Leikmaður Hattar fer frjálslega með sannleikann í erlendum miðlum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2017 10:00 Andrée Michelsson í leik gegn Haukum. vísir/anton Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, virðist fara frjálslega með staðreyndir í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. Þar segist hann m.a. vera með betri tölfræði en hann er raunverulega með og segir að hann ætli að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Andrée, sem á íslenska móður, kom hingað til lands síðasta vetur og lék með Snæfelli. Hólmarar féllu úr Domino's deildinni og þá söðlaði Andrée um og gekk til liðs við nýliða Hattar. Lítið sem ekkert hefur gengið hjá Hattarmönnum á tímabilinu og þeir hafa tapað öllum 11 deildarleikjum sínum. Snæfell vann heldur ekki leik á síðasta tímabili og Andrée hefur því aldrei fagnað sigri í deildarleik hér á landi. Í viðtalinu segist Andrée hafa spilað vel á tímabilinu. Hann sé að spila með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, eins og í NBA-deildinni. Tveir leikmenn í Domino‘s-deildinni, Stanley Robinson hjá Keflavík og KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, voru báðir á mála hjá NBA-liðum en spiluðu aldrei með þeim í deildinni. Þá hefur Jón Arnór ekkert spilað með KR í vetur vegna meiðsla. Andrée segir að Höttur hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum áður en hann kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Ekki er ljóst hvað Andrée á við þarna. Höttur hefur bara mætt KR í deildinni en féll hins vegar úr leik fyrir 1. deildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. Andrée segir því næst frá góðri frammistöðu sinni í naumu tapi fyrir KR. Hann segist hafa skorað mest í leiknum og verið með 20 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Andrée skoraði 20 stig í leiknum en var ekki stigahæstur í liði Hattar. Þá tók hann fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en ekki sjö fráköst og sjö stoðsendingar eins og hann segir í viðtalinu. Andrée er svo spurður hvaða tölum hann sé að skila að meðaltali í leik á tímabilinu. Hann svarar 14 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Samkvæmt heimasíðu KKÍ er Andrée með 9,5 stig, 1,3 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðatali í leik.Tölfræði Andrée Michelsson í vetur.mynd/skjáskot af vef KKÍBlaðamaður Lokaltidningen spyr Andrée svo út í framtíðina en Andrée vonast til þess að hann verði að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Hér eftir má lesa þýðingu á viðtalinu við Andrée, sem birtist í Lokaltidningen í Malmö: Fyrrum leikmaður Malbas, hinn efnilegi Andrée Michaelsson leikur nú á sínu öðru tímabili á Íslandi. Fyrir þetta tímabil skipti hann um lið og gekk til liðs við nýliða Hattar sem leika í efstu deild. Í fyrra fékk Andrée Michaelsson, sem nú er heima í Videdal að halda upp á jólin, sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá íslenska liðinu Snæfelli. Liðið féll úr efstu deild og Andrée skrifaði undir samning við nýliða Hattar. Ástæða þess að íslenska deildin varð fyrir valinu er sú að mamma hans er íslensk og hann er með tvöfalt ríkisfang. „Hvert lið má aðeins hafa þrjá erlenda leikmenn og ég telst ekki sem slíkur þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Liðunum finnst það vera plús.“ Hvernig gengur hjá þér? „Mjög vel. Ég leik með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, líkt og NBA. Ég fæ að spila mikið, er að spila vel og bæta minn leik mikið. Ég er bara 20 ára en fæ tækifæri til að leika með virkilega góðum leikmönnum sem eru eldri en ég. Við féllum úr leik í 8-liða úrslitum áður en ég kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Við töpuðum bara með 8 stigum. Ég skoraði mest í leiknum og var með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.“ Hvert er meðaltalið þitt í leik á tímabilinu? „14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.“ Þú fékkst tilboð frá Ítalíu, Makedóníu, Þýskalandi og Kósovó en valdir að vera áfram í íslensku deildinni. Af hverju? „Mér leist betur á að vera eitt ár í viðbót og halda áfram að þróa minn leik. Það gerist oft að ungir leikmenn koma inn í bestu liðin of snemma. Hér get ég náð mér í meiri reynslu áður en ég tek næsta skref.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Ég tek eitt tímabil í einu. Vonandi spila ég í einu af bestu liðum heims eftir 2 ár. Ég sé það ekki sjálfur en fólki finnst ég vera að spila vel og hefur trú á mér. Þannig að ég held áfram að leggja hart að mér og þróa minn leik.“ Hvernig er að búa á Íslandi? „Mér líður vel. Ég bý einn í þriggja herbergja íbúð þannig að það getur stundum verið svolítið einmanalegt. Ég æfi tvisvar á dag. Ég vakna klukkan 6 til að æfa klukkan 7. Síðan æfi ég aftur frá 16-18.“Uppfært 14:15Í samtali við Vísi segir Andrée að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtalinu við Lokaltidningen.Nánar má lesa um það með því að smella hér. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, virðist fara frjálslega með staðreyndir í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. Þar segist hann m.a. vera með betri tölfræði en hann er raunverulega með og segir að hann ætli að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Andrée, sem á íslenska móður, kom hingað til lands síðasta vetur og lék með Snæfelli. Hólmarar féllu úr Domino's deildinni og þá söðlaði Andrée um og gekk til liðs við nýliða Hattar. Lítið sem ekkert hefur gengið hjá Hattarmönnum á tímabilinu og þeir hafa tapað öllum 11 deildarleikjum sínum. Snæfell vann heldur ekki leik á síðasta tímabili og Andrée hefur því aldrei fagnað sigri í deildarleik hér á landi. Í viðtalinu segist Andrée hafa spilað vel á tímabilinu. Hann sé að spila með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, eins og í NBA-deildinni. Tveir leikmenn í Domino‘s-deildinni, Stanley Robinson hjá Keflavík og KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, voru báðir á mála hjá NBA-liðum en spiluðu aldrei með þeim í deildinni. Þá hefur Jón Arnór ekkert spilað með KR í vetur vegna meiðsla. Andrée segir að Höttur hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum áður en hann kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Ekki er ljóst hvað Andrée á við þarna. Höttur hefur bara mætt KR í deildinni en féll hins vegar úr leik fyrir 1. deildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum Maltbikarsins. Andrée segir því næst frá góðri frammistöðu sinni í naumu tapi fyrir KR. Hann segist hafa skorað mest í leiknum og verið með 20 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Andrée skoraði 20 stig í leiknum en var ekki stigahæstur í liði Hattar. Þá tók hann fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en ekki sjö fráköst og sjö stoðsendingar eins og hann segir í viðtalinu. Andrée er svo spurður hvaða tölum hann sé að skila að meðaltali í leik á tímabilinu. Hann svarar 14 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Samkvæmt heimasíðu KKÍ er Andrée með 9,5 stig, 1,3 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðatali í leik.Tölfræði Andrée Michelsson í vetur.mynd/skjáskot af vef KKÍBlaðamaður Lokaltidningen spyr Andrée svo út í framtíðina en Andrée vonast til þess að hann verði að spila með einu af bestu liðum heims eftir tvö ár. Hér eftir má lesa þýðingu á viðtalinu við Andrée, sem birtist í Lokaltidningen í Malmö: Fyrrum leikmaður Malbas, hinn efnilegi Andrée Michaelsson leikur nú á sínu öðru tímabili á Íslandi. Fyrir þetta tímabil skipti hann um lið og gekk til liðs við nýliða Hattar sem leika í efstu deild. Í fyrra fékk Andrée Michaelsson, sem nú er heima í Videdal að halda upp á jólin, sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá íslenska liðinu Snæfelli. Liðið féll úr efstu deild og Andrée skrifaði undir samning við nýliða Hattar. Ástæða þess að íslenska deildin varð fyrir valinu er sú að mamma hans er íslensk og hann er með tvöfalt ríkisfang. „Hvert lið má aðeins hafa þrjá erlenda leikmenn og ég telst ekki sem slíkur þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Liðunum finnst það vera plús.“ Hvernig gengur hjá þér? „Mjög vel. Ég leik með leikmönnum sem hafa spilað í bestu liðum heims, líkt og NBA. Ég fæ að spila mikið, er að spila vel og bæta minn leik mikið. Ég er bara 20 ára en fæ tækifæri til að leika með virkilega góðum leikmönnum sem eru eldri en ég. Við féllum úr leik í 8-liða úrslitum áður en ég kom heim, gegn liðinu sem hefur unnið fjögur ár í röð. Við töpuðum bara með 8 stigum. Ég skoraði mest í leiknum og var með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.“ Hvert er meðaltalið þitt í leik á tímabilinu? „14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.“ Þú fékkst tilboð frá Ítalíu, Makedóníu, Þýskalandi og Kósovó en valdir að vera áfram í íslensku deildinni. Af hverju? „Mér leist betur á að vera eitt ár í viðbót og halda áfram að þróa minn leik. Það gerist oft að ungir leikmenn koma inn í bestu liðin of snemma. Hér get ég náð mér í meiri reynslu áður en ég tek næsta skref.“ Hvernig lítur framtíðin út? „Ég tek eitt tímabil í einu. Vonandi spila ég í einu af bestu liðum heims eftir 2 ár. Ég sé það ekki sjálfur en fólki finnst ég vera að spila vel og hefur trú á mér. Þannig að ég held áfram að leggja hart að mér og þróa minn leik.“ Hvernig er að búa á Íslandi? „Mér líður vel. Ég bý einn í þriggja herbergja íbúð þannig að það getur stundum verið svolítið einmanalegt. Ég æfi tvisvar á dag. Ég vakna klukkan 6 til að æfa klukkan 7. Síðan æfi ég aftur frá 16-18.“Uppfært 14:15Í samtali við Vísi segir Andrée að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtalinu við Lokaltidningen.Nánar má lesa um það með því að smella hér.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Segir rangt eftir sér haft Andrée Michelsson, leikmaður Hattar í Domino's deild karla, segir að rangt hafi verið haft eftir sér í viðtali við Lokaltidningen í Malmö. 19. desember 2017 13:57