Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 10. nóvember 2024 08:30 Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun