Bitcoin tekur skarpa dýfu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2017 05:00 Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell. Nordicphotos/AFP Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. Var eitt Bitcoin í gær 9.600 dala virði samanborið við 11.434 dali á miðvikudaginn en Bitcoin hafði aldrei verið verðmætara en þá. Virði Bitcoin hefur samt sem áður aukist gríðarlega frá áramótum en eitt Bitcoin var um þúsund dala virði í upphafi árs. Ýmsir fjárfestar hafa því grætt mikið á uppgangi þessarar rafrænu myntar. Í viðtali við BBC í gær sagði hagfræðiprófessorinn Garrick Hileman að þar sem Bitcoin væri eftirlitslaus mynt og þar sem færri sýsluðu með hana væru sveiflur sem þessar venjulegar. Neil Wilson hjá greiningardeild ETX í Lundúnum sagði viðskipti gærdagsins mestu rússíbanareið sem hann hefði séð. Stór ástæða fyrir þessum sveiflum væri hve fjárfestarnir væru fáir og hefðu þar að auki litla sem enga reynslu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. Var eitt Bitcoin í gær 9.600 dala virði samanborið við 11.434 dali á miðvikudaginn en Bitcoin hafði aldrei verið verðmætara en þá. Virði Bitcoin hefur samt sem áður aukist gríðarlega frá áramótum en eitt Bitcoin var um þúsund dala virði í upphafi árs. Ýmsir fjárfestar hafa því grætt mikið á uppgangi þessarar rafrænu myntar. Í viðtali við BBC í gær sagði hagfræðiprófessorinn Garrick Hileman að þar sem Bitcoin væri eftirlitslaus mynt og þar sem færri sýsluðu með hana væru sveiflur sem þessar venjulegar. Neil Wilson hjá greiningardeild ETX í Lundúnum sagði viðskipti gærdagsins mestu rússíbanareið sem hann hefði séð. Stór ástæða fyrir þessum sveiflum væri hve fjárfestarnir væru fáir og hefðu þar að auki litla sem enga reynslu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira