Körfubolti

Haukur hafði betur gegn Martin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Getty
Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson mættust í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Heimamenn í Cholet byrjuðu leikinn betur, en nokkuð jafnt var þó með liðunum. Staðan var 19-17 fyrir Cholet eftir fyrsta leikhluta. Cholet skoraði aftur 19 stig í öðrum leikhluta, en Chalons-Reims skoraði 22 og fór því með eins stigs forystu í hálfleikinn.

Leikmenn Cholet hafa fengið að heyra það frá þjálfara sínum í leikhléi, því þeir komu miklu sterkari til leiks í þriðja leikhlutann og unnu hann með tíu stigum. Þeir byrjuðu svo fjórða leikhluta á 9-0 kafla og voru komnir í 18 stiga forystu.

Þá voru úrslitin ráðin í leiknum, Chalons-Reims náði ekki að vinna upp forskotið og lokatölur urðu 83-68.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×