Tæknin er lykill að framtíðinni Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2017 07:00 Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun