Víða hættulegar akstursaðstæður Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:56 Það er ekki útilokað að það muni blása um Holtavörðuheiði í kvöld og nótt. Vísir/GVA Gular viðvaranir taka í gildi í kvöld frá norðanverðum Vestfjörðum, yfir Breiðafjörð, um Norðurland, á miðhálendinu og að Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir meðalvindi á bilinu 15 til 23 m/sog getur vindur sumstaðar farið í 30 til 40 m/s í hviðum. Fyrir vikið eru víða varasamar aðstæður til aksturs, „einkum á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Á Suðausturlandi er varað við staðbundnum og varasömum vindstrengum við Vatnajökul og undir Öræfajökli gætu vindhviður náð 50 m/s. Þar segir Veðurstofan að hættulegt sé fyrir ökutæki að vera á ferðinni. Þá verður lélegt skyggni á Miðhálendinu í kvöld og í nótt sökum snjókomu og slyddu. Þar verður jafnframt vestan 18 til 25 m/s.Gular viðvaranir taka gildi í kvöld.VeðurstofanMeð þessum vestan garra færist þurrara og kaldara loft yfir landið að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar og í kvöld og nótt styttir því upp að mestu og rofar til. Það dregur síðan smám saman úr vestan belgingnum eftir hádegi á morgun. Útlit er fyrir hið rólegasta veður á landinu á sunnudag. Annars staðar á landinu er gert ráð fyrir suðvestan 8 til 15 m/s og rigningu eða súld. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga.Á laugardag:Vestan 15-23 m/s og jafnvel enn hvassara í vindstrengjum á Suðausturlandi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Dregur smám saman úr vindi síðdegis, kólnar í veðri með éljagangi á Norðausturlandi.Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og þurrt að kalla á landinu. Frostlaust við suður- og vesturströndina, annars vægt frost. Líkur á rigningu eða slyddu suðvestanlands um kvöldið.Á mánudag:Hægt vaxandi sunnanátt, þykknar upp með dálítilli vætu og hlýnar. Áfram hægur vindur á Norður- og Austurlandi, úrkomulaust að kalla og vægt frost.Á þriðjudag:Sunnan 8-13 með rigningu og súld. Hiti 5 til 10 stig.Á miðvikudag:Stíf suðaustlæg og síðar breytileg átt með rigningu, einkum um landið sunnanvert. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Líkur á hvassri vestan- og norðvestanátt með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Gular viðvaranir taka í gildi í kvöld frá norðanverðum Vestfjörðum, yfir Breiðafjörð, um Norðurland, á miðhálendinu og að Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir meðalvindi á bilinu 15 til 23 m/sog getur vindur sumstaðar farið í 30 til 40 m/s í hviðum. Fyrir vikið eru víða varasamar aðstæður til aksturs, „einkum á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Á Suðausturlandi er varað við staðbundnum og varasömum vindstrengum við Vatnajökul og undir Öræfajökli gætu vindhviður náð 50 m/s. Þar segir Veðurstofan að hættulegt sé fyrir ökutæki að vera á ferðinni. Þá verður lélegt skyggni á Miðhálendinu í kvöld og í nótt sökum snjókomu og slyddu. Þar verður jafnframt vestan 18 til 25 m/s.Gular viðvaranir taka gildi í kvöld.VeðurstofanMeð þessum vestan garra færist þurrara og kaldara loft yfir landið að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar og í kvöld og nótt styttir því upp að mestu og rofar til. Það dregur síðan smám saman úr vestan belgingnum eftir hádegi á morgun. Útlit er fyrir hið rólegasta veður á landinu á sunnudag. Annars staðar á landinu er gert ráð fyrir suðvestan 8 til 15 m/s og rigningu eða súld. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga.Á laugardag:Vestan 15-23 m/s og jafnvel enn hvassara í vindstrengjum á Suðausturlandi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Dregur smám saman úr vindi síðdegis, kólnar í veðri með éljagangi á Norðausturlandi.Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og þurrt að kalla á landinu. Frostlaust við suður- og vesturströndina, annars vægt frost. Líkur á rigningu eða slyddu suðvestanlands um kvöldið.Á mánudag:Hægt vaxandi sunnanátt, þykknar upp með dálítilli vætu og hlýnar. Áfram hægur vindur á Norður- og Austurlandi, úrkomulaust að kalla og vægt frost.Á þriðjudag:Sunnan 8-13 með rigningu og súld. Hiti 5 til 10 stig.Á miðvikudag:Stíf suðaustlæg og síðar breytileg átt með rigningu, einkum um landið sunnanvert. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Líkur á hvassri vestan- og norðvestanátt með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira