Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. desember 2017 19:15 Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska karlmenn með hnífi í miðborg Reykjavíkur í gærmorgun var ekki yfirheyrður í dag. Annar mannanna sem særðist er enn í lífshættu að sögn lögreglu og ekki útséð með batahorfur. Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að gagnaöflun í málinu í dag en meðal þeirra eru myndbandsupptökur af Austurvelli þegar árásin átti sér stað. Lögregla hefur ekki upplýsingar um að hinn grunaði og mennirnir tveir hafi þekkst en staðfestir að þeir hafi átt í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað. Báðir mennirnir hlutu nokkrar hnífstungur. Annar þeirra lá særður á eftir á meðan hinn komst undan, en blóðslóð lá frá vettvangi, í gegnum miðbæinn og upp á Ránargötu þar sem manninum var komið til hjálpar. Hinn grunaði komst undan en var handtekinn nokkru síðar í Garðabæ eftir greinargóðarlýsingar vitna af árásinni en þau eru þó nokkur að sögn lögreglu. Vettvangur var rannsakaður í gærmorgun. Tilefni eða tildrög árásarinnar eru enn óljós og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á hinn grunaði ekki afbrotasögu. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Ekki er gefið upp hvort játning liggi fyrir. Maðurinn sem liggur á gjörgæslu er þungt haldinn og enn í lífshættu en hinn hefur verið útskrifaður af spítala en áverkar hans voru einnig þó nokkrir. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska karlmenn með hnífi í miðborg Reykjavíkur í gærmorgun var ekki yfirheyrður í dag. Annar mannanna sem særðist er enn í lífshættu að sögn lögreglu og ekki útséð með batahorfur. Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að gagnaöflun í málinu í dag en meðal þeirra eru myndbandsupptökur af Austurvelli þegar árásin átti sér stað. Lögregla hefur ekki upplýsingar um að hinn grunaði og mennirnir tveir hafi þekkst en staðfestir að þeir hafi átt í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað. Báðir mennirnir hlutu nokkrar hnífstungur. Annar þeirra lá særður á eftir á meðan hinn komst undan, en blóðslóð lá frá vettvangi, í gegnum miðbæinn og upp á Ránargötu þar sem manninum var komið til hjálpar. Hinn grunaði komst undan en var handtekinn nokkru síðar í Garðabæ eftir greinargóðarlýsingar vitna af árásinni en þau eru þó nokkur að sögn lögreglu. Vettvangur var rannsakaður í gærmorgun. Tilefni eða tildrög árásarinnar eru enn óljós og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á hinn grunaði ekki afbrotasögu. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Ekki er gefið upp hvort játning liggi fyrir. Maðurinn sem liggur á gjörgæslu er þungt haldinn og enn í lífshættu en hinn hefur verið útskrifaður af spítala en áverkar hans voru einnig þó nokkrir.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41
Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30