Páfi nefndi Róhingja loks á nafn og hitti 16 flóttamenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Páfi hitti Róhingja í gær. Nordicphotos/AFP Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Frans páfi hitti sextán manna hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja í Bangladess í gær. Nefndi páfi þar loks nafn þjóðflokksins eftir að hafa sleppt því á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali frá því í ágúst. Á fundi sínum með Róhingjum í gær sagði páfi: „Í nafni allra þeirra sem hafa ofsótt ykkur, sært ykkur, vil ég biðjast fyrirgefningar. Ég biðla til ykkar stóru hjartna um að veita okkur þá fyrirgefningu sem við biðjum um.“ „Nærvera Guðs hér í dag kallast einnig Róhingjar,“ sagði páfi enn fremur. Ummælin voru ekki hluti af ræðu páfans heldur ákvað hann að segja þau á staðnum. Óháð félagasamtök, meðan annars mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International, gagnrýndu páfa harðlega fyrir að nota heitið ekki á meðan hann var í Mjanmar og hafa meðal annars sagt að þannig hefði Frans getað tekið einarða afstöðu gegn þeim ofsóknum sem herinn þar í landi og almennir borgarar beita Róhingja. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað um þjóðernishreinsanir í því samhengi. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, en 0,2 prósent Mjanmara eru meðlimir hennar, réð páfa frá því að nota heitið enda hafnar ríkisstjórn Mjanmar heitinu alfarið. Litið er á Róhingja sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og þeir kallaðir Bengalar, burtséð frá því að þeir hafi margir hverjir fæðst í Mjanmar. Charles Bo kardináli sagði páfa að ef hann myndi nefna Róhingja eða fjalla ítarlega um þjáningar þeirra í Rakhine-héraði hætti hann ekki bara á að kynda undir átökunum heldur einnig á að stefna hinum kristna minnihluta í landinu í hættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Frans páfi fundaði með leiðtoga Mjanmar í gær og hélt ræðu þar sem hann nefndi hinn ofsótta þjóðflokk Róhingja ekki á nafn. Á hann hafði verið skorað að nota nafnið en yfirvöld þar í landi segja Róhingja ólöglega innflytjendur 29. nóvember 2017 06:00