Lífið

Snapparar: Binni Löve hætti í háskóla og er núna með hærri laun en mamma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjólfur Löve verður í þætti Lóu Pind í kvöld.
Brynjólfur Löve verður í þætti Lóu Pind í kvöld.
Brynjólfur Löve Mogensen - binnilove á Snapchat - er líklega einn fyrsti atvinnusnappari landsins.

Eins og fram kemur í myndbandinu sem hér fylgir hætti hann í háskólanámi í viðskiptafræði á sínum tíma og gerðist atvinnusnappari í eitt ár. Hann kveðst hafa haft hærri tekjur en móðir hans á því ári.

Þriðji þáttur Snappara er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20. Þar kynnumst við tveimur gerólíkum snöppurum, brimbrettagaurnum Binna Löve sem hikar ekki við að koma nakinn fram og guðfræðinemanum Ernu Kristínu. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.


Tengdar fréttir

„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“

"Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×