Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:00 Ásakanirnar á hendur lögreglufulltrúanum komu fram innan fíkniefnadeildar sem logaði í ágreiningi. Vísir/Eyþór Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað. Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað.
Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00