Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2016 09:15 Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins að sögn varahéraðssaksóknara. Visir/GVA Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa hjá lögreglu verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið fellt niður. Ekkert saknæmt hefði komið í ljós við rannsókn málsins sem hefði verið ítarleg. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaðan væri afgerandi. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem nú hefur verið fellt niður. Lögreglufulltrúinn leitar nú réttar síns og hefur kært ákvörðun lögreglustjóra að vísa honum frá störfum á meðan rannsókn málsins stóð. Málið má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum. „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara,“ sagði Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, við Vísi í janúar. Þá hafði lögreglufulltrúanum verið vikið frá störfum tímabundið, þ.e. á meðan mál hans væri til rannsóknar hjá héraðsrannsóknara. Þeirri rannsókn, sem staðið hefur yfir síðan í ársbyrjun, er nú lokið með fyrrnefndri afgerandi niðurstöðu. Ekkert saknæmt kom í ljós. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið undanfarið hálft ár. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í fíkniefnadeildinni og hún að stórum hluta klofnað í afstöðu sinni til ásakana á hendur fulltrúanum. Um áramótin, skömmu áður en héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á ásökunum á hendur umræddum lögreglufulltrúa, var rannsóknarlögreglumanni innan fíkniefnadeildar sömuleiðis vikið frá störfum, einnig vegna ásakana um óeðlileg samskipti við annan mann tengdum fíkniefnaheiminum. Það mál er á borði ríkissaksóknara og er að vænta niðurstöðu þeirrar rannsóknar á næstunni. Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Pjetur Ásakanir ekki formlega rannsakaðar Lögreglufulltrúinn var færður til í starfi starfi sínu sem yfirmaður í upplýsinga- og fíkniefnadeild í fyrravor vegna gruns samstarfsmanna að hann læki upplýsingum úr deildinni. Í ljós hafði komið að ásakanir á hendur fulltrúanum, frá árinu 2012, höfðu ekki verið formlega rannsakaðar eins og fullyrt hafði verið við þá. Töldu þeir sig ekki geta starfað í deildinni á meðan ásakanirnar væru ekki teknar til formlegrar rannsóknar. Þannig var að upplýsingagjafi leitaði til lögreglu snemma árs 2012 og fullyrti að lögreglufulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við þekktan aðila í fíkniefnaheiminum þar sem peningar færu á milli. Uppi varð fótur og fit innan fíkniefnadeildar vegna þessa og ekki síður eftir að út spurðist að í stað þess að rannsaka alvarlegu ásakanirnar á hendur fulltrúanum hefði lögreglufulltrúinn verið upplýstur um ásakanirnar. Hann hefði svarið þær af sér og engin formleg rannsókn farið fram. Hins vegar fullyrti Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar á þeim tíma, á fundi með starfsmönnum deildarinnar að rannsókn hefði farið fram, sagði mönnum að snúa aftur til sinna starfa og ræða málin ekki frekar. Í greinargerð sem Karl Steinar skilaði til yfirstjórnar lögreglu um ásakanirnar á hendur hans nánasta undirmanni á sínum tíma, hans hægri hönd, kom fram að ekkert teldist hæft í ásökunum. Fréttastofa hefur þó ekki fengið neinar upplýsingar um hvað kom fram í greinargerðinni og verið neitað um að fá hana afhenta. Gagnrýnt hefur verið að yfirmaður haldi utan um athugun eða rannsókn á nánum undirmanni og yfirmaður í Danmörku segir fyrirkomulagið ekki þekkjast þar í landi. Lögregla rannsaki aldrei sjálfa sig. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014 og vann náið með lögreglufulltrúanum á þeim tíma.Vísir/Ernir Varaður við húsleit Aðilinn úr undirheimunum, sem einnig hafði stöðu sakbornings í málinu upplýsti við skýrslutöku hjá héraðssaksóknara að hann hefði í eitt skipti verið varaður við húsleit af umræddum lögreglufulltrúa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann ekki tilbúinn að tjá sig frekar nema með því skilyrði að þær upplýsingar sem hann veitti yrðu til hans að myndi njóta einhvers konar friðhelgi í málinu, hann yrði ekki ákærður fyrir samskipti sín við lögreglufulltrúann. Héraðssaksóknari sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið að engin heimild væri fyrir því í lögum. Rannsókn málsins gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, yfirlögegluþjónn hjá héraðssaksóknara, kom að stjórnun rannsóknarinnar í upphafi en sagði sig svo frá henni þegar hún var komin á veg. Ástæðan var sú að vitni töldu að rannsóknin gæti ekki verið hafin yfir allan vafa ef hann kæmi að henni sökum vinskapar hans við Karl Steinar. Undirmenn Gríms héldu rannsókninni áfram og luku henni.Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi.Vísir/StefánÓljós svör vegna aðgerðar við Hótel FrónLögreglufulltrúinn hefur komið að mörgum stórum aðgerðum hjá fíkniefnadeild og meðal þeirra var tálbeituaðgerð við Hótel Frón í fyrra. Þeirri aðgerð lauk þegar sérsveitarmaður handtók aðila sem mættur var til að sækja mikið magn fíkniefna á Laugaveginn. Viðurkennt er að sérsveitarmaðurinn handtók manninn nokkrum sekúndum fyrr en til stóð. Hins vegar liggur einnig fyrir að síðasta skipun sem sérsveitarmaðurinn og aðrir aðilar á vettvangi fengu áður en maðurinn var handtekinn var einmitt sú að stöðva ætti för mannsins. Ekki fylgja honum eftir.Vísir fylgdi málinu ítarlega eftir en það vakti mikla athygli þar sem hollensk kona fékk ellefu ára dóm í héraði sem var síðar mildaður í Hæstarétti. Við aðalmeðferð málsins kom fram að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvarkerfi. Undirmaður lögreglufulltrúans, sem sá að mestu um samskipti við lögreglu- og sérsveitarmenn á vettvangi, sagði fyrir dómi að almannahætta hefði verið á vettvangi og tæknilegir örðugleikar sömuleiðis valdið því að manninum var ekki fylgt eftir eins og til stóð.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn lögreglufulltrúans.VísirÓútskýrð handtökuskipunVert er að hafa í huga að lögregluaðgerðin hafði staðið yfir í fimm daga og öllum ljóst að markmið hennar væri að fylgja efnunum, raunar gerviefnum, eftir. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögegluþjónn hjá LRH sem kom að aðgerðum þennan dag, sagði í samtali við Vísi í nóvember að fjarskiptavandamál hefðu orðið þess valdandi að aðgerðin gekk ekki að óskum. Upplýsingar hefðu ekki borist til allra. Hvaða upplýsingar það voru hefur ekki komið fram og allt virtist ganga samkvæmt áætlun þegar gefin var sú skipun að handtaka manninn í stað þess að fylgja honum eftir. Aldrei hefur verið fullyrt að umræddur lögreglufulltrúi hafi verið ástæða þess að aðgerðin fór út um þúfur en rétt er að halda til haga að yfirmenn hans hafa haldið hans nafni utan við aðgerðina og ekki megi líta á aðgerðina sem klúður. Um það voru þau Aldís og Friðrik Smári sammála.„Þarna þurfti að taka ákvarðanir á augabragði og svona fór þetta bara,“ sagði Friðrik Smári við Vísi í desember. Ekki hefur þótt ástæða til að rannsaka formlega hvers vegna aðgerðin við Hótel Frón fór út um þúfur. Sjálfur hefur Friðrik Smári neitað að upplýsa hver síðasta skipun var áður en maðurinn var handtekinn.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur um ýmislegt að hugsa nú þegar rannsókn héraðssaksóknara er lokið.Vísir/ErnirÓleystur vandi innan lögregluÓvíst er hvert framhald málsins verður en þar sem ekkert saknæmt fannst við rannsókn héraðssaksóknara á málinu má reikna með því að lögreglufulltrúinn snúi aftur til starfa hjá lögreglu. Í janúar, skömmu eftir að rannsóknir á fyrrnefndum tveimur starfsmönnum fíkniefnadeildar hófust, var Aldís Hilmarsdóttir færð til í starfi og tók Runólfur Þórhallsson við hennar stöðu sem yfirmaður fíkniefnadeildar. Aldís óskaði eftir rökstuðningi frá lögreglustjóranum, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, vegna flutningsins og sagði Sigríður Björk Aldísi eiga rétt á honum og myndi fá hann í hendur. Tilfærslan gildi í sex mánuði frá 22. janúar. Sigríður Björk sagði í samtali við Vísi í janúar hafa metið það svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í hálft ár meðal annars vegna rannsóknar á starfsmönnum deildarinnar. Aldís hefur verið afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að ekkert væri upp á lögreglufulltrúann að klaga.Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögreglufulltrúinn sjálfur orð á því að ásakanir á hendur honum yrðu teknar til formlegrar rannsóknar. Þá hafi hann sömuleiðis gert athugasemdir endurtekið við það að hann væri í yfirmannsstöðu bæði hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma. Hann gengdi engu að síður starfinu, báðum stöðum, í lengri tíma án þess að nokkuð var gert, fyrr en síðasta vor eftir að fyrrnefndir átta héldu á fund ríkislögreglustjóra. Sömuleiðis þótti yfirmönnum hans aldrei ástæða til að láta fara fram formlega rannsókn á ásökunum, sem virðist þó hafa verið ósk og krafa stórs hluta samstarfsmanna hans auk hans sjálfs. Lögreglufulltrúinn hefur kært ákvörðun Sigríðar Bjarkar til innanríkissráðuneytisins. Lögmaður hans, Kristján Thorlacius, segir í samtali við RÚV engar forsendur hafa verið til að víkja honum frá störfum. Umbjóðandi hans hafi orðið fyrir miklu tjóni og sem dæmi verið á hálfum grunnlaunum allan þann tíma sem rannsókn málsins stóð. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa hjá lögreglu verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið fellt niður. Ekkert saknæmt hefði komið í ljós við rannsókn málsins sem hefði verið ítarleg. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaðan væri afgerandi. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem nú hefur verið fellt niður. Lögreglufulltrúinn leitar nú réttar síns og hefur kært ákvörðun lögreglustjóra að vísa honum frá störfum á meðan rannsókn málsins stóð. Málið má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum. „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara,“ sagði Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, við Vísi í janúar. Þá hafði lögreglufulltrúanum verið vikið frá störfum tímabundið, þ.e. á meðan mál hans væri til rannsóknar hjá héraðsrannsóknara. Þeirri rannsókn, sem staðið hefur yfir síðan í ársbyrjun, er nú lokið með fyrrnefndri afgerandi niðurstöðu. Ekkert saknæmt kom í ljós. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið undanfarið hálft ár. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í fíkniefnadeildinni og hún að stórum hluta klofnað í afstöðu sinni til ásakana á hendur fulltrúanum. Um áramótin, skömmu áður en héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á ásökunum á hendur umræddum lögreglufulltrúa, var rannsóknarlögreglumanni innan fíkniefnadeildar sömuleiðis vikið frá störfum, einnig vegna ásakana um óeðlileg samskipti við annan mann tengdum fíkniefnaheiminum. Það mál er á borði ríkissaksóknara og er að vænta niðurstöðu þeirrar rannsóknar á næstunni. Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Pjetur Ásakanir ekki formlega rannsakaðar Lögreglufulltrúinn var færður til í starfi starfi sínu sem yfirmaður í upplýsinga- og fíkniefnadeild í fyrravor vegna gruns samstarfsmanna að hann læki upplýsingum úr deildinni. Í ljós hafði komið að ásakanir á hendur fulltrúanum, frá árinu 2012, höfðu ekki verið formlega rannsakaðar eins og fullyrt hafði verið við þá. Töldu þeir sig ekki geta starfað í deildinni á meðan ásakanirnar væru ekki teknar til formlegrar rannsóknar. Þannig var að upplýsingagjafi leitaði til lögreglu snemma árs 2012 og fullyrti að lögreglufulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við þekktan aðila í fíkniefnaheiminum þar sem peningar færu á milli. Uppi varð fótur og fit innan fíkniefnadeildar vegna þessa og ekki síður eftir að út spurðist að í stað þess að rannsaka alvarlegu ásakanirnar á hendur fulltrúanum hefði lögreglufulltrúinn verið upplýstur um ásakanirnar. Hann hefði svarið þær af sér og engin formleg rannsókn farið fram. Hins vegar fullyrti Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar á þeim tíma, á fundi með starfsmönnum deildarinnar að rannsókn hefði farið fram, sagði mönnum að snúa aftur til sinna starfa og ræða málin ekki frekar. Í greinargerð sem Karl Steinar skilaði til yfirstjórnar lögreglu um ásakanirnar á hendur hans nánasta undirmanni á sínum tíma, hans hægri hönd, kom fram að ekkert teldist hæft í ásökunum. Fréttastofa hefur þó ekki fengið neinar upplýsingar um hvað kom fram í greinargerðinni og verið neitað um að fá hana afhenta. Gagnrýnt hefur verið að yfirmaður haldi utan um athugun eða rannsókn á nánum undirmanni og yfirmaður í Danmörku segir fyrirkomulagið ekki þekkjast þar í landi. Lögregla rannsaki aldrei sjálfa sig. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014 og vann náið með lögreglufulltrúanum á þeim tíma.Vísir/Ernir Varaður við húsleit Aðilinn úr undirheimunum, sem einnig hafði stöðu sakbornings í málinu upplýsti við skýrslutöku hjá héraðssaksóknara að hann hefði í eitt skipti verið varaður við húsleit af umræddum lögreglufulltrúa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann ekki tilbúinn að tjá sig frekar nema með því skilyrði að þær upplýsingar sem hann veitti yrðu til hans að myndi njóta einhvers konar friðhelgi í málinu, hann yrði ekki ákærður fyrir samskipti sín við lögreglufulltrúann. Héraðssaksóknari sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið að engin heimild væri fyrir því í lögum. Rannsókn málsins gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, yfirlögegluþjónn hjá héraðssaksóknara, kom að stjórnun rannsóknarinnar í upphafi en sagði sig svo frá henni þegar hún var komin á veg. Ástæðan var sú að vitni töldu að rannsóknin gæti ekki verið hafin yfir allan vafa ef hann kæmi að henni sökum vinskapar hans við Karl Steinar. Undirmenn Gríms héldu rannsókninni áfram og luku henni.Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi.Vísir/StefánÓljós svör vegna aðgerðar við Hótel FrónLögreglufulltrúinn hefur komið að mörgum stórum aðgerðum hjá fíkniefnadeild og meðal þeirra var tálbeituaðgerð við Hótel Frón í fyrra. Þeirri aðgerð lauk þegar sérsveitarmaður handtók aðila sem mættur var til að sækja mikið magn fíkniefna á Laugaveginn. Viðurkennt er að sérsveitarmaðurinn handtók manninn nokkrum sekúndum fyrr en til stóð. Hins vegar liggur einnig fyrir að síðasta skipun sem sérsveitarmaðurinn og aðrir aðilar á vettvangi fengu áður en maðurinn var handtekinn var einmitt sú að stöðva ætti för mannsins. Ekki fylgja honum eftir.Vísir fylgdi málinu ítarlega eftir en það vakti mikla athygli þar sem hollensk kona fékk ellefu ára dóm í héraði sem var síðar mildaður í Hæstarétti. Við aðalmeðferð málsins kom fram að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvarkerfi. Undirmaður lögreglufulltrúans, sem sá að mestu um samskipti við lögreglu- og sérsveitarmenn á vettvangi, sagði fyrir dómi að almannahætta hefði verið á vettvangi og tæknilegir örðugleikar sömuleiðis valdið því að manninum var ekki fylgt eftir eins og til stóð.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn lögreglufulltrúans.VísirÓútskýrð handtökuskipunVert er að hafa í huga að lögregluaðgerðin hafði staðið yfir í fimm daga og öllum ljóst að markmið hennar væri að fylgja efnunum, raunar gerviefnum, eftir. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögegluþjónn hjá LRH sem kom að aðgerðum þennan dag, sagði í samtali við Vísi í nóvember að fjarskiptavandamál hefðu orðið þess valdandi að aðgerðin gekk ekki að óskum. Upplýsingar hefðu ekki borist til allra. Hvaða upplýsingar það voru hefur ekki komið fram og allt virtist ganga samkvæmt áætlun þegar gefin var sú skipun að handtaka manninn í stað þess að fylgja honum eftir. Aldrei hefur verið fullyrt að umræddur lögreglufulltrúi hafi verið ástæða þess að aðgerðin fór út um þúfur en rétt er að halda til haga að yfirmenn hans hafa haldið hans nafni utan við aðgerðina og ekki megi líta á aðgerðina sem klúður. Um það voru þau Aldís og Friðrik Smári sammála.„Þarna þurfti að taka ákvarðanir á augabragði og svona fór þetta bara,“ sagði Friðrik Smári við Vísi í desember. Ekki hefur þótt ástæða til að rannsaka formlega hvers vegna aðgerðin við Hótel Frón fór út um þúfur. Sjálfur hefur Friðrik Smári neitað að upplýsa hver síðasta skipun var áður en maðurinn var handtekinn.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur um ýmislegt að hugsa nú þegar rannsókn héraðssaksóknara er lokið.Vísir/ErnirÓleystur vandi innan lögregluÓvíst er hvert framhald málsins verður en þar sem ekkert saknæmt fannst við rannsókn héraðssaksóknara á málinu má reikna með því að lögreglufulltrúinn snúi aftur til starfa hjá lögreglu. Í janúar, skömmu eftir að rannsóknir á fyrrnefndum tveimur starfsmönnum fíkniefnadeildar hófust, var Aldís Hilmarsdóttir færð til í starfi og tók Runólfur Þórhallsson við hennar stöðu sem yfirmaður fíkniefnadeildar. Aldís óskaði eftir rökstuðningi frá lögreglustjóranum, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, vegna flutningsins og sagði Sigríður Björk Aldísi eiga rétt á honum og myndi fá hann í hendur. Tilfærslan gildi í sex mánuði frá 22. janúar. Sigríður Björk sagði í samtali við Vísi í janúar hafa metið það svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í hálft ár meðal annars vegna rannsóknar á starfsmönnum deildarinnar. Aldís hefur verið afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að ekkert væri upp á lögreglufulltrúann að klaga.Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögreglufulltrúinn sjálfur orð á því að ásakanir á hendur honum yrðu teknar til formlegrar rannsóknar. Þá hafi hann sömuleiðis gert athugasemdir endurtekið við það að hann væri í yfirmannsstöðu bæði hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma. Hann gengdi engu að síður starfinu, báðum stöðum, í lengri tíma án þess að nokkuð var gert, fyrr en síðasta vor eftir að fyrrnefndir átta héldu á fund ríkislögreglustjóra. Sömuleiðis þótti yfirmönnum hans aldrei ástæða til að láta fara fram formlega rannsókn á ásökunum, sem virðist þó hafa verið ósk og krafa stórs hluta samstarfsmanna hans auk hans sjálfs. Lögreglufulltrúinn hefur kært ákvörðun Sigríðar Bjarkar til innanríkissráðuneytisins. Lögmaður hans, Kristján Thorlacius, segir í samtali við RÚV engar forsendur hafa verið til að víkja honum frá störfum. Umbjóðandi hans hafi orðið fyrir miklu tjóni og sem dæmi verið á hálfum grunnlaunum allan þann tíma sem rannsókn málsins stóð.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira