Fótbolti

Hjörtur vann montréttinn á Eggert

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson Vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Nordsjælland unnu sterkan 1-3 sigur á FC Copenhagen í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rúnar Alex var að vanda á sínum stað í marki Nordsjælland. Markið sem hann fékk á sig kom úr vítaspyrnu á 44. mínútu. Þá hafði Nordsjælland nú þegar skorað tvö mörk, en gestirnir komust í 0-2 á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Nordsjælland er í 36 stigum í deildinni, tveimur stigum á eftir Midtjylland í öðru sætinu.

Eggert Gunnþór Jónsson tapaði Íslendingaslag Sonderjyske og Bröndby, en Hjörtur Hermannsson kom ekkert við sögu fyrir Bröndby.

Eggert byrjaði inn á fyrir Sonderjyske, en var tekinn út á 82. mínútu, í stöðunni 1-3 fyrir Bröndby, sem urðu lokatölur.

Bröndby er á toppi deildarinnar en Sonderjyske er í 9. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×