Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2017 23:00 Ákvörðun lögreglustjóra að leysa fulltrúann frá störfum tímabundið var talin óþörf og ólögmæt. vísir/GVA Persónuleg óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar og stoðlausar ásakanir um spillingu voru drifkraftur ákvörðunar lögreglustjóra um að víkja lögreglufulltrúa úr deildinni tímabundið úr starfi. Þetta má lesa úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi fulltrúanum skaðabætur í dag. Uppruni ásakananna var jafnvel rakinn til ummæla ölvaðra lögreglumanna í návist brotamanna á bar. Fyrrverandi lögreglufulltrúi hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vann skaðabótamál gegn íslenska ríkinu í héraðsdómi í dag. Ríkið þarf að greiða honum 2,2 milljónir í bætur. Lögreglufulltrúanum var vikið úr starfi tímabundið vegna rannsóknar á meintri spillingu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ásakanir um að lögreglufulltrúinn hefði brotið alvarlega af sér í starfi hafi „alla tíð verið með öllu órökstuddar“. Þær hafi aðeins byggst á orðrómi og engu öðru. Vísbendingar eru um að þær hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér. Auk skaðabótanna var ríkið dæmt til að greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Lögmaður fulltrúans segir dóminn „gríðarlegan áfellisdóm“ yfir yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sögusagnir fóru á kreik innan lögreglunnar Forsaga málsins og ásakananna í garð lögreglufulltrúans er rakin ítarlega í dómi héraðsdóms. Orðrómur um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum fóru á kreik innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kringum áramótin 2010 til 2011. Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum eftir að hafa skoðað ásakanirnar. Fram kemur að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir að ásakanirnar væru rannsakaðar ofan í kjölinn til að hægt væri að hreinsa hann af þeim.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann skilaði úttekt um ásakanir á hendur fulltrúanum en sagðist bera fullt traust til hans árið 2012.Vísir/ErnirFlokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar Svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Vitni lýstu því að deildin skiptist í þrjár fylkingar; eina sem var hliðholl lögreglufulltrúanum, aðra sem var honum andsnúinn og þá þriðju sem hélt hlutleysi. Svipuð mynd var dreginn upp af deildinni í máli Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildarinnar frá 2014 til byrjun árs 2016, sem hefur einnig stefnt ríkinu fyrir ólögmæta brottvikningu úr starfi þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í því máli kom fram að nokkrir starfsmenn deildarinnar voru ósáttir við Aldísi og lögreglufulltrúann sem unnu náið saman. Töldu þeir að þau hefðu sett sig til hliðar og að Aldís vildi losna við þá úr deildinni. Nokkrir starfsmenn fíkniefnadeildarinnar létu gömlu ásakanirnar fylgja þegar þeir kvörtuðu undan fulltrúanum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra árið 2015. Þeir fóru einnig á fund Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, sem hafði áður stýrt fíkniefnadeildinni á höfuðborgarsvæðinu og settu fram sömu ásakanir. Ásgeir vísaði málinu til ríkissaksóknara sem óskaði eftir viðbrögðum frá lögreglustjóra um hvað hann hygðist gera í upplýsingum um meinta spillingu lögreglufulltrúans. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að á þessu stigi hafi engin áþreifanleg gögn legið fyrir sem bentu til þess að lögreglufulltrúinn hefði gerst sekur um brot í starfi, aðeins sögusagnir.Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, taldi ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum það alvarlegar að ekki væri um annað að ræða en rannsókn færi fram á málinu. Hópur lögreglumanna sem voru ósáttir við lögreglufulltrúann lögðu ásakanirnar fram við hann.Vísir/PjeturSakamálarannsókn hafin þótt ekkert nýtt hefði komið fram Tveimur lögreglumönnum var falið að taka viðtöl við starfsmenn deildarinnar og gera samantekt um ásakanirnar á hendur lögreglufulltrúanum. Aukinn þungi kom í ásakanirnar þegar Húnbogi Andersen, lögmaður og fyrrverandi starfsmaður fíkniefnadeildarinnar, sagði umbjóðanda sinn hafa borið sakir á lögreglufulltrúann. Umbjóðandinn kom hins vegar af fjöllum um það. Héraðsdómur segir að setja megi spurningamerki við hvernig innanhússkoðun yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var háttað. Með samantektinni hafi ásakanirnar gegn lögreglufulltrúanum verið komnar á prent án þess að frekari gagna hafi verið aflað en höfðu áður legið fyrir. Eftir frekari skoðun ákvað ríkissaksóknari að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum lögreglufulltrúans með aðstoð ríkislögreglustjóra. Í kjölfarið var lögreglufulltrúinn leystur frá störfum tímabundið í janúar í fyrra.Töldu óskiljanlegt að ásakanir hafi ratað inn í málið Í sem stystu máli kom ekkert út úr rannsókn sem héraðssaksóknari gerði á lögreglufulltrúanum. Komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert renndi stoðum undir að hann hefði með einhverjum hætti gerst brotlegur í starfi. „Svo virðist sem samskiptaörðugleikar innan fíkniefnadeildar [...], orðrómur meðal brotamanna og hugsanlegur persónulegur ágreiningur skýri að einhverju leyti þrálátan orðróm um hið gagnstæða,“ sagði héraðssaksóknari og felldi málið niður. Í dómnum kemur fram að rannsakendur héraðssaksóknara hafi talið að margar ávirðingar á hendur fulltrúanum væru óskiljanlegar og óútskýrt væri hvernig þær hafi ratað inn í málið og gætu varðað starfsskyldur hans.Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók ákvörðun um að leysa lögreglufulltrúann frá störfum vegna rannsóknar á gömlum ásökunum. Enginn fótur reyndist fyrir þeim.Vísir/ErnirÞó að héraðsdómur telji brotin sem lögreglufulltrúinn var sakaður um það alvarleg að lögreglustjóra hafi verið heimilt að láta rannsaka þau, ítrekar hann að ákvörðun um slíka rannsókn þurfi að byggjast á málefnalegum forsendum. Héraðsdómur segir óhjákvæmilegt að ganga út frá að ásakanirnar hafi alla tíð verið með öllu órökstuddar og aðeins byggt á orðrómi. Engin innistæða hafi heldur reynst fyrir ásökunum Húnboga.Rakið til óvarlegra ummæla á barÍ dómnum segir ennfremur að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu utan lögreglustjóra hafi borið fyllsta trausts til fulltrúans. Þá sé ekki hægt að draga aðra ályktun en að starfsmenn fíkniefnadeildarinnar sem kvörtuðu undan fulltrúanum við yfirstjórnina hafi lagt „allt að því fæð“ á hann. Í skýrslutökum hafi komið fram að ástæðu þess að orðrómar um spillingu fulltrúans hafi farið á kreik mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“.Ekki nægjanlegt að byggja á orðrómi Niðurstaða héraðsdóms er því að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið of langt gagnvart lögreglufulltrúanum þegar hann var leystur frá störfum um standarsakir. Sú ákvörðun hafi verið ólögmæt og óþörf. Hún hafi ekki gætt að rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar og fulltrúinn hafi ekki notið andmælaréttar. Þá hafi meðalhófs ekki verið gætt, einkum í ljósi þess að engin afgerandi gögn hafi komið fram sem var auðveldlega hægt að hnekkja frá því að orðrómar um meinta spillingu komu fyrst fram. Dómurinn telur að málefnaleg sjónarmið hafi ekki verið lögð til grundvallar þegar ákveðið var að leysa fulltrúann frá störfum. Það hafi verið aðstæður og ástand í fíkniefnadeildinni og persónuleg óvild nokkurra starfsmanna í garð fulltrúans sem hafi verið nokkur drifkraftur þar. Ekki sé nægjanlegt að byggja ákvörðun á orðrómi þótt ásakanirnar hafi verið alvarlegar.Aldís Hilmarsdóttir var yfirmaður fíkniefnadeildarinnar þegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum fóru aftur á kreik árið 2015. Hún var færð til í starfi á sama tíma og fulltrúinn var leystur frá starfi.Vísir/EyþórVerður lengi að hreinsa af sér orðróminnLögreglufulltrúinn starfar nú sem rannsóknarlögreglumaður á öðru sviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dómnum kemur fram að málið hafi allt reynst honum þungbært, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar hafi verið. Telur dómurinn líkur á að ákvörðunin um að leysa hann frá störfum hafi skert mjög möguleika hans til framgangs í starfi innan lögreglunnar og jafnvel víðar. Ekki sé óvarlegt að álykta að það muni taka hann langan tíma að hreinsa orðróminn af sér að fullu þrátt fyrir að hann hafi reynst innihaldslaus. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Persónuleg óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar og stoðlausar ásakanir um spillingu voru drifkraftur ákvörðunar lögreglustjóra um að víkja lögreglufulltrúa úr deildinni tímabundið úr starfi. Þetta má lesa úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi fulltrúanum skaðabætur í dag. Uppruni ásakananna var jafnvel rakinn til ummæla ölvaðra lögreglumanna í návist brotamanna á bar. Fyrrverandi lögreglufulltrúi hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vann skaðabótamál gegn íslenska ríkinu í héraðsdómi í dag. Ríkið þarf að greiða honum 2,2 milljónir í bætur. Lögreglufulltrúanum var vikið úr starfi tímabundið vegna rannsóknar á meintri spillingu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ásakanir um að lögreglufulltrúinn hefði brotið alvarlega af sér í starfi hafi „alla tíð verið með öllu órökstuddar“. Þær hafi aðeins byggst á orðrómi og engu öðru. Vísbendingar eru um að þær hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Lögreglufulltrúinn var leystur tímabundið frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu í hans garð. Málið var fellt niður þar sem engar vísbendingar fundust um að hann hefði brotið af sér. Auk skaðabótanna var ríkið dæmt til að greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Lögmaður fulltrúans segir dóminn „gríðarlegan áfellisdóm“ yfir yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sögusagnir fóru á kreik innan lögreglunnar Forsaga málsins og ásakananna í garð lögreglufulltrúans er rakin ítarlega í dómi héraðsdóms. Orðrómur um að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við ákveðinn upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum fóru á kreik innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kringum áramótin 2010 til 2011. Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, skilaði minnisblaði í byrjun árs 2012 þar sem hann lýsti yfir 100% trausti á lögreglufulltrúanum eftir að hafa skoðað ásakanirnar. Fram kemur að fulltrúinn óskaði sjálfur eftir að ásakanirnar væru rannsakaðar ofan í kjölinn til að hægt væri að hreinsa hann af þeim.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann skilaði úttekt um ásakanir á hendur fulltrúanum en sagðist bera fullt traust til hans árið 2012.Vísir/ErnirFlokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar Svo virðist sem að ágreiningur og flokkadrættir innan fíkniefnadeildarinnar hafi orðið kveikjan að því að ásakanirnar á hendur fulltrúanum fóru aftur á kreik vorið 2015. Vitni lýstu því að deildin skiptist í þrjár fylkingar; eina sem var hliðholl lögreglufulltrúanum, aðra sem var honum andsnúinn og þá þriðju sem hélt hlutleysi. Svipuð mynd var dreginn upp af deildinni í máli Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildarinnar frá 2014 til byrjun árs 2016, sem hefur einnig stefnt ríkinu fyrir ólögmæta brottvikningu úr starfi þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í því máli kom fram að nokkrir starfsmenn deildarinnar voru ósáttir við Aldísi og lögreglufulltrúann sem unnu náið saman. Töldu þeir að þau hefðu sett sig til hliðar og að Aldís vildi losna við þá úr deildinni. Nokkrir starfsmenn fíkniefnadeildarinnar létu gömlu ásakanirnar fylgja þegar þeir kvörtuðu undan fulltrúanum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra árið 2015. Þeir fóru einnig á fund Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, sem hafði áður stýrt fíkniefnadeildinni á höfuðborgarsvæðinu og settu fram sömu ásakanir. Ásgeir vísaði málinu til ríkissaksóknara sem óskaði eftir viðbrögðum frá lögreglustjóra um hvað hann hygðist gera í upplýsingum um meinta spillingu lögreglufulltrúans. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að á þessu stigi hafi engin áþreifanleg gögn legið fyrir sem bentu til þess að lögreglufulltrúinn hefði gerst sekur um brot í starfi, aðeins sögusagnir.Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra, taldi ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum það alvarlegar að ekki væri um annað að ræða en rannsókn færi fram á málinu. Hópur lögreglumanna sem voru ósáttir við lögreglufulltrúann lögðu ásakanirnar fram við hann.Vísir/PjeturSakamálarannsókn hafin þótt ekkert nýtt hefði komið fram Tveimur lögreglumönnum var falið að taka viðtöl við starfsmenn deildarinnar og gera samantekt um ásakanirnar á hendur lögreglufulltrúanum. Aukinn þungi kom í ásakanirnar þegar Húnbogi Andersen, lögmaður og fyrrverandi starfsmaður fíkniefnadeildarinnar, sagði umbjóðanda sinn hafa borið sakir á lögreglufulltrúann. Umbjóðandinn kom hins vegar af fjöllum um það. Héraðsdómur segir að setja megi spurningamerki við hvernig innanhússkoðun yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var háttað. Með samantektinni hafi ásakanirnar gegn lögreglufulltrúanum verið komnar á prent án þess að frekari gagna hafi verið aflað en höfðu áður legið fyrir. Eftir frekari skoðun ákvað ríkissaksóknari að hefja sakamálarannsókn á ætluðum brotum lögreglufulltrúans með aðstoð ríkislögreglustjóra. Í kjölfarið var lögreglufulltrúinn leystur frá störfum tímabundið í janúar í fyrra.Töldu óskiljanlegt að ásakanir hafi ratað inn í málið Í sem stystu máli kom ekkert út úr rannsókn sem héraðssaksóknari gerði á lögreglufulltrúanum. Komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert renndi stoðum undir að hann hefði með einhverjum hætti gerst brotlegur í starfi. „Svo virðist sem samskiptaörðugleikar innan fíkniefnadeildar [...], orðrómur meðal brotamanna og hugsanlegur persónulegur ágreiningur skýri að einhverju leyti þrálátan orðróm um hið gagnstæða,“ sagði héraðssaksóknari og felldi málið niður. Í dómnum kemur fram að rannsakendur héraðssaksóknara hafi talið að margar ávirðingar á hendur fulltrúanum væru óskiljanlegar og óútskýrt væri hvernig þær hafi ratað inn í málið og gætu varðað starfsskyldur hans.Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók ákvörðun um að leysa lögreglufulltrúann frá störfum vegna rannsóknar á gömlum ásökunum. Enginn fótur reyndist fyrir þeim.Vísir/ErnirÞó að héraðsdómur telji brotin sem lögreglufulltrúinn var sakaður um það alvarleg að lögreglustjóra hafi verið heimilt að láta rannsaka þau, ítrekar hann að ákvörðun um slíka rannsókn þurfi að byggjast á málefnalegum forsendum. Héraðsdómur segir óhjákvæmilegt að ganga út frá að ásakanirnar hafi alla tíð verið með öllu órökstuddar og aðeins byggt á orðrómi. Engin innistæða hafi heldur reynst fyrir ásökunum Húnboga.Rakið til óvarlegra ummæla á barÍ dómnum segir ennfremur að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu utan lögreglustjóra hafi borið fyllsta trausts til fulltrúans. Þá sé ekki hægt að draga aðra ályktun en að starfsmenn fíkniefnadeildarinnar sem kvörtuðu undan fulltrúanum við yfirstjórnina hafi lagt „allt að því fæð“ á hann. Í skýrslutökum hafi komið fram að ástæðu þess að orðrómar um spillingu fulltrúans hafi farið á kreik mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“.Ekki nægjanlegt að byggja á orðrómi Niðurstaða héraðsdóms er því að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið of langt gagnvart lögreglufulltrúanum þegar hann var leystur frá störfum um standarsakir. Sú ákvörðun hafi verið ólögmæt og óþörf. Hún hafi ekki gætt að rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar og fulltrúinn hafi ekki notið andmælaréttar. Þá hafi meðalhófs ekki verið gætt, einkum í ljósi þess að engin afgerandi gögn hafi komið fram sem var auðveldlega hægt að hnekkja frá því að orðrómar um meinta spillingu komu fyrst fram. Dómurinn telur að málefnaleg sjónarmið hafi ekki verið lögð til grundvallar þegar ákveðið var að leysa fulltrúann frá störfum. Það hafi verið aðstæður og ástand í fíkniefnadeildinni og persónuleg óvild nokkurra starfsmanna í garð fulltrúans sem hafi verið nokkur drifkraftur þar. Ekki sé nægjanlegt að byggja ákvörðun á orðrómi þótt ásakanirnar hafi verið alvarlegar.Aldís Hilmarsdóttir var yfirmaður fíkniefnadeildarinnar þegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum fóru aftur á kreik árið 2015. Hún var færð til í starfi á sama tíma og fulltrúinn var leystur frá starfi.Vísir/EyþórVerður lengi að hreinsa af sér orðróminnLögreglufulltrúinn starfar nú sem rannsóknarlögreglumaður á öðru sviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dómnum kemur fram að málið hafi allt reynst honum þungbært, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar hafi verið. Telur dómurinn líkur á að ákvörðunin um að leysa hann frá störfum hafi skert mjög möguleika hans til framgangs í starfi innan lögreglunnar og jafnvel víðar. Ekki sé óvarlegt að álykta að það muni taka hann langan tíma að hreinsa orðróminn af sér að fullu þrátt fyrir að hann hafi reynst innihaldslaus.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira