Viðskipti innlent

Björg ráðin til Tulipop

Atli Ísleifsson skrifar
Björg Arnardóttir.
Björg Arnardóttir. tulipop
Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum (e. licensing Manager) og mun leiða þá starfsemi hjá félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Björg hefur undanfarin átta ár starfað hjá Kaupþingi, einkum við stýringu og endurskipulagningu á alþjóðlegum eignaverkefnum. Björg lauk BS prófi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík árið 2004 og er löggildur verðbréfamiðlari. Hún hefur starfað í fjármála- og bankageiranum frá 2004, og lengst af við alþjóðleg eignaverkefni hjá Kaupþing og Icebank,“ segir í tilkynninguni.

Enn fremur kemur fram að Tulipop hafi á síðasta ári hafið undirbúning að framleiðslu 52 þátta teiknimyndaseríu fyrir sjónvarp í samstarfi við reynslumikla aðila úr teiknimyndageiranum, og sett í loftið teiknimyndaseríu á YouTube í október síðastliðinn. Þættirnir hafa fengið yfir 500 þúsund áhorf. Samhliða því að gera vörumerkið Tulipop meira sýnilegt erlendis er verið að byggja upp vörumerkið í Bandaríkjunum með gerð nytjaleyfissamninga við alþjóðlega framleiðendur.

Tulipop er hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í New York, en fyrirtækið var stofnað árið 2010 og opnaði nýverið sína fyrstu verslun á Skólavörðustíg í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Tulipop með hundruð milljóna króna sjónvarpsþætti

Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×