„Á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt" Jóhann K. Jóhannsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 2. desember 2017 18:45 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins. Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins.
Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent