meðan öðrum þótti hann mislukkaður.„Eins mikið og ég held upp á Janelle, þá var þetta dress því miður aðeins of mikið af öllu,“ sagði Hildur Ragnarsdóttir, álitsgjafi Fréttablaðsins, um kjólinn. Rihanna í Dior Eins og Rihönnu einni er lagið vakti hún mikla eftirtekt á rauða dreglinum á Cannes-hátíðinni í sumar. Hún klæddist hvítum kjól frá Dior en punkturinn yfir i-ið voru hvítu Andy Wolf-sólgleraugun sem hún var með. Þetta dress tryggði Rihönnu mikið hrós frá sérfróðum á sviði tísku og hönnunar. Celine Dion í Stephane Rolland 2017 var sannkallað tískuár fyrir söngkonuna Celine Dion. Hún klæddist ótal kjólum sem vöktu athygli en hvíti Stephane Rolland-kjóllinn sem hún klæddist á Billboard-hátíðinni í sumar vakti hvað mesta athygli enda einstakur í sniðinu.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira