Páfi nefndi Róhingja loks á nafn og hitti 16 flóttamenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Páfi hitti Róhingja í gær. Nordicphotos/AFP Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00